Kristín „nagli“ berst tveggja ára við sjaldgæfa tegund af krabbameini Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. ágúst 2018 09:00 Kristín Halldórsdóttir greindist með illkynja æxli í heila skömmu eftir tveggja ára afmælið sitt. Mynd/Úr einkasafni Kristín Halldórsdóttir greindist í júní með illkynja æxli í heila sem hafði dreift sér niður mænuna. Kristín er aðeins tveggja ára gömul og berst af fullum krafti í veikindunum enda hefur hún strax fengið viðurnefnið Kristín „nagli.“ Starfsfólk leikskólans hennar, Múlaborgar , ætla að hlaupa fyrir hana í Reykjavíkurmaraþoninu. Bæði móðir og amma Kristínar eru starfsmenn leikskólans. Hópurinn hleypur í nafni Kristínar og safnar áheitum til styrktar Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og með þeim hlaupa líka eldri bræður Kristínar, Arnór Bjarki og Brynjar Bjarmi sem eru níu og fimmtán ára. „Ég er vinkona Birgittu mömmu hennar Kristínar eins og fleiri og við fengum þessar fréttir að stelpan hennar væri alvarlega veik. Manni langar svo til að gera eitthvað til að hjálpa en auðvitað er bara fátt sem er hægt að gera, annað en að senda góðar hugsanir og kærleikskveðjur,“ segir Rakel Þorsteinsdóttir þroskaþjálfi á Múlaborgi í samtali við Vísi. Rakel er ein þeirra sem ætlar að taka þátt fyrir þennan málstað.Kristín er sú fyrsta sem greinist með þessa tegund krabbameins hér á landi.Mynd/Úr einkasafniFyrst til að greinast hér á landi „Þegar hlaupið var auglýst þá sáum við einhverja leið til þess að hjálpa og til þess að styrkja SKB, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Við völdum það félag því að við höfðum heyrt að það hafi gert góða hluti fyrir fólk í þessari stöðu. Við ákváðum að sameinast sem hópur og síðan bættist í hópinn, meðal annars bræður hennar Kristínar litlu og fleiri fjölskyldumeðlimir.“ Kristín er að berjast við sjaldgæfa tegund krabbameins og framundan er löng og ströng barátta hjá fjölskyldunni. „Hún greinist með sjaldgæfa tegund sem heitir ETMR en það er krabbamein sem leggst á heila og miðtaugakerfið. Það greinist aðallega hjá ungum börnum en þetta er fyrsta tilfellið á landinu.“ Kristín hefur í sumar verið í rannsóknum og meðferðum og lítið er vitað um það hvernig framhaldið verður. Hún er núna að byrja sína fjórðu lotu í meðferðinni. „Við erum bara að sýna þeim samstöðu með þessu og hvetja Kristínu nagla áfram og hennar fjölskyldu og allar fjölskyldur sem að eru í þessum erfiðu sporum.“Kristín með bræðrum sínum Arnóri Bjarka og Brynjari Bjarma. Foreldrar þeirra eru Halldór Geir Jensson og Birgitta Rut BirgisdóttirMynd/Úr einkasafniTeikning eftir Kristínu á bolunum Rakel segir að það sé ekki að ástæðulausu sem þessi duglega litla stúlka fékk viðurnefnið sitt.„Það er kraftur í þessari stelpu og ástæða fyrir viðurnefninu nagli. Það er rosalegur kraftur í henni en þetta er náttúrulega erfitt að eiga við, þessi tegund.“ Um þrjátíu hlaupa saman í nafni Kristínar og ætla þau að halda hópinn allt hlaupið og klára þetta saman. „Við létum prenta boli fyrir okkur. Kristín litla teiknaði mynd sem mamma hennar sendi okkur. Við létum prenta myndina hennar á bolinn og munum hlaupa í honum. Það stendur líka Kristín „nagli“ Halldórsdóttir á honum. Það ætti að vera auðvelt að þekkja okkur.“Starfsfólk Múlaborgar í flottu bolunum sem hópurinn hleypur í.Mynd/Rakel ÞorsteinsdóttirÞakklát fyrir samhuginn „Hún er að byrja sína fjórðu meðferð en fer heim í pásur á milli,“ segir Kristín Árnadóttir aðstoðarleikskólastjóri á Múlaborg. Hún er einnig amma Kristínar litlu svo þetta framtak stendur henni mjög nærri. Hún tekur einnig þátt í hlaupinu sjálf. „Ég er mjög glöð með þetta frábæra framtak á þessum vinnustað og þessa miklu samheldni og samhug sem að þau sýna með þessu hlaupi.“Hægt er að heita á hópinn á síðunni Hlaupastyrkur. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira
Kristín Halldórsdóttir greindist í júní með illkynja æxli í heila sem hafði dreift sér niður mænuna. Kristín er aðeins tveggja ára gömul og berst af fullum krafti í veikindunum enda hefur hún strax fengið viðurnefnið Kristín „nagli.“ Starfsfólk leikskólans hennar, Múlaborgar , ætla að hlaupa fyrir hana í Reykjavíkurmaraþoninu. Bæði móðir og amma Kristínar eru starfsmenn leikskólans. Hópurinn hleypur í nafni Kristínar og safnar áheitum til styrktar Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og með þeim hlaupa líka eldri bræður Kristínar, Arnór Bjarki og Brynjar Bjarmi sem eru níu og fimmtán ára. „Ég er vinkona Birgittu mömmu hennar Kristínar eins og fleiri og við fengum þessar fréttir að stelpan hennar væri alvarlega veik. Manni langar svo til að gera eitthvað til að hjálpa en auðvitað er bara fátt sem er hægt að gera, annað en að senda góðar hugsanir og kærleikskveðjur,“ segir Rakel Þorsteinsdóttir þroskaþjálfi á Múlaborgi í samtali við Vísi. Rakel er ein þeirra sem ætlar að taka þátt fyrir þennan málstað.Kristín er sú fyrsta sem greinist með þessa tegund krabbameins hér á landi.Mynd/Úr einkasafniFyrst til að greinast hér á landi „Þegar hlaupið var auglýst þá sáum við einhverja leið til þess að hjálpa og til þess að styrkja SKB, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Við völdum það félag því að við höfðum heyrt að það hafi gert góða hluti fyrir fólk í þessari stöðu. Við ákváðum að sameinast sem hópur og síðan bættist í hópinn, meðal annars bræður hennar Kristínar litlu og fleiri fjölskyldumeðlimir.“ Kristín er að berjast við sjaldgæfa tegund krabbameins og framundan er löng og ströng barátta hjá fjölskyldunni. „Hún greinist með sjaldgæfa tegund sem heitir ETMR en það er krabbamein sem leggst á heila og miðtaugakerfið. Það greinist aðallega hjá ungum börnum en þetta er fyrsta tilfellið á landinu.“ Kristín hefur í sumar verið í rannsóknum og meðferðum og lítið er vitað um það hvernig framhaldið verður. Hún er núna að byrja sína fjórðu lotu í meðferðinni. „Við erum bara að sýna þeim samstöðu með þessu og hvetja Kristínu nagla áfram og hennar fjölskyldu og allar fjölskyldur sem að eru í þessum erfiðu sporum.“Kristín með bræðrum sínum Arnóri Bjarka og Brynjari Bjarma. Foreldrar þeirra eru Halldór Geir Jensson og Birgitta Rut BirgisdóttirMynd/Úr einkasafniTeikning eftir Kristínu á bolunum Rakel segir að það sé ekki að ástæðulausu sem þessi duglega litla stúlka fékk viðurnefnið sitt.„Það er kraftur í þessari stelpu og ástæða fyrir viðurnefninu nagli. Það er rosalegur kraftur í henni en þetta er náttúrulega erfitt að eiga við, þessi tegund.“ Um þrjátíu hlaupa saman í nafni Kristínar og ætla þau að halda hópinn allt hlaupið og klára þetta saman. „Við létum prenta boli fyrir okkur. Kristín litla teiknaði mynd sem mamma hennar sendi okkur. Við létum prenta myndina hennar á bolinn og munum hlaupa í honum. Það stendur líka Kristín „nagli“ Halldórsdóttir á honum. Það ætti að vera auðvelt að þekkja okkur.“Starfsfólk Múlaborgar í flottu bolunum sem hópurinn hleypur í.Mynd/Rakel ÞorsteinsdóttirÞakklát fyrir samhuginn „Hún er að byrja sína fjórðu meðferð en fer heim í pásur á milli,“ segir Kristín Árnadóttir aðstoðarleikskólastjóri á Múlaborg. Hún er einnig amma Kristínar litlu svo þetta framtak stendur henni mjög nærri. Hún tekur einnig þátt í hlaupinu sjálf. „Ég er mjög glöð með þetta frábæra framtak á þessum vinnustað og þessa miklu samheldni og samhug sem að þau sýna með þessu hlaupi.“Hægt er að heita á hópinn á síðunni Hlaupastyrkur.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira