Yfir 60 viðburðir í tilefni af fullveldisafmælinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 19:00 Íslendingar ætla svo sannarlega að gera sér glaðan dag á morgun að sögn Ragnheiðar Jónu Ingimarsdóttur framkvæmdastjóra fullveldishátíðarinnar. Skólar, menningastofnanir og kirkjur verða víða með dagskrá um land allt á morgun í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur fullveldishátíðina við Stjórnarráðið klukkan eitt að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands, Margréti II Danadrottningu og Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Dana sem óskaði landsmönnum til hamingju með daginn eftir blaðamannafund í Ráðherrabústaðnum í dag. „Ég vil byrja á að óska ykkur til hamingju með fullveldi í 100 ár. Ísland er ótrúlegt land. Ég gleðst og dáist að landinu í hvert skipti sem ég kem hingað. Það er ótrúlegt hvað Íslendingar hafa náð sér vel á strik eftir fjármálakrísuna. Íslendingar og Danir geta verið stoltir yfir hvernig þeir afgreiddu málin fyrir hundrað árum. Við höfum varðveitt vinskap milli þjóðanna og mér finnst ég vera heima þegar ég er í Reykjavík, sagði Lars Løkke Rasmussen. Og Íslendingar ætla svo sannarlega að gera sér glaðan dag á morgun að sögn Ragnheiðar Jónu Ingimarsdóttur framkvæmdastjóra fullveldishátíðarinnar sem við hittum á sýningunni Lífsblómið fullveldi Íslands í 100 ár á Listasafni Íslands. „Hér er afburðafalleg sýning og hér verður opið hús á morgun eins og í fjölmörgum menningarstofnunum um land allt. Svo eru fjöldamargir viðburðir um land allt á morgun. Á Þingvöllum verður ný sýning, það eru tónleikar í Skálholti, á Akureyri verður fullveldiskantata frumflutt, á Í Menntaskóla Egilsstaða verður dagskrá sem nefnist Austfirskt fullveldi-sjálfbært fullveldi og í Grunnskólanum í Stykkishólmi verður fullveldishátíð svo fátt eitt sé nefnt. Ríkistjórnin býður þjóðinni veislu í tali og tónum í Hörpu sem nefnist Íslendingasögur. Og í Perlunni verður opnað nýtt Stjörnuver þar sem hægt verður að njóta himinhvolfsins á einstæðan hátt. Mig langar að benda sérstaklega á að hægt er að nálgast alla dagskrána á fullveldi1918.is,“ segir Ragnheiður að lokum. Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Skólar, menningastofnanir og kirkjur verða víða með dagskrá um land allt á morgun í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur fullveldishátíðina við Stjórnarráðið klukkan eitt að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands, Margréti II Danadrottningu og Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Dana sem óskaði landsmönnum til hamingju með daginn eftir blaðamannafund í Ráðherrabústaðnum í dag. „Ég vil byrja á að óska ykkur til hamingju með fullveldi í 100 ár. Ísland er ótrúlegt land. Ég gleðst og dáist að landinu í hvert skipti sem ég kem hingað. Það er ótrúlegt hvað Íslendingar hafa náð sér vel á strik eftir fjármálakrísuna. Íslendingar og Danir geta verið stoltir yfir hvernig þeir afgreiddu málin fyrir hundrað árum. Við höfum varðveitt vinskap milli þjóðanna og mér finnst ég vera heima þegar ég er í Reykjavík, sagði Lars Løkke Rasmussen. Og Íslendingar ætla svo sannarlega að gera sér glaðan dag á morgun að sögn Ragnheiðar Jónu Ingimarsdóttur framkvæmdastjóra fullveldishátíðarinnar sem við hittum á sýningunni Lífsblómið fullveldi Íslands í 100 ár á Listasafni Íslands. „Hér er afburðafalleg sýning og hér verður opið hús á morgun eins og í fjölmörgum menningarstofnunum um land allt. Svo eru fjöldamargir viðburðir um land allt á morgun. Á Þingvöllum verður ný sýning, það eru tónleikar í Skálholti, á Akureyri verður fullveldiskantata frumflutt, á Í Menntaskóla Egilsstaða verður dagskrá sem nefnist Austfirskt fullveldi-sjálfbært fullveldi og í Grunnskólanum í Stykkishólmi verður fullveldishátíð svo fátt eitt sé nefnt. Ríkistjórnin býður þjóðinni veislu í tali og tónum í Hörpu sem nefnist Íslendingasögur. Og í Perlunni verður opnað nýtt Stjörnuver þar sem hægt verður að njóta himinhvolfsins á einstæðan hátt. Mig langar að benda sérstaklega á að hægt er að nálgast alla dagskrána á fullveldi1918.is,“ segir Ragnheiður að lokum.
Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira