Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 30. nóvember 2018 16:43 Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, eru ekki lengur þingmenn Flokks fólksins. vísir/vilhelm Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. Þetta staðfestir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi flokksins og stjórnarmaður, í samtali við fréttastofu. Karl Gauti og Ólafur voru á fundi með fjórum þingmönnum Miðflokksins á Klaustri eins og frægt er orðið. Greidd voru atkvæði um tillöguna og voru átta fylgjandi en einn á móti. Stjórn flokksins settist niður til fundar klukkan 14 en þar var einmitt til umræðu hvort vísa skyldi þeim Karli Gauta og Ólafi úr flokknum. Til þess er heimild í samþykktum flokksins en þar segir: „Sé félagsmaður staðinn að því, að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins, skal hann sviptur félagsaðild og skal það gert á stjórnarfundi með auknum meirihluta atkvæða og félagsmanni tilkynnt það formlega.“Ætla ekki að segja af sér Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður flokksins, sagði að þingmennirnir yrðu að eiga það við sína samvisku hvort þeir ætluðu að vera áfram á þingi. „Það eru auðvitað engin efni til þess að ég segi af mér þingmennsku,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi fyrr í dag. Hafði honum þá borist áskorun stjórnar Flokks fólksins að segja af sér. Hann væri ekki á leiðinni úr flokknum og vildi leggja sig fram við að flokkurinn fyndi leið til að starfa saman að þeim málefnum sem þau hefðu verið kosin til að gera. Karl Gauti var ekki síður afdráttarlaus í samtali við Vísi í gær. „Ég er ekki á leiðinni út,“ sagði hann.Vísar því á bug að ekki hafi verið staðið rétt að stjórnarfundunum „Þeir eru ekki í flokknum lengur og taka ekki þátt í trúnaðarstörfum flokksins,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, í samtali við Vísi. Þetta þýðir að þingmenn Flokks fólksins fara úr fjórum í tvo en Ólafur og Karl Gauti verða þá þingmenn utan flokka. Þeir hafa báðir haldið því fram að ekki hafi verið boðað til stjórnarfundanna í dag og í gær með löglegum hætti og í samræmi við samþykktir flokksins. Guðmundur Ingi vísar þessu á bug og segir að farið hafi verið eftir lögum og reglum flokksins. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 Ræða hvort vísa skuli Karli Gauta og Ólafi úr flokknum Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður og þingmaður Flokks fólksins, segir að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins, eigi að segja af sér. 30. nóvember 2018 14:48 Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. Þetta staðfestir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi flokksins og stjórnarmaður, í samtali við fréttastofu. Karl Gauti og Ólafur voru á fundi með fjórum þingmönnum Miðflokksins á Klaustri eins og frægt er orðið. Greidd voru atkvæði um tillöguna og voru átta fylgjandi en einn á móti. Stjórn flokksins settist niður til fundar klukkan 14 en þar var einmitt til umræðu hvort vísa skyldi þeim Karli Gauta og Ólafi úr flokknum. Til þess er heimild í samþykktum flokksins en þar segir: „Sé félagsmaður staðinn að því, að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins, skal hann sviptur félagsaðild og skal það gert á stjórnarfundi með auknum meirihluta atkvæða og félagsmanni tilkynnt það formlega.“Ætla ekki að segja af sér Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður flokksins, sagði að þingmennirnir yrðu að eiga það við sína samvisku hvort þeir ætluðu að vera áfram á þingi. „Það eru auðvitað engin efni til þess að ég segi af mér þingmennsku,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi fyrr í dag. Hafði honum þá borist áskorun stjórnar Flokks fólksins að segja af sér. Hann væri ekki á leiðinni úr flokknum og vildi leggja sig fram við að flokkurinn fyndi leið til að starfa saman að þeim málefnum sem þau hefðu verið kosin til að gera. Karl Gauti var ekki síður afdráttarlaus í samtali við Vísi í gær. „Ég er ekki á leiðinni út,“ sagði hann.Vísar því á bug að ekki hafi verið staðið rétt að stjórnarfundunum „Þeir eru ekki í flokknum lengur og taka ekki þátt í trúnaðarstörfum flokksins,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, í samtali við Vísi. Þetta þýðir að þingmenn Flokks fólksins fara úr fjórum í tvo en Ólafur og Karl Gauti verða þá þingmenn utan flokka. Þeir hafa báðir haldið því fram að ekki hafi verið boðað til stjórnarfundanna í dag og í gær með löglegum hætti og í samræmi við samþykktir flokksins. Guðmundur Ingi vísar þessu á bug og segir að farið hafi verið eftir lögum og reglum flokksins.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 Ræða hvort vísa skuli Karli Gauta og Ólafi úr flokknum Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður og þingmaður Flokks fólksins, segir að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins, eigi að segja af sér. 30. nóvember 2018 14:48 Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45
Ræða hvort vísa skuli Karli Gauta og Ólafi úr flokknum Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður og þingmaður Flokks fólksins, segir að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins, eigi að segja af sér. 30. nóvember 2018 14:48
Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49