Stóri samráðsfundurinn Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 14. nóvember 2018 08:00 Í gær fullyrðir mennta- og menningarmálaráðherra í forsíðufrétt Fréttablaðsins að ráðuneyti hennar og starfsmenn hafi átt samráð við ábyrgðaraðila í sviðslistum um drög að sviðslistafrumvarpi sem hún hyggst leggja fram á Alþingi. Það er ekki satt. „Stóri samráðsfundurinn“ sem hún kýs að kalla svo var haldinn í ráðuneytinu í janúar og þangað var boðið Ernu Ómarsdóttur, listrænum stjórnanda Íslenska dansflokksins, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, óperustjóra Íslensku óperunnar, Ara Matthíassyni þjóðleikhússtjóra, Birnu Hafstein, forseta Sviðslistasambandsins, og Kolbrúnu Halldórsdóttur, forseta Bandalags íslenskra listamanna, en hún var forfölluð og sat ég fundinn í hennar stað. Á fundinum sem stóð í eina og hálfa klukkustund kynntu höfundar frumvarpsins, verkefnisstjóri og starfsmaður lögfræðideildar vinnu sína við drögin sem voru þá enn á vinnslustigi. Voru þau ekki send út fyrir fundinn og gestir því ekki átt þess kost að kynna sér þau. Aðspurð sögðu þau drögin ekki til dreifingar og fengu gestir því ekki með sér plaggið frá fundinum til frekari skoðunar. Starfsmennirnir fóru yfir drögin og höfðu orðið en gestir höfðu fátt fram að færa þó Ari Matthíasson óskaði eftir að sá skilningur sinn væri réttur að starfssvið þjóðleikhússtjóra væri í drögunum fært að lögum um starfsmenn ríkisstofnana og ákvæðum laga um forstöðumenn. Lýst var vonbrigðum með stöðu óperunnar, ánægju með að Íslenski dansflokkurinn væri kominn í lög og varað við að innan fagfélaga sviðslistafólks yrði litið á kynntar breytingar á stjórnkerfi Þjóðleikhúss gagnrýnisaugum. Forseti BÍL fékk fáum dögum síðar send drögin og eru afrit þeirra frá janúar því í höndum hagsmunaaðila til samanburðar við það plagg sem kynnt var í samráðsgátt fyrir fáum dögum. Ósk um að frestur til athugasemda yrði lengdur sem send var ráðherra í síðustu viku var ekki svarað. Á opnum fundi Sviðslistasambandsins á mánudag upplýsti Ari Matthíason að ráðuneytið hafi ekki leitað til þjóðleikhússtjóra eða þjóðleikhúsráðs um samráð, ekki hefur ráðuneytið leitað til fagfélaga leikara, leikstjóra og annarra sviðslistamanna. Ekki til Sviðslistasambands Íslands, ekki félaga leikskálda eða rithöfunda. Ráðherra hefur kosið að halda vinnu sinna manna í lokuðum herbergjum ráðuneytis síns. Á lýðveldistímanum frá 1947 hefur menntamálaráðherra nokkrum sinnum haft forgöngu um breytingar á lögum um Þjóðleikhús og leikstarfsemi sem um síðir runnu inn í lagabálk sem nú á að endurskoða. Í hvert sinn sem ráðuneytið hefur hreyft lagabreytingum hafa ráðamenn átt náið samráð við sviðslistafólk. Það gerðist ekki nú og ber að harma. Nú ber að minnast þess að flokkur ráðherrans átti frá upphafi frumkvæði að stofnun Þjóðleikhúss með bandalagi Jónasar Jónssonar og Jakobs Möllers. Flokkurinn hreyfði fyrst breytingum á lögum um Þjóðleikhús að frumkvæði Einars Ágústssonar 1966-7. Vert er að minnast frumvarps Ingvars Gíslasonar í hans tíð sem ráðherra. Nú gefst ráðherra flokksins kostur á að kasta þessu copy/paste frumvarpi starfsmanna sinna, óska eftir tillögum sviðslistamanna um ný drög. Má byggja þau á lagafrumvarpi sem samstarfsnefnd sviðslistamanna vann 2013. Ekki er að efa að sviðslistamenn eru reiðubúnir að hlusta á sjónarmið embættismanna, meta þau og greina. Lög um fjármál ríkisins sem heimta langtímahugsun í rekstri menningarstofnana kalla á að ráðherrann gangi í lið þeirra sem vilja marka framtíðarsýn um hag sviðslistanna í landinu öllum þegnum til gleði og ánægju. Höndin er útrétt, Lilja. Við skulum vinna saman að því að smíða ný lög um sviðslistir til næstu áratuga. Sláðu ekki á útrétta hönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í gær fullyrðir mennta- og menningarmálaráðherra í forsíðufrétt Fréttablaðsins að ráðuneyti hennar og starfsmenn hafi átt samráð við ábyrgðaraðila í sviðslistum um drög að sviðslistafrumvarpi sem hún hyggst leggja fram á Alþingi. Það er ekki satt. „Stóri samráðsfundurinn“ sem hún kýs að kalla svo var haldinn í ráðuneytinu í janúar og þangað var boðið Ernu Ómarsdóttur, listrænum stjórnanda Íslenska dansflokksins, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, óperustjóra Íslensku óperunnar, Ara Matthíassyni þjóðleikhússtjóra, Birnu Hafstein, forseta Sviðslistasambandsins, og Kolbrúnu Halldórsdóttur, forseta Bandalags íslenskra listamanna, en hún var forfölluð og sat ég fundinn í hennar stað. Á fundinum sem stóð í eina og hálfa klukkustund kynntu höfundar frumvarpsins, verkefnisstjóri og starfsmaður lögfræðideildar vinnu sína við drögin sem voru þá enn á vinnslustigi. Voru þau ekki send út fyrir fundinn og gestir því ekki átt þess kost að kynna sér þau. Aðspurð sögðu þau drögin ekki til dreifingar og fengu gestir því ekki með sér plaggið frá fundinum til frekari skoðunar. Starfsmennirnir fóru yfir drögin og höfðu orðið en gestir höfðu fátt fram að færa þó Ari Matthíasson óskaði eftir að sá skilningur sinn væri réttur að starfssvið þjóðleikhússtjóra væri í drögunum fært að lögum um starfsmenn ríkisstofnana og ákvæðum laga um forstöðumenn. Lýst var vonbrigðum með stöðu óperunnar, ánægju með að Íslenski dansflokkurinn væri kominn í lög og varað við að innan fagfélaga sviðslistafólks yrði litið á kynntar breytingar á stjórnkerfi Þjóðleikhúss gagnrýnisaugum. Forseti BÍL fékk fáum dögum síðar send drögin og eru afrit þeirra frá janúar því í höndum hagsmunaaðila til samanburðar við það plagg sem kynnt var í samráðsgátt fyrir fáum dögum. Ósk um að frestur til athugasemda yrði lengdur sem send var ráðherra í síðustu viku var ekki svarað. Á opnum fundi Sviðslistasambandsins á mánudag upplýsti Ari Matthíason að ráðuneytið hafi ekki leitað til þjóðleikhússtjóra eða þjóðleikhúsráðs um samráð, ekki hefur ráðuneytið leitað til fagfélaga leikara, leikstjóra og annarra sviðslistamanna. Ekki til Sviðslistasambands Íslands, ekki félaga leikskálda eða rithöfunda. Ráðherra hefur kosið að halda vinnu sinna manna í lokuðum herbergjum ráðuneytis síns. Á lýðveldistímanum frá 1947 hefur menntamálaráðherra nokkrum sinnum haft forgöngu um breytingar á lögum um Þjóðleikhús og leikstarfsemi sem um síðir runnu inn í lagabálk sem nú á að endurskoða. Í hvert sinn sem ráðuneytið hefur hreyft lagabreytingum hafa ráðamenn átt náið samráð við sviðslistafólk. Það gerðist ekki nú og ber að harma. Nú ber að minnast þess að flokkur ráðherrans átti frá upphafi frumkvæði að stofnun Þjóðleikhúss með bandalagi Jónasar Jónssonar og Jakobs Möllers. Flokkurinn hreyfði fyrst breytingum á lögum um Þjóðleikhús að frumkvæði Einars Ágústssonar 1966-7. Vert er að minnast frumvarps Ingvars Gíslasonar í hans tíð sem ráðherra. Nú gefst ráðherra flokksins kostur á að kasta þessu copy/paste frumvarpi starfsmanna sinna, óska eftir tillögum sviðslistamanna um ný drög. Má byggja þau á lagafrumvarpi sem samstarfsnefnd sviðslistamanna vann 2013. Ekki er að efa að sviðslistamenn eru reiðubúnir að hlusta á sjónarmið embættismanna, meta þau og greina. Lög um fjármál ríkisins sem heimta langtímahugsun í rekstri menningarstofnana kalla á að ráðherrann gangi í lið þeirra sem vilja marka framtíðarsýn um hag sviðslistanna í landinu öllum þegnum til gleði og ánægju. Höndin er útrétt, Lilja. Við skulum vinna saman að því að smíða ný lög um sviðslistir til næstu áratuga. Sláðu ekki á útrétta hönd.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun