Sleppa vélrænum órangútan lausum í London Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 10:45 Kannski verður órangútaninn vélræni líkur þessu kríli. Getty/Robertus Pudyanto Verslunarkeðjan Iceland ætlar að sleppa vélrænum órangútan lausum á götur Bretlands eftir að jólaauglýsing fyrirtækisins var bönnuð. Auglýsingin þótti of pólitísk en hún vakti athygli á umhverfisáhrifum pálmaolíuframleiðslu. Hinn vélræni api þykir einkar raunverulegur í útliti og er honum ætlað að vekja athygli á þeirri hættu sem tegundin stendur frammi fyrir vegna framleiðslu pálmaolíu. Órangútaninn var framleiddur af tæknibrelluteymi sem hefur unnið við sjónvarpsþætti á borð við Doctor Who og Sherlock. Hann mun fyrst sjást í jólatré á Coin Street í suðurhluta London þangað til hann verður færður á aðra staði. Hann mun einnig birtast í verslunum Iceland um allt Bretland í leit að nýju heimili ef svo má að orði komast. Jólaauglýsing Iceland var bönnuð í síðustu viku. Um er að ræða teiknaða stuttmynd sem framleidd var af Greenpeace sem samþykkti að keðjan mætti nota myndina í auglýsingaskyni. Var það niðurstaða eftirlitsstofnunar í Bretlandi að auglýsingin stríði gegn lögum um pólitískar auglýsingar. Bannið vakti mikil og hörð viðbrögð og voru ýmsar stórstjörnur sem dreifðu auglýsingunni í þeirri veiku von að sýningar á henni yrðu leyfðar. Breskir þingmenn hafa einnig vakið athygli á myndinni og þá hefur undirskriftasöfnun á Change.org safnað rúmlega 700 þúsund undirskriftum. This commercial was banned from TV for being too political. I think everyone should see it x pic.twitter.com/ns2XnGSnv6 — James Corden (@JKCorden) November 11, 2018Andstæðingar auglýsingarinnar hafa einnig látið í sér heyra og hefur keðjan verið sökuð um að framleiða viljandi umdeilda auglýsingu sem myndi líklega vera bönnuð í þeim tilgangi að fá meiri athygli. Iceland hefur neitað þessu og segist hafa keypt auglýsingapláss fyrir hálfa milljón punda. Iceland tilkynnti fyrr á árinu að keðjan hygðist hætta allri notkun á pálmaolíu við framleiðslu matvæla sem merkt eru fyrirtækinu. Pálmaolía leynist í hinum ýmsu hreinlætis- og matvörum en framleiðsla á pálmaolíu veldur svo mikilli röskun á kjörlendi órangútana að dýrategundin er nú í mikilli útrýmingarhættu. Tengdar fréttir Jólaauglýsing Iceland bönnuð í Bretlandi Auglýsingin, sem vekur athygli á umhverfisáhrifum pálmaolíuframleiðslu, þótti of pólitísk. 9. nóvember 2018 11:31 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Verslunarkeðjan Iceland ætlar að sleppa vélrænum órangútan lausum á götur Bretlands eftir að jólaauglýsing fyrirtækisins var bönnuð. Auglýsingin þótti of pólitísk en hún vakti athygli á umhverfisáhrifum pálmaolíuframleiðslu. Hinn vélræni api þykir einkar raunverulegur í útliti og er honum ætlað að vekja athygli á þeirri hættu sem tegundin stendur frammi fyrir vegna framleiðslu pálmaolíu. Órangútaninn var framleiddur af tæknibrelluteymi sem hefur unnið við sjónvarpsþætti á borð við Doctor Who og Sherlock. Hann mun fyrst sjást í jólatré á Coin Street í suðurhluta London þangað til hann verður færður á aðra staði. Hann mun einnig birtast í verslunum Iceland um allt Bretland í leit að nýju heimili ef svo má að orði komast. Jólaauglýsing Iceland var bönnuð í síðustu viku. Um er að ræða teiknaða stuttmynd sem framleidd var af Greenpeace sem samþykkti að keðjan mætti nota myndina í auglýsingaskyni. Var það niðurstaða eftirlitsstofnunar í Bretlandi að auglýsingin stríði gegn lögum um pólitískar auglýsingar. Bannið vakti mikil og hörð viðbrögð og voru ýmsar stórstjörnur sem dreifðu auglýsingunni í þeirri veiku von að sýningar á henni yrðu leyfðar. Breskir þingmenn hafa einnig vakið athygli á myndinni og þá hefur undirskriftasöfnun á Change.org safnað rúmlega 700 þúsund undirskriftum. This commercial was banned from TV for being too political. I think everyone should see it x pic.twitter.com/ns2XnGSnv6 — James Corden (@JKCorden) November 11, 2018Andstæðingar auglýsingarinnar hafa einnig látið í sér heyra og hefur keðjan verið sökuð um að framleiða viljandi umdeilda auglýsingu sem myndi líklega vera bönnuð í þeim tilgangi að fá meiri athygli. Iceland hefur neitað þessu og segist hafa keypt auglýsingapláss fyrir hálfa milljón punda. Iceland tilkynnti fyrr á árinu að keðjan hygðist hætta allri notkun á pálmaolíu við framleiðslu matvæla sem merkt eru fyrirtækinu. Pálmaolía leynist í hinum ýmsu hreinlætis- og matvörum en framleiðsla á pálmaolíu veldur svo mikilli röskun á kjörlendi órangútana að dýrategundin er nú í mikilli útrýmingarhættu.
Tengdar fréttir Jólaauglýsing Iceland bönnuð í Bretlandi Auglýsingin, sem vekur athygli á umhverfisáhrifum pálmaolíuframleiðslu, þótti of pólitísk. 9. nóvember 2018 11:31 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Jólaauglýsing Iceland bönnuð í Bretlandi Auglýsingin, sem vekur athygli á umhverfisáhrifum pálmaolíuframleiðslu, þótti of pólitísk. 9. nóvember 2018 11:31