Birkir er meiddur og getur ekki spilað þessa tvo leiki. Erik Hamrén, þjálfari íslenska liðsins, hefur kallað á Aron Elís Þrándarson í hópinn í stað Birkis. Aron Elís kemur til Belgíu í dag, miðvikudag.
Aron Elís Þrándarson er 24 ára gamall og spilar með norska liðinu Aalesund. Aron Elís hefur spilað 2 landsleiki en er með 2 mörk í 14 leikjum með 21 árs landsliðinu.
Aron Elís í stað Birkis B. https://t.co/LBWnRezKoM
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 14, 2018
Aron Elís skoraði 3 mörk og gaf 10 stoðsendingar í 27 leikjum með Aalesund í norsku b-deildinni í sumar.
Hann er orðinn myndarlegur hópurinn af leikmönnum sem missa af leikjunum við Belga og Katarbúa vegna meiðsla.
Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Emil Hallfreðsson, Jón Daði Böðvarsson, Björn Bergmann Sigurðarson, Rúnar Már Sigurjónsson og Hólmar Örn Eyjólfsson hafa verið í hópnum að undanförnu en eru allir meiddir. Ragnar Sigurðsson tekur síðan út leikbann.
Vísir er í Belgíu og mun flytja fréttir af landsliðinu í allan dag og gera leiknum góð skil annað kvöld.