Prófessor telur rafrettur góða tóbaksvörn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. apríl 2018 19:30 Vinda þarf ofan af frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafsígarettur að mati Halldóru Mogensen formanns velferðarnefndar Alþingis. Linda Bauld prófessor við Stirling háskóla í Bretlandi kom fyrir nefndina í morgun og ráðlagði nefndarfólki að grípa tækifærið og nýta rafrettur til tóbaksvarna. Velferðarnefnd Alþingis fékk í dag til sín skoskan prófessor í tengslum við umfjöllun nefndarinnar um frumvarp heilbrigðisráðherra um rafrettur. Prófessorinn lauk nýverið við rannsókn á sextíu þúsund breskum ungmennum þar sem kom fram að engin hætta sé á því að veip leiði ungt fólk út í reykingar síðar meir. ,,Við höfum ekki séð að ungt fólk sem notar rafrettur verði háð tóbaki í Bretlandi,“ segir Linda Bauld. Linda segir að í raun séu tengsl milli aukinnar rafrettunotkunnar og þess að reykingar hafi dregist saman. „Á síðustu árum höfum við séð að á meðan rafrettur hafa verið mjög vinsælar meðal ungmenna í Bretlandi hefur tíðni tíðni tóbaksreykinga dregist verulega saman. Jafnvel meira en þær gerðu áður,“ segir Linda. Linda ráðleggur íslenskum stjórnvöldum að grípa tækifærið sem felist í rafrettum til að komast fyrir tóbaksreykingar og öll þau heilbrigðisvandamál sem þeim fylgja. Í frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafrettur er lagt til að sambærilegar reglur gildi um notkun rafsígarettna og um notkun reyktóbaks og einnig um markaðssetningu og aldursmörk. Halldóra Mogensen formaður velferðarnefndar segir nefndina sammála í stórum dráttum um að vinda þurfi ofan af frumvarpinu eins og það lítur núna út. „Það hafa verið hræðsluviðbrögð við því að ungt fólk hafi verið að ánetjast veipinu og fari mögulega í framhaldinu út í tóbaksreykingar. Meðan það gleymist að sjá veipið sem stórkostlega lausn fyrir reykingafólk, þ.e. það sé skaðaminnkun fólgin í að fara úr reykingum í veipið sem virðist vera mun skaðminna en tóbaksreykingar,“ segir Halldóra. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Vinda þarf ofan af frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafsígarettur að mati Halldóru Mogensen formanns velferðarnefndar Alþingis. Linda Bauld prófessor við Stirling háskóla í Bretlandi kom fyrir nefndina í morgun og ráðlagði nefndarfólki að grípa tækifærið og nýta rafrettur til tóbaksvarna. Velferðarnefnd Alþingis fékk í dag til sín skoskan prófessor í tengslum við umfjöllun nefndarinnar um frumvarp heilbrigðisráðherra um rafrettur. Prófessorinn lauk nýverið við rannsókn á sextíu þúsund breskum ungmennum þar sem kom fram að engin hætta sé á því að veip leiði ungt fólk út í reykingar síðar meir. ,,Við höfum ekki séð að ungt fólk sem notar rafrettur verði háð tóbaki í Bretlandi,“ segir Linda Bauld. Linda segir að í raun séu tengsl milli aukinnar rafrettunotkunnar og þess að reykingar hafi dregist saman. „Á síðustu árum höfum við séð að á meðan rafrettur hafa verið mjög vinsælar meðal ungmenna í Bretlandi hefur tíðni tíðni tóbaksreykinga dregist verulega saman. Jafnvel meira en þær gerðu áður,“ segir Linda. Linda ráðleggur íslenskum stjórnvöldum að grípa tækifærið sem felist í rafrettum til að komast fyrir tóbaksreykingar og öll þau heilbrigðisvandamál sem þeim fylgja. Í frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafrettur er lagt til að sambærilegar reglur gildi um notkun rafsígarettna og um notkun reyktóbaks og einnig um markaðssetningu og aldursmörk. Halldóra Mogensen formaður velferðarnefndar segir nefndina sammála í stórum dráttum um að vinda þurfi ofan af frumvarpinu eins og það lítur núna út. „Það hafa verið hræðsluviðbrögð við því að ungt fólk hafi verið að ánetjast veipinu og fari mögulega í framhaldinu út í tóbaksreykingar. Meðan það gleymist að sjá veipið sem stórkostlega lausn fyrir reykingafólk, þ.e. það sé skaðaminnkun fólgin í að fara úr reykingum í veipið sem virðist vera mun skaðminna en tóbaksreykingar,“ segir Halldóra.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira