Hetjan í Milwaukee fékk ekki borð eftir að hafa tryggt Bucks sigur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. apríl 2018 23:00 Giannis er stjarnan í Milwaukee og það á að rúlla út rauða dreglinum er hann mætir. vísir/getty Veitingastaðurinn BelAir Cantina gaf frá sér opinbera afsökunarbeiðni í gær þar sem veitingastaðurinn var ansi mikið á milli tannanna á fólki. Stórstjarna NBA-liðs borgarinnar, Giannis Antetokounmpo, hafði þá mætt á veitingastaðinn en fékk enga þjónustu. Eftir að hafa staðið kurteislega í von um þjónustu labbaði hann út. Veitingastaðurinn baðst innilega afsökunar á þessu. Sagði að sigurkarfa Antetokounmpo fyrir Bucks um kvöldið hefði gert það að verkum að staðurinn fylltist af glöðu fólki. Því miður hefðu þeir ekki getað útvegað honum borð strax eins og eðlilegt hefði verið enda hetja borgarinnar.At @BelAirCantina on water street and just watched @Giannis_An34 wait for a table for 10 minutes and no one helped him so he left... Dude just won Milwaukee a playoff game! Get him some service pic.twitter.com/hcjsJfThiA — Morgan (@MoSokanhe) April 22, 2018 Drengurinn sem tísti þessari mynd af gríska fríkinu hér að ofan tísti svo aftur þar sem hann hrósaði stjörnunni fyrir að vera laus við alla stjörnustæla. Hann hefði ekki beðið um neitt og látið sig hverfa hljóðlega eftir tíu mínútna bið. Stjarnan tók þetta mál ekki nærri sér og kærastan hans tísti fyrir hans hönd eins og sjá má hér að neðan.Its all good, much love for you guys also thanks to all of the concerned fans I appreciate your support @BelAirCantinapic.twitter.com/gBKSV3CTGJ — Mariah Danae (@mariahdanae15) April 23, 2018 Fyrir þá sem hafa áhyggjur af því að Giannis hafi ekki fengið neitt að borða geta andað rólega. Hann endaði á pítsastað nálægt þeim sem hann ætlaði upprunalega að fara á. Eigendurnir þar voru yfir sig hressir með að fá hann í heimsókn. Thanks Giannis for stopping in after a huge win today!!! #bucksin6 #fearthedeer #greekfreak A post shared by DiModaPizza (@dimodapizza) on Apr 22, 2018 at 4:10pm PDT NBA Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira
Veitingastaðurinn BelAir Cantina gaf frá sér opinbera afsökunarbeiðni í gær þar sem veitingastaðurinn var ansi mikið á milli tannanna á fólki. Stórstjarna NBA-liðs borgarinnar, Giannis Antetokounmpo, hafði þá mætt á veitingastaðinn en fékk enga þjónustu. Eftir að hafa staðið kurteislega í von um þjónustu labbaði hann út. Veitingastaðurinn baðst innilega afsökunar á þessu. Sagði að sigurkarfa Antetokounmpo fyrir Bucks um kvöldið hefði gert það að verkum að staðurinn fylltist af glöðu fólki. Því miður hefðu þeir ekki getað útvegað honum borð strax eins og eðlilegt hefði verið enda hetja borgarinnar.At @BelAirCantina on water street and just watched @Giannis_An34 wait for a table for 10 minutes and no one helped him so he left... Dude just won Milwaukee a playoff game! Get him some service pic.twitter.com/hcjsJfThiA — Morgan (@MoSokanhe) April 22, 2018 Drengurinn sem tísti þessari mynd af gríska fríkinu hér að ofan tísti svo aftur þar sem hann hrósaði stjörnunni fyrir að vera laus við alla stjörnustæla. Hann hefði ekki beðið um neitt og látið sig hverfa hljóðlega eftir tíu mínútna bið. Stjarnan tók þetta mál ekki nærri sér og kærastan hans tísti fyrir hans hönd eins og sjá má hér að neðan.Its all good, much love for you guys also thanks to all of the concerned fans I appreciate your support @BelAirCantinapic.twitter.com/gBKSV3CTGJ — Mariah Danae (@mariahdanae15) April 23, 2018 Fyrir þá sem hafa áhyggjur af því að Giannis hafi ekki fengið neitt að borða geta andað rólega. Hann endaði á pítsastað nálægt þeim sem hann ætlaði upprunalega að fara á. Eigendurnir þar voru yfir sig hressir með að fá hann í heimsókn. Thanks Giannis for stopping in after a huge win today!!! #bucksin6 #fearthedeer #greekfreak A post shared by DiModaPizza (@dimodapizza) on Apr 22, 2018 at 4:10pm PDT
NBA Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira