Kjósa um breytingu sem myndi heimila fóstureyðingar Margrét Helga Erlingsdóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 25. maí 2018 21:00 Það er mikið í húfi fyrir írskar konur. Vísir/afp Írar kjósa í dag hvort afnema skuli stjórnarskrárákvæði sem kveður á um bann við fóstureyðingum. Kosningaþátttaka er góð og Leo, Varadkar, forsætisráðherra Írlands er bjartsýnn á að breytingin verði samþykkt. Kjörstaðir loka klukkan tíu í kvöld. Talning hefst þá ekki fyrr en á morgun og úrslit því ekki ljóst fyrr en um helgina. Skoðanakannanir sýndu í fyrstu að þeir sem vilja leyfa fóstureyðingar væru með örugga forystu en bilið á milli hópanna tveggja hefur minnkað statt og stöðugt eftir því sem nær hefur dregið kosningunum. Nýjustu skoðanakannanir benda þó til þess að þeir sem vilji frjálsar fóstureyðingar hafi nauman meirihluta, Varadkar, forsætisráðherra, er á meðal þeirra. „Það hefur verið góð kosningaþátttaka fram að þessu úti um allt land og ég vona að niðurstaðan verði „já“ en ég hvet alla til að kjósa. Ég held að góð þátttaka komi já-sinnum til góða. Ávinningurinn af góðum sólardegi á Írlandi er að fólk kemur út og kýs en gallinn er að eftir vinnu gæti það ákveðið að kjósa ekki en vonandi verður góð kosningaþátttaka,“ segir Varadkar.Mannréttindasamtök hafa ítrekað bent á að bannið stríði gegn sjálfsákvörðunarrétti kvenna og geti stofnað lífi þeirra í hættu. Það var ekki fyrr en árið 2013 sem samþykkt var undanþága til að heimila fóstureyðingar ef meðganga ógnar lífi móður. Þá hefur það tíðkast að konur fari úr landi til að fara í fóstureyðingar og í örfáum tilfellum er það gert á hafi úti. Steinunn Rögnvaldsdóttir, kynjafræðingur og annar tveggja höfunda bókarinnar Rof: Frásagnir kvenna af fóstureyðingum, segir, í samtali við Vísi, að það sé mikið í húfi fyrir írskar konur. Hún segir bannið koma verst niður á jaðarsettum konum, eins og innflytjendum og fátækum konum sem eiga erfitt með að ferðast til annarra landa til fara í fóstureyðingu. Netverjar hafa verið duglegir við að tjá skoðun sína á kosningunum á Twitter. Undir myllumerkinu #hometovote hefur fólk lagt fram rök með og á móti og hvatt írska borgara til að nýta kosningaréttinn.No matter what the result is, Ireland's daughters returning from across the world, supported by other women, speaks volumes- we will no longer be silenced#repealthe8th #VoteYes #HometoVote #ImNotCryingYoureCrying— Anya Barton (@AnyaBartz) May 25, 2018 Tengdar fréttir Kjörstaðir opnir á Írlandi Kjörstaðir hafa nú verið opnaðir á Írlandi vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um fóstureyðingar í landinu. 25. maí 2018 07:17 Írar kjósa um afnám banns við fóstureyðingum á morgun: Lögin komi verst niður á jaðarsettum konum Steinunn Rögnvaldsdóttir segir að það sé mikið í húfi fyrir írskar konur á morgun. 24. maí 2018 20:53 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sjá meira
Írar kjósa í dag hvort afnema skuli stjórnarskrárákvæði sem kveður á um bann við fóstureyðingum. Kosningaþátttaka er góð og Leo, Varadkar, forsætisráðherra Írlands er bjartsýnn á að breytingin verði samþykkt. Kjörstaðir loka klukkan tíu í kvöld. Talning hefst þá ekki fyrr en á morgun og úrslit því ekki ljóst fyrr en um helgina. Skoðanakannanir sýndu í fyrstu að þeir sem vilja leyfa fóstureyðingar væru með örugga forystu en bilið á milli hópanna tveggja hefur minnkað statt og stöðugt eftir því sem nær hefur dregið kosningunum. Nýjustu skoðanakannanir benda þó til þess að þeir sem vilji frjálsar fóstureyðingar hafi nauman meirihluta, Varadkar, forsætisráðherra, er á meðal þeirra. „Það hefur verið góð kosningaþátttaka fram að þessu úti um allt land og ég vona að niðurstaðan verði „já“ en ég hvet alla til að kjósa. Ég held að góð þátttaka komi já-sinnum til góða. Ávinningurinn af góðum sólardegi á Írlandi er að fólk kemur út og kýs en gallinn er að eftir vinnu gæti það ákveðið að kjósa ekki en vonandi verður góð kosningaþátttaka,“ segir Varadkar.Mannréttindasamtök hafa ítrekað bent á að bannið stríði gegn sjálfsákvörðunarrétti kvenna og geti stofnað lífi þeirra í hættu. Það var ekki fyrr en árið 2013 sem samþykkt var undanþága til að heimila fóstureyðingar ef meðganga ógnar lífi móður. Þá hefur það tíðkast að konur fari úr landi til að fara í fóstureyðingar og í örfáum tilfellum er það gert á hafi úti. Steinunn Rögnvaldsdóttir, kynjafræðingur og annar tveggja höfunda bókarinnar Rof: Frásagnir kvenna af fóstureyðingum, segir, í samtali við Vísi, að það sé mikið í húfi fyrir írskar konur. Hún segir bannið koma verst niður á jaðarsettum konum, eins og innflytjendum og fátækum konum sem eiga erfitt með að ferðast til annarra landa til fara í fóstureyðingu. Netverjar hafa verið duglegir við að tjá skoðun sína á kosningunum á Twitter. Undir myllumerkinu #hometovote hefur fólk lagt fram rök með og á móti og hvatt írska borgara til að nýta kosningaréttinn.No matter what the result is, Ireland's daughters returning from across the world, supported by other women, speaks volumes- we will no longer be silenced#repealthe8th #VoteYes #HometoVote #ImNotCryingYoureCrying— Anya Barton (@AnyaBartz) May 25, 2018
Tengdar fréttir Kjörstaðir opnir á Írlandi Kjörstaðir hafa nú verið opnaðir á Írlandi vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um fóstureyðingar í landinu. 25. maí 2018 07:17 Írar kjósa um afnám banns við fóstureyðingum á morgun: Lögin komi verst niður á jaðarsettum konum Steinunn Rögnvaldsdóttir segir að það sé mikið í húfi fyrir írskar konur á morgun. 24. maí 2018 20:53 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sjá meira
Kjörstaðir opnir á Írlandi Kjörstaðir hafa nú verið opnaðir á Írlandi vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um fóstureyðingar í landinu. 25. maí 2018 07:17
Írar kjósa um afnám banns við fóstureyðingum á morgun: Lögin komi verst niður á jaðarsettum konum Steinunn Rögnvaldsdóttir segir að það sé mikið í húfi fyrir írskar konur á morgun. 24. maí 2018 20:53