Líkamsleifarnar eru af Arturi Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 25. maí 2018 17:33 Víðtæk leit var gerð að Arturi í mars árið 2017 en án árangurs. Líkamsleifar sem fundust á hafsbotni undan Snæfellsnesi í febrúar eru af Arturi Jarmoszko, 26 ára karlmanni frá Póllandi sem búsettur hafði verið á Íslandi í fimm ár. Þetta eru niðurstöður kennslanefndar.Fréttablaðið greindi fyrst frá en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögreglu lengi grunað að líkamsleifarnar væru af Arturi. Lögð var mikil áhersla á að fá það staðfest með fullri vissu áður en ættingjum Arturs yrði greint frá niðurstöðunni. Engin merki um áverka Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að lögreglan hafi fengið tilkynningu þann 23. febrúar árið 2018 um líkamsleifar sem skipverjar línuskips, sem var við veiðar á Faxaflóa, fundu. Rannsókn réttarmeinafræðings benti til þess að að þarna væri að finna líkamsleifar Arturs.Þann 8. mars var lagt upp í leiðangur á varðskipinu Tý. Utan áhafnar komu einstaklingar frá kafaradeild Landhelgisgæslunnar, kafaradeild ríkislögreglustjóra, starfsmaður frá Teledyna og Árni Kópsson, kafari. Leitin bar ekki árangur fyrr en farið var í annan leiðangur til að endurheimta líkamsleifar af sjávarbotni. Engin merki voru um áverka á líkamshlutunum sem fundust. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill koma til leiðar miklu þakklæti fyrir veitta aðstoð. Fjölskylda Artúrs hefur verið tilkynnt um lyktir leitarinnar. Hún hefur beðið um að fá að syrgja Artur í friði.Leitað var meðal annars meðfram ströndinni í Garðabæ og Kópavogi.Vísir/EyþórUmfangsmikil leit Arturs hafði verið saknað frá mánaðamótum mars og apríl 2017 en síðast var vitað um ferðir Arturs í miðborg Reykjavíkur, seint á þriðjudagskvöldinu 28. febrúar. Eftirlitsmyndavélar sem staðsettar eru á Lækjargötu sýndu Artúr á göngu í miðbænum. Formleg leit að Arturi hófst 12 mars og hófst í vesturbæ Kópavogs. Þegar lögregla valdi fyrsta leitarsvæðið tók hún mið af upplýsingum úr símagögnum sem hún hafði aflað. Leitað var með drónum, bátum, hundum og þyrlu auk þess sem gönguhópar leituðu að honum. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi, stýrði rannsókninni auk þess sem fjölskylda Arturs, sem óttaðist að einhver hefði unnið honum mein, réði einkaspæjara til að hjálpa til við leitina.Tilkynning lögreglu í heild Hér að neðan er hægt að lesa tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í heild sinni: Þann 8.mars 2017 var lögreglu tilkynnt um hvarf Artur Jarmoszko, sem hafði horfið sporlaust þann 1.mars sama ár. Lögregla hóf strax leit, skoðaði síma og tölvugögn og ræddi við fjölskyldu og vini Arturs. Lögregla hafið mjög takmarkaðar upplýsingar til að vinna eftir og bar leit ekki árangur. Þann 23.febrúar 2018 var lögreglu tilkynnt um líkamsleifar sem skipverjar línuskips sem var við veiðar á Faxaflóa fundu. Við rannsókn réttarmeinafræðings komu fram atriði sem bentu til að þar væri að finna líkamsleifar Arturs. Þar sem að um línuskip var að ræða lágu fyrir afar nákvæmar upplýsingar um það hvar líkamsleifarnar fundust. Því var strax byrjað að meta hvernig hægt væri að rannsaka sjávarbotninn á svæðinu nánar. Þann 8. mars 2018 var lagt upp í leiðangur á varðskipinu Tý, en afar margir komu að leiðangrinum en fyrir utan áhöfn Týs komu einstaklingar frá kafardeild Landhelgisgæslu, kafardeild ríkislögreglustjóra, starfsmaður frá Teledyne og Árni Kópsson, kafari. Tilgangur leiðangurs var að leita svæðið með Gavia kafbát Teledyne til að reyna að finna líkamsleifar. Til að gefa hugmynd um stærð leitarinnar þá var leitarsvæðið 180 metra langt og 60 metra breitt – en þar sem svæðið var á 120 metra dýpi er slíkt afar erfitt og tæknilega flókið. Teknar voru 18 þúsundir myndir. Í kjölfarið hófst vinna við greiningu á þeim, en sú greining leiddi af sér að greina mátti hlut af gæti verið líkamshluti. Þann 12-15.3.2018 var farið í annan leiðangur til að endurheimta líkamsleifar af sjávarbotni og gekk það eftir. Eftir rannsókn réttarmeinafræðings, þar á meðal DNA rannsókn, var sýnt fram á að líkamsleifarnar tilheyra Artur Jarmoszko. Engin merki voru um áverka á líkamshlutunum sem fundust. Fjölskyldu Arturs hefur verið tilkynnt um lyktir leitarinnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill koma til leiðar miklu þakklæti fyrir aðstoð í málinu, þar á meðal allra sem getið hefur verið hér að ofan, en ekki síst Björgunarsveitum sem komu að málinu. Fjölskylda Arturs bað um að komið yrði á framfæri að þau óskuðu þess að þeim yrði hlíft við fyrirspurnum vegna málsins og leyft að syrgja Artur í næði. Tengdar fréttir Líkamsleifar fundust undan Snæfellsnesi Líkamsleifar fundust nýverið við Snæfellsnes. 20. mars 2018 12:53 Kennslanefnd verst frétta Kennslanefnd bíður enn eftir niðurstöðum lífsýnarannsóknar í Svíþjóð til að mögulegt verði bera kennsl á þær líkamsleifar sem fundust á hafsbotni um fimmtán til tuttugu sjómílur suður af Malarrifi í síðasta mánuði. 5. apríl 2018 06:00 Birta myndir og myndbönd í von um að Artur finnist Formlegri leit lögreglu er lokið. 21. mars 2017 09:55 Rambo hefur ekki rætt við lögregluna Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi, sem fer fyrir rannsókninni á hvarfi Arturs, segist ekkert hafa heyrt frá Rambo síðan hann hóf störf fyrir fjölskyldu Arturs. 3. maí 2017 07:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Líkamsleifar sem fundust á hafsbotni undan Snæfellsnesi í febrúar eru af Arturi Jarmoszko, 26 ára karlmanni frá Póllandi sem búsettur hafði verið á Íslandi í fimm ár. Þetta eru niðurstöður kennslanefndar.Fréttablaðið greindi fyrst frá en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögreglu lengi grunað að líkamsleifarnar væru af Arturi. Lögð var mikil áhersla á að fá það staðfest með fullri vissu áður en ættingjum Arturs yrði greint frá niðurstöðunni. Engin merki um áverka Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að lögreglan hafi fengið tilkynningu þann 23. febrúar árið 2018 um líkamsleifar sem skipverjar línuskips, sem var við veiðar á Faxaflóa, fundu. Rannsókn réttarmeinafræðings benti til þess að að þarna væri að finna líkamsleifar Arturs.Þann 8. mars var lagt upp í leiðangur á varðskipinu Tý. Utan áhafnar komu einstaklingar frá kafaradeild Landhelgisgæslunnar, kafaradeild ríkislögreglustjóra, starfsmaður frá Teledyna og Árni Kópsson, kafari. Leitin bar ekki árangur fyrr en farið var í annan leiðangur til að endurheimta líkamsleifar af sjávarbotni. Engin merki voru um áverka á líkamshlutunum sem fundust. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill koma til leiðar miklu þakklæti fyrir veitta aðstoð. Fjölskylda Artúrs hefur verið tilkynnt um lyktir leitarinnar. Hún hefur beðið um að fá að syrgja Artur í friði.Leitað var meðal annars meðfram ströndinni í Garðabæ og Kópavogi.Vísir/EyþórUmfangsmikil leit Arturs hafði verið saknað frá mánaðamótum mars og apríl 2017 en síðast var vitað um ferðir Arturs í miðborg Reykjavíkur, seint á þriðjudagskvöldinu 28. febrúar. Eftirlitsmyndavélar sem staðsettar eru á Lækjargötu sýndu Artúr á göngu í miðbænum. Formleg leit að Arturi hófst 12 mars og hófst í vesturbæ Kópavogs. Þegar lögregla valdi fyrsta leitarsvæðið tók hún mið af upplýsingum úr símagögnum sem hún hafði aflað. Leitað var með drónum, bátum, hundum og þyrlu auk þess sem gönguhópar leituðu að honum. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi, stýrði rannsókninni auk þess sem fjölskylda Arturs, sem óttaðist að einhver hefði unnið honum mein, réði einkaspæjara til að hjálpa til við leitina.Tilkynning lögreglu í heild Hér að neðan er hægt að lesa tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í heild sinni: Þann 8.mars 2017 var lögreglu tilkynnt um hvarf Artur Jarmoszko, sem hafði horfið sporlaust þann 1.mars sama ár. Lögregla hóf strax leit, skoðaði síma og tölvugögn og ræddi við fjölskyldu og vini Arturs. Lögregla hafið mjög takmarkaðar upplýsingar til að vinna eftir og bar leit ekki árangur. Þann 23.febrúar 2018 var lögreglu tilkynnt um líkamsleifar sem skipverjar línuskips sem var við veiðar á Faxaflóa fundu. Við rannsókn réttarmeinafræðings komu fram atriði sem bentu til að þar væri að finna líkamsleifar Arturs. Þar sem að um línuskip var að ræða lágu fyrir afar nákvæmar upplýsingar um það hvar líkamsleifarnar fundust. Því var strax byrjað að meta hvernig hægt væri að rannsaka sjávarbotninn á svæðinu nánar. Þann 8. mars 2018 var lagt upp í leiðangur á varðskipinu Tý, en afar margir komu að leiðangrinum en fyrir utan áhöfn Týs komu einstaklingar frá kafardeild Landhelgisgæslu, kafardeild ríkislögreglustjóra, starfsmaður frá Teledyne og Árni Kópsson, kafari. Tilgangur leiðangurs var að leita svæðið með Gavia kafbát Teledyne til að reyna að finna líkamsleifar. Til að gefa hugmynd um stærð leitarinnar þá var leitarsvæðið 180 metra langt og 60 metra breitt – en þar sem svæðið var á 120 metra dýpi er slíkt afar erfitt og tæknilega flókið. Teknar voru 18 þúsundir myndir. Í kjölfarið hófst vinna við greiningu á þeim, en sú greining leiddi af sér að greina mátti hlut af gæti verið líkamshluti. Þann 12-15.3.2018 var farið í annan leiðangur til að endurheimta líkamsleifar af sjávarbotni og gekk það eftir. Eftir rannsókn réttarmeinafræðings, þar á meðal DNA rannsókn, var sýnt fram á að líkamsleifarnar tilheyra Artur Jarmoszko. Engin merki voru um áverka á líkamshlutunum sem fundust. Fjölskyldu Arturs hefur verið tilkynnt um lyktir leitarinnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill koma til leiðar miklu þakklæti fyrir aðstoð í málinu, þar á meðal allra sem getið hefur verið hér að ofan, en ekki síst Björgunarsveitum sem komu að málinu. Fjölskylda Arturs bað um að komið yrði á framfæri að þau óskuðu þess að þeim yrði hlíft við fyrirspurnum vegna málsins og leyft að syrgja Artur í næði.
Tengdar fréttir Líkamsleifar fundust undan Snæfellsnesi Líkamsleifar fundust nýverið við Snæfellsnes. 20. mars 2018 12:53 Kennslanefnd verst frétta Kennslanefnd bíður enn eftir niðurstöðum lífsýnarannsóknar í Svíþjóð til að mögulegt verði bera kennsl á þær líkamsleifar sem fundust á hafsbotni um fimmtán til tuttugu sjómílur suður af Malarrifi í síðasta mánuði. 5. apríl 2018 06:00 Birta myndir og myndbönd í von um að Artur finnist Formlegri leit lögreglu er lokið. 21. mars 2017 09:55 Rambo hefur ekki rætt við lögregluna Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi, sem fer fyrir rannsókninni á hvarfi Arturs, segist ekkert hafa heyrt frá Rambo síðan hann hóf störf fyrir fjölskyldu Arturs. 3. maí 2017 07:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Líkamsleifar fundust undan Snæfellsnesi Líkamsleifar fundust nýverið við Snæfellsnes. 20. mars 2018 12:53
Kennslanefnd verst frétta Kennslanefnd bíður enn eftir niðurstöðum lífsýnarannsóknar í Svíþjóð til að mögulegt verði bera kennsl á þær líkamsleifar sem fundust á hafsbotni um fimmtán til tuttugu sjómílur suður af Malarrifi í síðasta mánuði. 5. apríl 2018 06:00
Birta myndir og myndbönd í von um að Artur finnist Formlegri leit lögreglu er lokið. 21. mars 2017 09:55
Rambo hefur ekki rætt við lögregluna Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi, sem fer fyrir rannsókninni á hvarfi Arturs, segist ekkert hafa heyrt frá Rambo síðan hann hóf störf fyrir fjölskyldu Arturs. 3. maí 2017 07:00