Jói Berg: Ég reyndi að vera rómantískur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. maí 2018 14:00 Jóhann Berg í landsleik gegn Perú í mars. vísir/getty Árið hefur verið magnað hjá Jóhanni Berg Guðmundssyni sem var í lykilhlutverki hjá spútnikliði Burnley í ensku úrvalsdeildinni. Hann fékk svo nýjan samning og er nýbúinn að trúlofa sig. Svo er HM fram undan. Þvílíkt ár. „Persónulega var tímabilið hjá mér gott sem og hjá liðinu. Að ná sjöunda sætinu, sem er Evrópudeildarsæti, var auðvitað magnað afrek. Ég kem því inn í þetta verkefni með bullandi sjálfstraust og hlakka til þess að hjálpa liðinu að gera góða hluti í Rússlandi,“ segir Jóhann Berg kátur í sólinni í Laugardalnum. Það þarf ekki að koma á óvart að Jóhann hafi framlengt samningi sínum við Burnley enda gengur allt upp hjá honum þar. „Við fjölskyldan búum í Manchester og líkar vel þar. Ég spila svo alla leiki fyrir Burnley í úrvalsdeildinni þannig að ég er mjög sáttur við að vera áfram. Ég skrifaði undir samning svo snemma að það reyndi aldrei á áhuga annarra liða,“ segir Jóhann Berg en hann fær að reyna sig í Evrópudeildinni næsta vetur. „Sex stærstu liðin eru langt á undan öllum öðrum og það var því frábært að ná næsta sæti á eftir þeim. Næsta tímabil verður gríðarlega erfitt með Evrópudeildinni og mikið álag. Við förum inn með tilhlökkun og fyrsta markmð er alltaf að halda sætinu í deildinni.“ Jóhann Berg fór í smá frí eftir að ensku úrvalsdeildinni lauk og hann nýtti það frí vel. Bað unnustu sinnar sem sagði já. „Maður er að fullorðnast og ég ákvað að skella mér á skeljarnar. Þetta er algjörlega mitt ár og vonandi heldur það áfram í gegnum sumarið. Við vorum í Bodrum í Tyrklandi og áttum góða stund þar. Ég ákvað að henda mér á skeljarnar og var að reyna að vera nokkuð rómantískur,“ segir Jóhann Berg hamingjusamur. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alfreð: Þarf að skoða hvað ég get gert betur Markahrókurinn Alfreð Finnbogason missti af ellefu leikjum á seinni hluta tímabilsins. 25. maí 2018 13:30 Emil: Fyndin en sönn tölfræði hjá frænda mínum Emil Hallfreðsson er einbeittur á að standa sig vel fyrir Ísland eftir litríkt tímabil á Ítalíu. 24. maí 2018 14:00 Raggi Sig: Það elska allir Íslendinga í Rússlandi Ragnar Sigurðsson ræðir væntanlega stuðning sem íslenska liðið má eiga von á er þeir spila á HM í Rússlandi og einnig framhaldið hjá sér í boltanum. 24. maí 2018 15:00 Gylfi æfir með liðinu eftir örfáa daga: "Er á mjög fínum stað“ Ástandið á Gylfa Þór Sigurðssyni er "bara fínt,“ og mun hann byrja að æfa með íslenska landsliðinu innan tveggja, þriggja daga. 24. maí 2018 11:59 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Sjá meira
Árið hefur verið magnað hjá Jóhanni Berg Guðmundssyni sem var í lykilhlutverki hjá spútnikliði Burnley í ensku úrvalsdeildinni. Hann fékk svo nýjan samning og er nýbúinn að trúlofa sig. Svo er HM fram undan. Þvílíkt ár. „Persónulega var tímabilið hjá mér gott sem og hjá liðinu. Að ná sjöunda sætinu, sem er Evrópudeildarsæti, var auðvitað magnað afrek. Ég kem því inn í þetta verkefni með bullandi sjálfstraust og hlakka til þess að hjálpa liðinu að gera góða hluti í Rússlandi,“ segir Jóhann Berg kátur í sólinni í Laugardalnum. Það þarf ekki að koma á óvart að Jóhann hafi framlengt samningi sínum við Burnley enda gengur allt upp hjá honum þar. „Við fjölskyldan búum í Manchester og líkar vel þar. Ég spila svo alla leiki fyrir Burnley í úrvalsdeildinni þannig að ég er mjög sáttur við að vera áfram. Ég skrifaði undir samning svo snemma að það reyndi aldrei á áhuga annarra liða,“ segir Jóhann Berg en hann fær að reyna sig í Evrópudeildinni næsta vetur. „Sex stærstu liðin eru langt á undan öllum öðrum og það var því frábært að ná næsta sæti á eftir þeim. Næsta tímabil verður gríðarlega erfitt með Evrópudeildinni og mikið álag. Við förum inn með tilhlökkun og fyrsta markmð er alltaf að halda sætinu í deildinni.“ Jóhann Berg fór í smá frí eftir að ensku úrvalsdeildinni lauk og hann nýtti það frí vel. Bað unnustu sinnar sem sagði já. „Maður er að fullorðnast og ég ákvað að skella mér á skeljarnar. Þetta er algjörlega mitt ár og vonandi heldur það áfram í gegnum sumarið. Við vorum í Bodrum í Tyrklandi og áttum góða stund þar. Ég ákvað að henda mér á skeljarnar og var að reyna að vera nokkuð rómantískur,“ segir Jóhann Berg hamingjusamur.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alfreð: Þarf að skoða hvað ég get gert betur Markahrókurinn Alfreð Finnbogason missti af ellefu leikjum á seinni hluta tímabilsins. 25. maí 2018 13:30 Emil: Fyndin en sönn tölfræði hjá frænda mínum Emil Hallfreðsson er einbeittur á að standa sig vel fyrir Ísland eftir litríkt tímabil á Ítalíu. 24. maí 2018 14:00 Raggi Sig: Það elska allir Íslendinga í Rússlandi Ragnar Sigurðsson ræðir væntanlega stuðning sem íslenska liðið má eiga von á er þeir spila á HM í Rússlandi og einnig framhaldið hjá sér í boltanum. 24. maí 2018 15:00 Gylfi æfir með liðinu eftir örfáa daga: "Er á mjög fínum stað“ Ástandið á Gylfa Þór Sigurðssyni er "bara fínt,“ og mun hann byrja að æfa með íslenska landsliðinu innan tveggja, þriggja daga. 24. maí 2018 11:59 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Sjá meira
Alfreð: Þarf að skoða hvað ég get gert betur Markahrókurinn Alfreð Finnbogason missti af ellefu leikjum á seinni hluta tímabilsins. 25. maí 2018 13:30
Emil: Fyndin en sönn tölfræði hjá frænda mínum Emil Hallfreðsson er einbeittur á að standa sig vel fyrir Ísland eftir litríkt tímabil á Ítalíu. 24. maí 2018 14:00
Raggi Sig: Það elska allir Íslendinga í Rússlandi Ragnar Sigurðsson ræðir væntanlega stuðning sem íslenska liðið má eiga von á er þeir spila á HM í Rússlandi og einnig framhaldið hjá sér í boltanum. 24. maí 2018 15:00
Gylfi æfir með liðinu eftir örfáa daga: "Er á mjög fínum stað“ Ástandið á Gylfa Þór Sigurðssyni er "bara fínt,“ og mun hann byrja að æfa með íslenska landsliðinu innan tveggja, þriggja daga. 24. maí 2018 11:59