(V) fyrir veganvæna Reykjavík Þorsteinn V. Einarsson skrifar 25. maí 2018 10:00 Til þess að Reykjavík verði grænni þurfum við að búa til hvata og gera fólki það auðvelt að vera umhverfisvænt. Ekkert okkar getur litið undan þeirri vá sem steðjar að jörðinni enda gerum við öll okkar besta til að lifa grænna og umhverfisvænna lífi. Aðstæður fólks eru samt ólíkar og við förum misjafnar leiðir í að vera umhverfisvæn. Stjórnmálin eiga að auðvelda okkur að velja umhverfisvænan og grænan lífsstíl sem hentar okkar lífsgildum.Valkostir í samgöngum Margt fólk sér ekki fyrir sér að komast á milli staða nema á eigin bíl. Á meðan svo er, og á meðan við sjáum ekki fyrir okkur að geta nýtt strætó, borgarlínu eða hjólað, þá eigum við að geta valið vistvænan fararskjóta. Vinstri græn ætla að auðvelda fólki að skipta út bensín og dísel bílum fyrir umhverfisvænni fararskjóta. Það getum við meðal annars gert með því að fjölga hleðslustöðvum um alla borg, í þéttri byggð og bílastæðahúsum. Á sama tíma þurfum við að gera strætó að raunverulegum valkost fyrir fólk sem reiðir sig á einkabílinn m.a. með sveigjanlegum afsláttarkortum, tíðari ferðum og fleiri forgangsreinum.Vinnum með fólki í að flokka Við erum alltaf að verða betri í að flokka. Flokkum plast og pappír, setjum batteríin í krukku og förum með flöskur í Sorpu. Hendumst út á grenndarstöð eða erum búin að panta sérstakar flokkunartunnur. Hins vegar þarf borgin að gera öllum það auðvelt að flokka og hafa val um hvort fólk geri það heima hjá sér eða nýti sér grenndarstöðvarnar i meira mæli og lækki þannig sorphirðukostnaðinn.Veganvæn borg Talandi um snjallar lausnir. Sprenging hefur orðið á þeim fjölda sem kýs að lifa vegan-lífsstílnum. Lífsstíll friðar og umhverfisverndar. Vinstri græn vilja gera Reykjavík að veganvænni borg meðal annars með því að þróa hvata fyrir veitingastaði til að bjóða upp á sérkmerkta vegan valkosti. Sömuleiðis mætti þróa hvata fyrir verslanir og fyrirtæki til að merkja sérstaklega vistvænar vörur sem sýna fram á lítið kolefnisfótspor við framleiðsluna. Mötuneyti borgarinnar, fyrir starfsfólk og börn, þurfa að taka frekara tillit til þeirra sem velja vegan. Sérstaka hvatningu og jafnvel fjárhagslegan stuðning mætti veita félagasamtökum og einstaklingum sem stuðla að frekari veganvænni og vistvænni Reykjavíkurborg. Höldum áfram á réttri braut í umhverfismálum. Þótt maður upplifi stundum að sitt framlag skipti ekki máli í stóra samhenginu þá er það alltaf þannig að margt smátt gerir eitt stórt. Ég hef staðfasta trú á að við munum standa við okkar skuldbindingu um kolefnishlutleysi og að við getum náð því fyrr en Parísarsáttmálinn kveður á um. Verum róttækir umhverfissinnar saman, eitt skref í einu.Þorsteinn V. Einarsson skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Til þess að Reykjavík verði grænni þurfum við að búa til hvata og gera fólki það auðvelt að vera umhverfisvænt. Ekkert okkar getur litið undan þeirri vá sem steðjar að jörðinni enda gerum við öll okkar besta til að lifa grænna og umhverfisvænna lífi. Aðstæður fólks eru samt ólíkar og við förum misjafnar leiðir í að vera umhverfisvæn. Stjórnmálin eiga að auðvelda okkur að velja umhverfisvænan og grænan lífsstíl sem hentar okkar lífsgildum.Valkostir í samgöngum Margt fólk sér ekki fyrir sér að komast á milli staða nema á eigin bíl. Á meðan svo er, og á meðan við sjáum ekki fyrir okkur að geta nýtt strætó, borgarlínu eða hjólað, þá eigum við að geta valið vistvænan fararskjóta. Vinstri græn ætla að auðvelda fólki að skipta út bensín og dísel bílum fyrir umhverfisvænni fararskjóta. Það getum við meðal annars gert með því að fjölga hleðslustöðvum um alla borg, í þéttri byggð og bílastæðahúsum. Á sama tíma þurfum við að gera strætó að raunverulegum valkost fyrir fólk sem reiðir sig á einkabílinn m.a. með sveigjanlegum afsláttarkortum, tíðari ferðum og fleiri forgangsreinum.Vinnum með fólki í að flokka Við erum alltaf að verða betri í að flokka. Flokkum plast og pappír, setjum batteríin í krukku og förum með flöskur í Sorpu. Hendumst út á grenndarstöð eða erum búin að panta sérstakar flokkunartunnur. Hins vegar þarf borgin að gera öllum það auðvelt að flokka og hafa val um hvort fólk geri það heima hjá sér eða nýti sér grenndarstöðvarnar i meira mæli og lækki þannig sorphirðukostnaðinn.Veganvæn borg Talandi um snjallar lausnir. Sprenging hefur orðið á þeim fjölda sem kýs að lifa vegan-lífsstílnum. Lífsstíll friðar og umhverfisverndar. Vinstri græn vilja gera Reykjavík að veganvænni borg meðal annars með því að þróa hvata fyrir veitingastaði til að bjóða upp á sérkmerkta vegan valkosti. Sömuleiðis mætti þróa hvata fyrir verslanir og fyrirtæki til að merkja sérstaklega vistvænar vörur sem sýna fram á lítið kolefnisfótspor við framleiðsluna. Mötuneyti borgarinnar, fyrir starfsfólk og börn, þurfa að taka frekara tillit til þeirra sem velja vegan. Sérstaka hvatningu og jafnvel fjárhagslegan stuðning mætti veita félagasamtökum og einstaklingum sem stuðla að frekari veganvænni og vistvænni Reykjavíkurborg. Höldum áfram á réttri braut í umhverfismálum. Þótt maður upplifi stundum að sitt framlag skipti ekki máli í stóra samhenginu þá er það alltaf þannig að margt smátt gerir eitt stórt. Ég hef staðfasta trú á að við munum standa við okkar skuldbindingu um kolefnishlutleysi og að við getum náð því fyrr en Parísarsáttmálinn kveður á um. Verum róttækir umhverfissinnar saman, eitt skref í einu.Þorsteinn V. Einarsson skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun