Lífið

Konan sem á að rústa Eurovision

Stefán Árni Pálsson skrifar
Netta Barzilai er 25 ára og vann undankeppnina í Ísrael með yfirburðum.
Netta Barzilai er 25 ára og vann undankeppnina í Ísrael með yfirburðum.
Hin 25 ára Netta Barzilai frá Ísrael er talin langlíklegust til að vinna Eurovision í Lissabon í næsta mánuði. Hún er efst í öllum veðbönkum um alla Evrópu en hún flytur lagið Toy á fyrra undanúrslitakvöldinu 8. maí, rétt eins og Ari Ólafsson sem flytur lagið Our Choice.

Veðbankar spá Ara ekki góðu gengi í Eurovision og spáir í raun enginn veðbanki að hann komist upp úr undanriðlinum.

Netta er aftur á móti að slá í gegn og hefur til að mynda verið horft tólf milljón sinnum á Eurovision-myndband hennar á YouTube en það er langmest af öllum keppendum í ár.

Hún vann undankeppnina í Ísrael með miklum yfirburðum  en stíll hennar þykir mjög framúrstefnulegur og skemmtilegur.

Netta notar tæknina vel í atriði sínu og styðst við það sem kallast Voice-Loop. Hér að neðan má hlusta á lagið sem er talið sigurstranglegast.

Ari Ólafsson kom fram á stórtónleikum í Tel Aviv í vikunni og komst vel í gegnum sinn flutning þrátt fyrir tæknilegir erfileikar hafi komið upp á sviðinu.

Svokallað innra eyra klikkaði hjá Ara og slökknaði á risaskjá fyrir aftan hann í miðjum flutningi. Hann flutti lagið fyrir framan tólf þúsund manns og er í miklu kynningarstarfi um alla Evrópu. Hér að neðan má sjá flutning Ara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.