Stuðningsfulltrúinn verður ákærður fyrir brot gegn börnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. apríl 2018 11:16 Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldið á Hólmsheiði frá 19. janúar. Vísir/GVA Stuðningsfulltrúi sem starfaði hjá Reykjavíkurborg verður ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í samtali við Vísi en Mbl.is greindi fyrst frá. Rannsókn lögreglu á málinu lauk fyrir páska og var þá sent embætti héraðssaksóknara. Stuðningsfulltrúinn, sem er á fimmtugsaldri, hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar en gæsluvarðhald hans á grundvelli almannahagsmuna rennur út á morgun. Hann mun þá hafa setið inni í tólf vikur sem er hámarkstími varðhalds án þess að ákæra sé gefin út. Kolbrún segir að ásamt því að ákæra verði gefin út á morgun verði farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fulltrúanum.Byrjaði á að kenna börnunum að þrífa sig Maðurinn er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn sjö börnum en flest brotin eiga að hafa átt sér stað á heimili mannsins. Fórnarlömb hans hafa sum hver stigið fram og lýst brotum mannsins. Einn, sem er tvítugur í dag, segir fulltrúann hafa brotið á sér frá því hann var átta ára og til fjórtán ára aldurs. Fulltrúinn hafi sannfært sig um að segja engum frá. Eftir að þú ert búinn að vinna inn traust hjá einhverjum þá er maður ekki endilega að fara segja frá strax. Ekki fyrr en maður er orðinn aðeins þroskaðari til að skilja hvað hann gerði,“ segir hann og lýsir aðferðum mannsins. „Hann leyfði mér að spila tölvuleiki eins og ég vildi, velja í matinn, gefa mér pening. Þetta byrjaði fyrst í sturtunni þar sem hann byrjaði að kenna mér að þrífa sjálfan mig. Svo leiddist þetta út í meira. Ég var bara barn á þeim tíma og vissi ekkert hvað var í gangi í raun og veru.“Þá hefur komið fram að mistök voru gerð hjá Reykjavíkurborg þegar maðurinn var tilkynntur árið 2008. Þar sem meintu brot mannsins áttu sér stað utan vistheimilisins komu samstarfsmenn mannsins af fjöllum þegar maðurinn var handtekinn. Börnin á vistheimilinu hefðu aldrei kvartað yfir manninum. Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Stuðningsfulltrúi sem starfaði hjá Reykjavíkurborg verður ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í samtali við Vísi en Mbl.is greindi fyrst frá. Rannsókn lögreglu á málinu lauk fyrir páska og var þá sent embætti héraðssaksóknara. Stuðningsfulltrúinn, sem er á fimmtugsaldri, hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar en gæsluvarðhald hans á grundvelli almannahagsmuna rennur út á morgun. Hann mun þá hafa setið inni í tólf vikur sem er hámarkstími varðhalds án þess að ákæra sé gefin út. Kolbrún segir að ásamt því að ákæra verði gefin út á morgun verði farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fulltrúanum.Byrjaði á að kenna börnunum að þrífa sig Maðurinn er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn sjö börnum en flest brotin eiga að hafa átt sér stað á heimili mannsins. Fórnarlömb hans hafa sum hver stigið fram og lýst brotum mannsins. Einn, sem er tvítugur í dag, segir fulltrúann hafa brotið á sér frá því hann var átta ára og til fjórtán ára aldurs. Fulltrúinn hafi sannfært sig um að segja engum frá. Eftir að þú ert búinn að vinna inn traust hjá einhverjum þá er maður ekki endilega að fara segja frá strax. Ekki fyrr en maður er orðinn aðeins þroskaðari til að skilja hvað hann gerði,“ segir hann og lýsir aðferðum mannsins. „Hann leyfði mér að spila tölvuleiki eins og ég vildi, velja í matinn, gefa mér pening. Þetta byrjaði fyrst í sturtunni þar sem hann byrjaði að kenna mér að þrífa sjálfan mig. Svo leiddist þetta út í meira. Ég var bara barn á þeim tíma og vissi ekkert hvað var í gangi í raun og veru.“Þá hefur komið fram að mistök voru gerð hjá Reykjavíkurborg þegar maðurinn var tilkynntur árið 2008. Þar sem meintu brot mannsins áttu sér stað utan vistheimilisins komu samstarfsmenn mannsins af fjöllum þegar maðurinn var handtekinn. Börnin á vistheimilinu hefðu aldrei kvartað yfir manninum.
Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira