Guardian fjallar um „morðið sem skók Ísland“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. apríl 2018 10:24 Fjölmargir björgunarsveitarmenn leituðu Birnu. Vísir/Landsbjörg Grímur Grímsson, sem stýrði rannsókninni á morðinu á Birnu Brjánsdóttur, segist óska þess að lögreglan hefði brugðist fyrr við óskum Sigurlaugar Hreinsdóttur, móður Birnu, að hefja leit að henni. Þetta segir Grímur í viðtali við breska blaðið The Guardian en á vef blaðsins var í dag birt ítarleg úttekt á málinu undir yfirskriftinni „Morðið sem skók Ísland“. Grímur segist vera stoltur af rannsókn lögreglunnar en spyr sig sem fyrr segir hvort að lögreglan hefði átt að bregðast fyrr við þegar tilkynnt var um hvarf Birnu. „Eitt af því sem ég hef hugsað mikið um er þetta: Ættu að líða 24 tímar þangað til við bregðumst við þegar fólk er tilkynnt týnt. Eða ætti það að vera matskenndara?,“ spyr Grímur. Tilkynnt var um hvarf Birnu þann 14. janúar 2017 en skipulögð leit hófst þann 16. janúar en í millitíðinni höfðu fjölskylda og vinir Birnu ásamt sjálfboðaliðum hafið leit. Í úttekt Guardian er einnig rætt við Sigurlaugu sem segist vera þakklát fyrir þann stuðning sem henni og fjölskyldu hennar var sýndur, en að hún hafi hafnað því að sérstakur dagur yrði helgaður minningu Birnu, í nafni einingar. „Það var enginn tilgangur með þessu. Ég verð æf þegar það er talað um að þjóðin hafi staðið saman. Það eru órar: Þetta fallega land í hinu frosna norði þar sem allir standa saman...Ég held að það sé ekki heilbrigt fyrir Íslendinga að hugsa um sig sem eitthvað sérstaka á þennan hátt,“ segir Sigurlaug. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Grímur Grímsson, sem stýrði rannsókninni á morðinu á Birnu Brjánsdóttur, segist óska þess að lögreglan hefði brugðist fyrr við óskum Sigurlaugar Hreinsdóttur, móður Birnu, að hefja leit að henni. Þetta segir Grímur í viðtali við breska blaðið The Guardian en á vef blaðsins var í dag birt ítarleg úttekt á málinu undir yfirskriftinni „Morðið sem skók Ísland“. Grímur segist vera stoltur af rannsókn lögreglunnar en spyr sig sem fyrr segir hvort að lögreglan hefði átt að bregðast fyrr við þegar tilkynnt var um hvarf Birnu. „Eitt af því sem ég hef hugsað mikið um er þetta: Ættu að líða 24 tímar þangað til við bregðumst við þegar fólk er tilkynnt týnt. Eða ætti það að vera matskenndara?,“ spyr Grímur. Tilkynnt var um hvarf Birnu þann 14. janúar 2017 en skipulögð leit hófst þann 16. janúar en í millitíðinni höfðu fjölskylda og vinir Birnu ásamt sjálfboðaliðum hafið leit. Í úttekt Guardian er einnig rætt við Sigurlaugu sem segist vera þakklát fyrir þann stuðning sem henni og fjölskyldu hennar var sýndur, en að hún hafi hafnað því að sérstakur dagur yrði helgaður minningu Birnu, í nafni einingar. „Það var enginn tilgangur með þessu. Ég verð æf þegar það er talað um að þjóðin hafi staðið saman. Það eru órar: Þetta fallega land í hinu frosna norði þar sem allir standa saman...Ég held að það sé ekki heilbrigt fyrir Íslendinga að hugsa um sig sem eitthvað sérstaka á þennan hátt,“ segir Sigurlaug.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira