Fölsk játning gerði hann gráhærðan Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. apríl 2018 06:43 Um 99% allra sem dregnir eru fyrir dóm í Kína eru að lokum dæmdir. Flest málanna byggja á játningum. Guardian Hið minnsta 45 kínverskir fangar hafa verið neyddir til að játa á sig brot fyrir framan sjónvarpsmyndavélar frá árinu 2013. Að mati mannréttindasamtakanna Safeguard Defenders verða kínversk stjórnvöld að hætta þessari iðju sinni og biðla samtökin til alþjóðasamfélagsins að bregðast við. Í skýrslu samtakanna, sem reifuð er á vef Guardian, kemur fram að kínverskir lögreglumenn hafi látið tugi fanga fá í hendurnar handrit sem þeim er gert að leggja á minnið. Ekki aðeins þurfa fangarnir að læra textann heldur skal hann fluttur á sannfærandi máta. Lögreglumenn segja því föngunum hvar skuli taka pásur, horfa í myndavélina og jafnvel gráta. Þá séu fangarnir einnig klæddir upp af lögreglumönnunum og jafnvel farðaðir í einhverju tifellum. Einn fanganna lýsir því hvernig allt ferlið hafi tekið um sjö klukkustundir, frá því að hann fékk handritið í hendurnar og þangað til lögregluleikstjórinn slökkti á vélinni. Lokaafurðin hafi verið nokkurra mínútna, samanklippt myndskeið. Aðrir fangar lýsa fjölmörgum tökum eftir að lögreglumenn höfðu lýst yfir óánægju sína með flutning fanganna á handritinu. „Lögreglan hótaði því að ef ég væri ekki samvinnuþýður myndi ég fá langan fangelsisdóm. Ég myndi missa vinnuna, fjölskyldan myndi yfirgefa mig og ég myndi glata orðspori mínu fyrir lífstíð. Ég var aðeins 39 ára gamall, hin gríðarlega pressa og þjáningin sem þessu fylgdi gerði mig gráhærðan,“ er haft eftir einum fanganna í skýrslunni sem kallaður er Li. Flestar játningarnar fara fram í fangelsum, jafnvel á bak við lás og slá og er fanginn þá oftar en ekki klæddur í appelsínugulan fangabúning. Í nær öllum tilfellum er játningunum sjónvarpað áður en fanginn hefur verið leiddur fyrir dómara, sem brýtur gegn hugmyndinni um að allir séu saklaus þangað til sekt er sönnuð. Kínverskir dómstólar eru með 99% sakfellingarhlutfall og byggja flestar sakfellingar á játningum sakborninga. Fimm fanganna sem skýrslan fjallar um hafa nú dregið játningu sína til baka. Síðan Xi Jinping tók við forsetataumunum í Kína hefur verið herjað á baráttufólk fyrir mannréttindum í landinu, sem og lögmenn þeirra. Handtökur þeirra hlaupa á þúsundum frá árinu 2012. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Hið minnsta 45 kínverskir fangar hafa verið neyddir til að játa á sig brot fyrir framan sjónvarpsmyndavélar frá árinu 2013. Að mati mannréttindasamtakanna Safeguard Defenders verða kínversk stjórnvöld að hætta þessari iðju sinni og biðla samtökin til alþjóðasamfélagsins að bregðast við. Í skýrslu samtakanna, sem reifuð er á vef Guardian, kemur fram að kínverskir lögreglumenn hafi látið tugi fanga fá í hendurnar handrit sem þeim er gert að leggja á minnið. Ekki aðeins þurfa fangarnir að læra textann heldur skal hann fluttur á sannfærandi máta. Lögreglumenn segja því föngunum hvar skuli taka pásur, horfa í myndavélina og jafnvel gráta. Þá séu fangarnir einnig klæddir upp af lögreglumönnunum og jafnvel farðaðir í einhverju tifellum. Einn fanganna lýsir því hvernig allt ferlið hafi tekið um sjö klukkustundir, frá því að hann fékk handritið í hendurnar og þangað til lögregluleikstjórinn slökkti á vélinni. Lokaafurðin hafi verið nokkurra mínútna, samanklippt myndskeið. Aðrir fangar lýsa fjölmörgum tökum eftir að lögreglumenn höfðu lýst yfir óánægju sína með flutning fanganna á handritinu. „Lögreglan hótaði því að ef ég væri ekki samvinnuþýður myndi ég fá langan fangelsisdóm. Ég myndi missa vinnuna, fjölskyldan myndi yfirgefa mig og ég myndi glata orðspori mínu fyrir lífstíð. Ég var aðeins 39 ára gamall, hin gríðarlega pressa og þjáningin sem þessu fylgdi gerði mig gráhærðan,“ er haft eftir einum fanganna í skýrslunni sem kallaður er Li. Flestar játningarnar fara fram í fangelsum, jafnvel á bak við lás og slá og er fanginn þá oftar en ekki klæddur í appelsínugulan fangabúning. Í nær öllum tilfellum er játningunum sjónvarpað áður en fanginn hefur verið leiddur fyrir dómara, sem brýtur gegn hugmyndinni um að allir séu saklaus þangað til sekt er sönnuð. Kínverskir dómstólar eru með 99% sakfellingarhlutfall og byggja flestar sakfellingar á játningum sakborninga. Fimm fanganna sem skýrslan fjallar um hafa nú dregið játningu sína til baka. Síðan Xi Jinping tók við forsetataumunum í Kína hefur verið herjað á baráttufólk fyrir mannréttindum í landinu, sem og lögmenn þeirra. Handtökur þeirra hlaupa á þúsundum frá árinu 2012.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent