Blettaskallaskáldskapur Þorvaldur Gylfason skrifar 12. apríl 2018 07:00 Þetta gerðist. Lögreglan kom þar að sem hópur manna hafði brotizt inn í höfuðstöðvar demókrata í Watergate-byggingunni í Washington að næturlagi til að ræna skjölum sem menn Nixons forseta hugðust nota honum til framdráttar í forsetakosningunum þá um haustið. Þegar lögreglan kom á vettvang hafði innbrotsþjófunum tekizt að forða sér öllum nema einum. Hann var handsamaður. Þetta þótti sumum ranglátt: Að taka bara einn þegar allir hinir sluppu! Fjórðungur þingmanna lagði til í þinginu að ræninginn sem var handsamaður skyldi opinberlega beðinn afsökunar á að hafa verið ákærður og dæmdur. Byrjum aftur. Þetta gerðist auðvitað ekki að öðru leyti en því að innbrotið var sem sagt framið í júní 1972, ræningjarnir voru allir handteknir á staðnum, ákærðir og dæmdir í fangelsi og Nixon forseti hrökklaðist frá völdum tveim árum síðar þegar ljóst var orðið að hann hafði verið með í ráðum og hindrað framgang réttvísinnar með því að reyna að hylja spor þjófanna. Hann vissi sem var að hefði hann ekki sagt af sér hefði þingið sett hann af.„Af stórfelldu gáleysi“Þingsályktunartillaga 15 þingmanna um að Alþingi biðji fv. forsætisráðherra afsökunar á að hafa ákært hann 2010 fyrir vanrækslu í aðdraganda hrunsins afhjúpar skeytingarleysi um lög og rétt og um fórnarlömb hrunsins sem misstu heimili sín og aleigu þúsundum saman eins og Agnar Kr. Þorsteinsson tölvunarfræðingur lýsti í leiftrandi grein í Stundinni. Alþingi ákærði ráðherrann m.a. fyrir „alvarlega vanrækslu á starfsskyldum sínum sem forsætisráðherra andspænis stórfelldri hættu sem vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði, hættu sem vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði, hættu sem honum var eða mátti vera kunnugt um og hefði getað brugðist við ...“ Sé maður ákærður og síðan fundinn saklaus fyrir rétti kann að vera ástæða til að biðja hann afsökunar. Sé framið dómsmorð, þ.e. sé saklaus maður dæmdur, er full ástæða til að biðja hann afsökunar. Hvorugt á við um tillöguna sem liggur nú fyrir Alþingi. Landsdómur undir forustu forseta Hæstaréttar dæmdi ráðherrann fv. sekan um brot gegn stjórnarskránni en gerði honum ekki refsingu þar eð um fyrsta brot var að ræða. Flutningsmenn þingályktunartillögunnar fullyrða í greinargerð: „Niðurstaða landsdóms sýnir að ekki var tilefni til ákæru.“ Þessi fullyrðing er úr lausu lofti gripin enda fór Landsdómur hörðum orðum um embættisfærslu ráðherrans í dómi sínum þar sem segir m.a.: „Ákærði er í máli þessu sakfelldur fyrir að hafa af stórfelldu gáleysi látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni eins og fyrirskipað er í 17. gr. stjórnarskrárinnar, þrátt fyrir að honum hlaut að vera ljós sá háski, sem vofði yfir bankakerfinu og þar með heill ríkisins … með þeim afleiðingum að ekki var um þau málefni fjallað á vettvangi ríkisstjórnarinnar.“ Þá verður fjandinn laus Þingmennirnir 15 eru ekki einir á báti. Margir repúblikanar á Bandaríkjaþingi krefjast þess nú líkt og forsetinn að Robert Mueller saksóknara sem rannsakar meint ólögleg Rússatengsl Trumps forseta og manna hans verði vikið frá störfum og rannsóknin lögð niður. Þessa kröfu leggja repúblikanar fram enda þótt einn maður hafi þegar fengið dóm og þrír aðrir hafi þegar verið ákærðir fyrir lögbrot sem saksóknarinn komst að. Mennirnir hegða sér eins og þeir kunni ekki að hugsa eða kunni ekki að skammast sín. Húsleit alríkislögreglunnar FBI hjá einkalögfræðingi forsetans fyrr í vikunni vegna meintra lögbrota og hörð viðbrögð forsetans við húsleitinni þykja nú hafa aukið líkurnar á að forsetinn víki Mueller saksóknara úr starfi. Þá verður fjandinn laus líkt og eftir innbrotið í Watergate 1972.Kveðja til Trumps Luigi Zingales er Ítali, prófessor í hagfræði í Chicago-háskóla. Hann birti grein í New York Times eftir kosningarnar 2016 til að vara andstæðinga Trumps, nýkjörins forseta, við því að hæðast um of að honum. Það mun engum árangri skila, sagði Zingales. Ítalar gerðu endalaust grín að Silvio Berlusconi og sátu samt uppi með hann sem forsætisráðherra von úr viti. Ég leyfi mér samt að skilja eftirfarandi limru Kristjáns Hreinssonar skálds og heimspekings um Káin, vestur-íslenzka skáldið, svo að hún fjalli um frísúru Trumps Bandaríkjaforseta sem vakti fyrir nokkru heimsathygli þegar léttur vindur lék um höfuð forsetans:Víst náði hann Káinn til Klettafjallaog komst þarna stundum í rétta halla,hann settist þar aðvar sáttur við þaðen svo var hann líka með blettaskalla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund Skoðun Skoðun Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þetta gerðist. Lögreglan kom þar að sem hópur manna hafði brotizt inn í höfuðstöðvar demókrata í Watergate-byggingunni í Washington að næturlagi til að ræna skjölum sem menn Nixons forseta hugðust nota honum til framdráttar í forsetakosningunum þá um haustið. Þegar lögreglan kom á vettvang hafði innbrotsþjófunum tekizt að forða sér öllum nema einum. Hann var handsamaður. Þetta þótti sumum ranglátt: Að taka bara einn þegar allir hinir sluppu! Fjórðungur þingmanna lagði til í þinginu að ræninginn sem var handsamaður skyldi opinberlega beðinn afsökunar á að hafa verið ákærður og dæmdur. Byrjum aftur. Þetta gerðist auðvitað ekki að öðru leyti en því að innbrotið var sem sagt framið í júní 1972, ræningjarnir voru allir handteknir á staðnum, ákærðir og dæmdir í fangelsi og Nixon forseti hrökklaðist frá völdum tveim árum síðar þegar ljóst var orðið að hann hafði verið með í ráðum og hindrað framgang réttvísinnar með því að reyna að hylja spor þjófanna. Hann vissi sem var að hefði hann ekki sagt af sér hefði þingið sett hann af.„Af stórfelldu gáleysi“Þingsályktunartillaga 15 þingmanna um að Alþingi biðji fv. forsætisráðherra afsökunar á að hafa ákært hann 2010 fyrir vanrækslu í aðdraganda hrunsins afhjúpar skeytingarleysi um lög og rétt og um fórnarlömb hrunsins sem misstu heimili sín og aleigu þúsundum saman eins og Agnar Kr. Þorsteinsson tölvunarfræðingur lýsti í leiftrandi grein í Stundinni. Alþingi ákærði ráðherrann m.a. fyrir „alvarlega vanrækslu á starfsskyldum sínum sem forsætisráðherra andspænis stórfelldri hættu sem vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði, hættu sem vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði, hættu sem honum var eða mátti vera kunnugt um og hefði getað brugðist við ...“ Sé maður ákærður og síðan fundinn saklaus fyrir rétti kann að vera ástæða til að biðja hann afsökunar. Sé framið dómsmorð, þ.e. sé saklaus maður dæmdur, er full ástæða til að biðja hann afsökunar. Hvorugt á við um tillöguna sem liggur nú fyrir Alþingi. Landsdómur undir forustu forseta Hæstaréttar dæmdi ráðherrann fv. sekan um brot gegn stjórnarskránni en gerði honum ekki refsingu þar eð um fyrsta brot var að ræða. Flutningsmenn þingályktunartillögunnar fullyrða í greinargerð: „Niðurstaða landsdóms sýnir að ekki var tilefni til ákæru.“ Þessi fullyrðing er úr lausu lofti gripin enda fór Landsdómur hörðum orðum um embættisfærslu ráðherrans í dómi sínum þar sem segir m.a.: „Ákærði er í máli þessu sakfelldur fyrir að hafa af stórfelldu gáleysi látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni eins og fyrirskipað er í 17. gr. stjórnarskrárinnar, þrátt fyrir að honum hlaut að vera ljós sá háski, sem vofði yfir bankakerfinu og þar með heill ríkisins … með þeim afleiðingum að ekki var um þau málefni fjallað á vettvangi ríkisstjórnarinnar.“ Þá verður fjandinn laus Þingmennirnir 15 eru ekki einir á báti. Margir repúblikanar á Bandaríkjaþingi krefjast þess nú líkt og forsetinn að Robert Mueller saksóknara sem rannsakar meint ólögleg Rússatengsl Trumps forseta og manna hans verði vikið frá störfum og rannsóknin lögð niður. Þessa kröfu leggja repúblikanar fram enda þótt einn maður hafi þegar fengið dóm og þrír aðrir hafi þegar verið ákærðir fyrir lögbrot sem saksóknarinn komst að. Mennirnir hegða sér eins og þeir kunni ekki að hugsa eða kunni ekki að skammast sín. Húsleit alríkislögreglunnar FBI hjá einkalögfræðingi forsetans fyrr í vikunni vegna meintra lögbrota og hörð viðbrögð forsetans við húsleitinni þykja nú hafa aukið líkurnar á að forsetinn víki Mueller saksóknara úr starfi. Þá verður fjandinn laus líkt og eftir innbrotið í Watergate 1972.Kveðja til Trumps Luigi Zingales er Ítali, prófessor í hagfræði í Chicago-háskóla. Hann birti grein í New York Times eftir kosningarnar 2016 til að vara andstæðinga Trumps, nýkjörins forseta, við því að hæðast um of að honum. Það mun engum árangri skila, sagði Zingales. Ítalar gerðu endalaust grín að Silvio Berlusconi og sátu samt uppi með hann sem forsætisráðherra von úr viti. Ég leyfi mér samt að skilja eftirfarandi limru Kristjáns Hreinssonar skálds og heimspekings um Káin, vestur-íslenzka skáldið, svo að hún fjalli um frísúru Trumps Bandaríkjaforseta sem vakti fyrir nokkru heimsathygli þegar léttur vindur lék um höfuð forsetans:Víst náði hann Káinn til Klettafjallaog komst þarna stundum í rétta halla,hann settist þar aðvar sáttur við þaðen svo var hann líka með blettaskalla.
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun