Kim ætlar að loka skotpöllum og tilraunasvæðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. september 2018 09:14 Moon bauð Kim til Seúl. Vísir/Getty Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, samþykkti á fundi með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að einum aðal eldflaugaskotpalli ríkisins yrði lokað. Þá stefna ríkin á afkjarnorkuvopnavæðingu Kóreu-skagans. BBC greinir frá.Þetta kom fram í máli Moon eftir sögulega fundi hans og Kim í Pyongyang. Aðalumræðuefni fundarins var téð afkjarnorkuvopnavæðing skagans en Kim og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, samþykktu á fundi þeirra fyrr á árinu að stefnt yrði að því að markmiði. Lítið hefur hins vegar þokast í þeim málum eftir þann fund.Nú virðist ætla að verða breyting á því en Moon sagði að Kim hafi samþykkt að eldflaugaskotpallur og prófunarsvæði í Tongchang-ri, sem er einn aðalvettvangur eldlaugaprófana Norður-Kórea yrði lokað til frambúðar. Enn fremur var samþykkt að það yrði gert undir eftirliti alþjóðlegra sérfræðinga.Ætla sér að sækja um að halda ÓlympíuleikanaÞá sagði Moon einnig að Kim hafi samþykkt að loka kjarnorkuverinu í Yongbyon þar sem talið er að efni í kjarnorkusprengjutilraunir Norður-Kóreu hafi verið framleitt.Þá samþykktu leiðtogarnir einnig að stefnt yrði að tengja saman ríkin tvö með járnbrautarlest, meiri samvinnu í heilbrigðismálum og að fleiri fjölskyldum sem aðskildar hafa verið frá því að ríkjunum var skipt í tvennt eftir seinni heimsstyrjöldinni yrði gert kleift að sameinast á ný.Fundur leiðtoganna tveggja þykir vera stórt skref í átt að bættum samskiptum ríkjanna en meðal þess sem samþykkt var á fundunum var að þjóðirnar ætli sér að sækja sameiginlega um að halda Ólympíuleikana árið 2032. Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Leiðtogar Kóreuríkjanna föðmuðust við upphaf heimsóknar Moon til Pyongyang Mörg hundruð Norður-Kóreumanna tóku á móti suður-kóreska forsetanum á flugvellinum í Pyongyang og veifuðu fánum. 18. september 2018 08:21 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, samþykkti á fundi með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að einum aðal eldflaugaskotpalli ríkisins yrði lokað. Þá stefna ríkin á afkjarnorkuvopnavæðingu Kóreu-skagans. BBC greinir frá.Þetta kom fram í máli Moon eftir sögulega fundi hans og Kim í Pyongyang. Aðalumræðuefni fundarins var téð afkjarnorkuvopnavæðing skagans en Kim og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, samþykktu á fundi þeirra fyrr á árinu að stefnt yrði að því að markmiði. Lítið hefur hins vegar þokast í þeim málum eftir þann fund.Nú virðist ætla að verða breyting á því en Moon sagði að Kim hafi samþykkt að eldflaugaskotpallur og prófunarsvæði í Tongchang-ri, sem er einn aðalvettvangur eldlaugaprófana Norður-Kórea yrði lokað til frambúðar. Enn fremur var samþykkt að það yrði gert undir eftirliti alþjóðlegra sérfræðinga.Ætla sér að sækja um að halda ÓlympíuleikanaÞá sagði Moon einnig að Kim hafi samþykkt að loka kjarnorkuverinu í Yongbyon þar sem talið er að efni í kjarnorkusprengjutilraunir Norður-Kóreu hafi verið framleitt.Þá samþykktu leiðtogarnir einnig að stefnt yrði að tengja saman ríkin tvö með járnbrautarlest, meiri samvinnu í heilbrigðismálum og að fleiri fjölskyldum sem aðskildar hafa verið frá því að ríkjunum var skipt í tvennt eftir seinni heimsstyrjöldinni yrði gert kleift að sameinast á ný.Fundur leiðtoganna tveggja þykir vera stórt skref í átt að bættum samskiptum ríkjanna en meðal þess sem samþykkt var á fundunum var að þjóðirnar ætli sér að sækja sameiginlega um að halda Ólympíuleikana árið 2032.
Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Leiðtogar Kóreuríkjanna föðmuðust við upphaf heimsóknar Moon til Pyongyang Mörg hundruð Norður-Kóreumanna tóku á móti suður-kóreska forsetanum á flugvellinum í Pyongyang og veifuðu fánum. 18. september 2018 08:21 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Leiðtogar Kóreuríkjanna föðmuðust við upphaf heimsóknar Moon til Pyongyang Mörg hundruð Norður-Kóreumanna tóku á móti suður-kóreska forsetanum á flugvellinum í Pyongyang og veifuðu fánum. 18. september 2018 08:21