Brown, sem er fjórtán ára gömul, varð skotspónn nettrölla sem bjuggu til myllumerkið „Tökum niður Millie Bobby Brown“ eða #TakeDownMillieBobbyBrown sem hefur farið víða um forritið og hófst í fyrra.
It started with this. Then she tweeted #takedownmilliebobbybrown which her followers jumped on and it became a full blown meme pic.twitter.com/AqDg04Vcwt
— j (@mydrugismybabe) June 10, 2018
Engar sannanir eru fyrir því að þetta hafi yfir höfuð gerst því í framhaldinu komu fram alls konar lygasögur um Brown, þess efnis að hún væri haldin fordómum gegn samkynhneigðum þrátt fyrir að vera yfirlýstur stuðningsmaður GLAAD-hreyfinguna sem miðað að viðurkenningu undirskipaðra hópa í samfélaginu.
Ýmsir netverjar hafa komið leikkonunni til varnar.
Ein segir: „Vá, mannkynið er svo slæmt. Þið lögðuð Millie Bobby Brown í einelti með þeim afleiðingum að hún hætti á Twitter. Ég vona að þið séuð ánægð með að hafa rifið niður fjórtán ára stelpu (sem er farsælli en þið verðið nokkurn tíman).“