Erlent

Millie Bobby Brown hættir á Twitter vegna neteineltis

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Millie Bobby Brown hefur orðið fyrir barðinu á neteinelti og ákvað að hætta á Twitter í kjölfarið.
Millie Bobby Brown hefur orðið fyrir barðinu á neteinelti og ákvað að hætta á Twitter í kjölfarið. Vísir/getty
Stranger Things stjarnan Millie Bobby Brown neyddist til þess að eyða Twitter-reikningnum sínum vegna þess að grimmúðlegir netverjar tóku hana fyrir og lögðu hana í einelti. 

Brown, sem er fjórtán ára gömul, varð skotspónn nettrölla sem bjuggu til myllumerkið „Tökum niður Millie Bobby Brown“ eða #TakeDownMillieBobbyBrown sem hefur farið víða um forritið og hófst í fyrra.

Forsaga málsins er sú að einn Twitter-notandi sakaði leikkonuna ungu um fordóma. Stelpa að nafni Kelsey Fiona segist hafa hitt Brown á flugvelli og beðið hana um mynd með sér og segir að Brown hafi sagst ætla að verða við beiðninni gegn því að hún tæki af sér slæðuna (e. hijab) og þegar Fiona hafi neitað segir hún að Brown hafi hrifsað slæðuna af henni og traðkað á henni.

Engar sannanir eru fyrir því að þetta hafi yfir höfuð gerst því í framhaldinu komu fram alls konar lygasögur um Brown, þess efnis að hún væri haldin fordómum gegn samkynhneigðum þrátt fyrir að vera yfirlýstur stuðningsmaður GLAAD-hreyfinguna sem miðað að viðurkenningu undirskipaðra hópa í samfélaginu.

Ýmsir netverjar hafa komið leikkonunni til varnar.

Ein segir: „Vá, mannkynið er svo slæmt. Þið lögðuð Millie Bobby Brown í einelti með þeim afleiðingum að hún hætti á Twitter. Ég vona að þið séuð ánægð með að hafa rifið niður fjórtán ára stelpu (sem er farsælli en þið verðið nokkurn tíman).“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×