Innlent

Milljóna­tjón lög­reglunnar vegna ofsa­aksturs tveggja öku­níðinga

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan hefur orðið fyrir milljónatjóni vegna ofsaaksturs tveggja ökuníðinga að undanförnu.
Lögreglan hefur orðið fyrir milljónatjóni vegna ofsaaksturs tveggja ökuníðinga að undanförnu. Vísir/Eyþór
Tveir nýir og sérútbúnir sérsveitarbílar lögreglunnar eru stórskemmdir eftir ofsaaktstur tveggja ökuníðinga að undanförnu. Frá þessu er greint á forsíðu Morgunblaðsins í dag þar sem rætt er við Harald Johannesson, ríkislögreglustjóra.

Auk þessara tveggja bíla sérsveitarinnar sem hafa skemmst eru fjórir lögreglubílar skemmdir eftir tvær eftirfarir, annars vegar í fyrrinótt og hins vegar fyrir nokkrum dögum.

Haraldur segir að tjón bílanna sé smávægilegt upp í það að vera stórtjón.

„Af þessum sex lögreglubílum eru tveir sérsveitarbílar sem eru mikið skemmdir og óökufærir. Tjónið hleypur á milljónum króna. Hinir fjórir lögreglubílarnir eru svokallaðir „patrol-bílar“ frá LRH,“ segir Haraldur í samtali við Morgunblaðið.

Að sögn Haraldar hefur tjónið á sérsveitarbílunum ekki í för með sér takmarkaða starfsgetu fyrir sveitina sem hafi önnur úrræði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×