Flokksforystan í þröngri stöðu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. júní 2018 08:00 Forysta flokksins hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir sinnuleysi í Vestmannaeyjadeilunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Þetta mál er auðvitað flóknara en svo að menn geti kennt einum manni um allt,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um hinn djúpa klofning sem myndast hefur í höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum og vantraustsyfirlýsingu fulltrúaráðs Eyjamanna á oddvita kjördæmisins, Pál Magnússon. Brynjar segir Pál alveg hafa sína kosti. „Vandamálið er bara að hann studdi ekki flokkinn í kosningunum og það er að draga mikinn dilk á eftir sér.“ Brynjar veltir bæði fyrir sér ábyrgð helstu forystumanna í Eyjum og flokksforystunnar sem hafi verið skömmuð fyrir að grípa ekki strax og með afgerandi hætti inn í þessar deilur áður en allt fór í óefni. „Það breytir því samt ekki, óháð því hvort maður er ánægður eða óánægður með Elliða, að ef þú ert þingmaður flokksins þá styðurðu flokkinn en ekki einhvern klofning út úr honum.“ Brynjar bendir á að flokkurinn sé bæði stór og breiður og þar séu hópar með ólíkar skoðanir og klíkur sem berjist. „Ef önnur klíkan er útilokuð þá dýpkar gjáin og verður á endanum svo djúp að enginn kemst yfir,“ segir Brynjar og leggur áherslu á að menn megi ekki safna bara jáfólki í kringum sig. Viðmælendur blaðsins í innra starfi flokksins eru almennt þeirrar skoðunar að forystan sé í nokkuð þröngri stöðu vegna klofningsins í Vestmannaeyjum. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/vilhelmDeilurnar hafi skilið eftir sig djúp sár í fjölskyldum í Eyjum og dæmi séu um að vinir og samherjar til margra ára ræðist ekki lengur við. Um mikið Sjálfstæðismannasamfélag er að ræða enda eitt helsta höfuðvígi flokksins á landsvísu. Fulltrúaráðið og helstu frammámenn flokksins í Eyjum vilji afdráttarlausa stuðningsyfirlýsingu frá forystunni en forystan vilji ekki styggja þá sem klufu sig út um of í von um að geta grætt sárin, sameinað flokkinn á ný og komið í veg fyrir varanlegan klofning í bænum.Sjá einnig: „Örvænting og reiði“ hjá þeim sem bera ábyrgðina Aðrir eru þó á þeirri skoðun að skýringar á klofningnum sé ekki síður að finna í þróun íslenskra stjórnmála á undanförnum árum. „Við erum náttúrulega að sjá fullt af okkar fólki innan annarra flokka; í Viðreisn, Miðflokknum og Flokki fólksins til dæmis. Fólk sem fékk ekki þær stöður sem það vildi innan okkar flokks og þá er bara hlaupið annað,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi, og bætir við: Mikil reiði er innan flokksins vegna meintrar framgöngu Páls Magnússonar gegn eigin flokki í aðdraganda kosninga.Vísir/vilhelm„Það er auðvitað það sem gerðist með Írisi. Hún fékk ekki það sem hún vildi og þá stofnaði hún bara eigið framboð í Eyjum. Þetta er orðið miklu algengara en áður, að þeir sem ná ekki framgangi innan flokksins hlaupi frá hugsjónum hans og stofni sérframboð eða hlaupi inn í næsta flokk.“ Vilhjálmur bendir á lausungina í stjórnmálum eftir efnahagshrunið og segir hana hluta ástæðunnar. Í þessu andrúmslofti sé auðveldara að stofna nýja flokka og ná inn mönnum og menn hiki ekki við að fara þá leið nái þeir ekki framgangi í sínum flokki. Sjálfur virðist Páll enn binda vonir við að sættir geti náðst í Eyjum. Í yfirlýsingu sem hann sendi Fréttablaðinu í gær segist Páll hafa séð í hvað stefndi þegar flokkurinn klofnaði í Vestmannaeyjum en 30 til 40 prósent Sjálfstæðismanna í bænum hafi fylgt hinu nýja framboði að málum. Páll hafi talið það þjóna heildarhagsmunum flokksins best að hann héldi sig til hlés í kosningabaráttunni, enda liti hann á það sem skyldu sína að laða það fólk sem klauf sig frá aftur til liðs við flokkinn. Það kann hins vegar að vera of seint fyrir Pál sem nýtur ekki lengur trúnaðar meðal Sjálfstæðismanna í Eyjum.Rætt var við Pál Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00 „Örvænting og reiði“ hjá þeim sem bera ábyrgðina Páll Magnússon segist ekki hafa stutt H-listann, klofningsframboð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, í sveitarstjórnarkosningunum. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Eyjum hefur lýst yfir vantrausti á Pál og styður hann ekki áfram sem þingmann kjördæmisins. Páll segir menn reyna að finna blóraböggul fyrir tapi flokksins í Eyjum. 14. júní 2018 21:30 Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
„Þetta mál er auðvitað flóknara en svo að menn geti kennt einum manni um allt,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um hinn djúpa klofning sem myndast hefur í höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum og vantraustsyfirlýsingu fulltrúaráðs Eyjamanna á oddvita kjördæmisins, Pál Magnússon. Brynjar segir Pál alveg hafa sína kosti. „Vandamálið er bara að hann studdi ekki flokkinn í kosningunum og það er að draga mikinn dilk á eftir sér.“ Brynjar veltir bæði fyrir sér ábyrgð helstu forystumanna í Eyjum og flokksforystunnar sem hafi verið skömmuð fyrir að grípa ekki strax og með afgerandi hætti inn í þessar deilur áður en allt fór í óefni. „Það breytir því samt ekki, óháð því hvort maður er ánægður eða óánægður með Elliða, að ef þú ert þingmaður flokksins þá styðurðu flokkinn en ekki einhvern klofning út úr honum.“ Brynjar bendir á að flokkurinn sé bæði stór og breiður og þar séu hópar með ólíkar skoðanir og klíkur sem berjist. „Ef önnur klíkan er útilokuð þá dýpkar gjáin og verður á endanum svo djúp að enginn kemst yfir,“ segir Brynjar og leggur áherslu á að menn megi ekki safna bara jáfólki í kringum sig. Viðmælendur blaðsins í innra starfi flokksins eru almennt þeirrar skoðunar að forystan sé í nokkuð þröngri stöðu vegna klofningsins í Vestmannaeyjum. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/vilhelmDeilurnar hafi skilið eftir sig djúp sár í fjölskyldum í Eyjum og dæmi séu um að vinir og samherjar til margra ára ræðist ekki lengur við. Um mikið Sjálfstæðismannasamfélag er að ræða enda eitt helsta höfuðvígi flokksins á landsvísu. Fulltrúaráðið og helstu frammámenn flokksins í Eyjum vilji afdráttarlausa stuðningsyfirlýsingu frá forystunni en forystan vilji ekki styggja þá sem klufu sig út um of í von um að geta grætt sárin, sameinað flokkinn á ný og komið í veg fyrir varanlegan klofning í bænum.Sjá einnig: „Örvænting og reiði“ hjá þeim sem bera ábyrgðina Aðrir eru þó á þeirri skoðun að skýringar á klofningnum sé ekki síður að finna í þróun íslenskra stjórnmála á undanförnum árum. „Við erum náttúrulega að sjá fullt af okkar fólki innan annarra flokka; í Viðreisn, Miðflokknum og Flokki fólksins til dæmis. Fólk sem fékk ekki þær stöður sem það vildi innan okkar flokks og þá er bara hlaupið annað,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi, og bætir við: Mikil reiði er innan flokksins vegna meintrar framgöngu Páls Magnússonar gegn eigin flokki í aðdraganda kosninga.Vísir/vilhelm„Það er auðvitað það sem gerðist með Írisi. Hún fékk ekki það sem hún vildi og þá stofnaði hún bara eigið framboð í Eyjum. Þetta er orðið miklu algengara en áður, að þeir sem ná ekki framgangi innan flokksins hlaupi frá hugsjónum hans og stofni sérframboð eða hlaupi inn í næsta flokk.“ Vilhjálmur bendir á lausungina í stjórnmálum eftir efnahagshrunið og segir hana hluta ástæðunnar. Í þessu andrúmslofti sé auðveldara að stofna nýja flokka og ná inn mönnum og menn hiki ekki við að fara þá leið nái þeir ekki framgangi í sínum flokki. Sjálfur virðist Páll enn binda vonir við að sættir geti náðst í Eyjum. Í yfirlýsingu sem hann sendi Fréttablaðinu í gær segist Páll hafa séð í hvað stefndi þegar flokkurinn klofnaði í Vestmannaeyjum en 30 til 40 prósent Sjálfstæðismanna í bænum hafi fylgt hinu nýja framboði að málum. Páll hafi talið það þjóna heildarhagsmunum flokksins best að hann héldi sig til hlés í kosningabaráttunni, enda liti hann á það sem skyldu sína að laða það fólk sem klauf sig frá aftur til liðs við flokkinn. Það kann hins vegar að vera of seint fyrir Pál sem nýtur ekki lengur trúnaðar meðal Sjálfstæðismanna í Eyjum.Rætt var við Pál Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöld.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00 „Örvænting og reiði“ hjá þeim sem bera ábyrgðina Páll Magnússon segist ekki hafa stutt H-listann, klofningsframboð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, í sveitarstjórnarkosningunum. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Eyjum hefur lýst yfir vantrausti á Pál og styður hann ekki áfram sem þingmann kjördæmisins. Páll segir menn reyna að finna blóraböggul fyrir tapi flokksins í Eyjum. 14. júní 2018 21:30 Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00
„Örvænting og reiði“ hjá þeim sem bera ábyrgðina Páll Magnússon segist ekki hafa stutt H-listann, klofningsframboð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, í sveitarstjórnarkosningunum. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Eyjum hefur lýst yfir vantrausti á Pál og styður hann ekki áfram sem þingmann kjördæmisins. Páll segir menn reyna að finna blóraböggul fyrir tapi flokksins í Eyjum. 14. júní 2018 21:30
Segir stöðuna óþægilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn Breytir ekki stöðu Páls á þingi en það getur verið óþægilegt þarna heima fyrir, segir prófessor. 14. júní 2018 11:02