Þrautseig plága, þessi spænska spilling Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 15. júní 2018 06:00 Mariano Rajoy formaður Lýðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra. Rajoy var varpað úr stóli þegar vantrausttillaga gegn stjórn hans var samþykkt á þinginu. Hann leitar nú að eftirmanni sínum í formennsku flokksins. Hann leiddi flokkinn til sigurs í þrennum kosningum þrátt fyrir að hann og flokkurinn væri umvafinn spillingarmálum. Nú hefur flokkurinn hlotið dóm en hver veit nema hann vinni næstu kosningar. Vísir/epa Caso Gurtel eða Gyrðismálið afhjúpaði svikamyllu Lýðflokksins sem með mútum, fjársvikum og rupli úr almannasjóðum hafði um 120 milljarða króna upp úr krafsinu. Rannsóknin hófst árið 2007 en það er fyrst nú sem flokkurinn er látinn gjalda fyrir afglöp sín. Hví er svona erfitt að uppræta spillingu sem liggur ljós fyrir? Jú, það eru mörg ljón í veginum.Réttarkerfið Þremur árum eftir að Baltasar Garzón hóf rannsóknina var hann sviptur lögmannsréttindum á Spáni fyrir að taka upp samræður sakborninga í máli sem sneri að glæpum í stjórnartíð Francos einræðisherra. Þessi hentuga útlegð Baltasars er ekki eini grunurinn um inngrip stjórnmálamanna í málið. Til dæmis hefur forseti réttarins, Ángel Hurtado, þótt ákaflega liðlegur við sakborninga. Hann var mótfallinn því að Mariano Rajoy forsætisráðherra yrði dreginn fyrir rétt og ávítaði dómara margsinnis fyrir að ganga hart að honum í yfirheyrslu og tryggði Rajoy þannig þægilega silkihanskameðferð. Hann komst upp með að svara með markleysu þegar hann var spurður út í skilaboðin sem hann sendi Barcenas, fjárhirði flokksins, þegar búið var að taka hann fastan. Í skilaboðunum sagði Rajoy: „Við gerum allt hvað við getum,“ og stappaði í hann stálinu. Það kom ekki á óvart að Ángel Hurtado skilaði séráliti þar sem hann sá ekkert saknæmt við störf Lýðflokksins. Þingið Þetta hefur einnig verið þrautin þyngri í þinginu. Podemos, sem er nýr vinstriflokkur, lagði fram vantrauststillögu fyrir um ári. Ekki fékkst nægilegur stuðningur við hana, reyndar var það niðurlægjandi fyrir Podemos hversu lítinn stuðning og hljómgrunn flokkurinn fékk. Það var því ekki á vísan að róa hjá Pedro Sanchez, formanni Sósíalistaflokksins, þegar hann endurtók leikinn nú í síðasta mánuði. Áður hafði hann þurft að segja af sér sem formaður fyrir að óhlýðnast elítu Sósíalistaflokksins þegar hann harðneitaði að veita Lýðflokknum brautargengi við að mynda minnihlutastjórn. Þrátt fyrir þá niðurlægingu bauð hann sig fram á nýjan leik og vann formannsslaginn. Borgaraflokkurinn, sem er nýr hægriflokkur, veitti honum ekki stuðning við vantrauststillöguna en það gerðu hins vegar Baskar og sjálfsstæðissinnar í Katalóníu. Þykir mörgum glæfralegt að taka þeim liðsstuðningi því eitthvað munu þeir vilja fyrir sinn snúð og öll eftirlátssemi við þjóðernissinnaða Katalóníumenn er eitur í beinum flestra kjósenda.En með þessum stuðningi tókst að fella stjórn Lýðflokksins og koma á laggirnar femínískri jafnaðarstjórn þar sem konur verma ellefu af sautján ráðherrastólum. En þetta verður ekki rósum stráður vegur. Nú strax hefur einn ráðherra sagt af sér út af gömlu skattalagabroti. Stjórnin verður líka að hafa hraðar hendur því henni er uppálagt að boða fljótlega til kosninga.Kjósendur En hvernig má það vera að Lýðflokkurinn, sem síðasta áratug hefur verið viðriðinn stórvægileg spillingarmál, hefur unnið síðustu þrennar þingkosningar? Náði hann að sannfæra kjósendur um að þarna væru á ferðinni einstök og aðskilin mál sem nokkrir svartir sauðir hafi vélað um á laun? Nei, því umfang málanna er svo mikið að það nálgast árs útgjöld spænska ríkisins til eftirlauna. Það liggur því í augum uppi að þetta var ekkert pukur heldur skipulögð starfsemi. Náði flokkurinn kannski að sannfæra kjósendur um að allir stjórnmálamenn væru spilltir, sama hvaða flokk þeir fylla? Hann gat jú bent á Sósíalistaflokkinn en sumir frammámenn hans hafa verið ákærðir fyrir spillingarmál. Þar á meðal er hið ofurvaxna ERE-mál þar sem 150 milljarðar króna, sem áttu að fara til að mæta samdrætti og atvinnuleysi, villtust af leið. Það er reyndar enginn skortur á spilltum stjórnmálamönnum. Á vefsíðunni casos-aislados.es, sem hópurinn Del pueblo y para el pueblo heldur úti, hafa 388 spillingarmál verið til rannsóknar síðustu árin og rúmlega sex þúsund manns viðriðin þau. En þegar umfang þeirra er mælt í peningaupphæðum er Lýðflokkurinn lang fyrirferðarmestur með yfir 90 prósent fjárins. Þar við má bæta að nýir flokkar hafa komist til valda til dæmis í Madríd og Barcelona og þrátt fyrir að leita logandi ljósi að misferli í þeirra stjórnarfari hefur Lýðflokksmönnum enn ekki tekist að finna maðk í mysu þeirra. Fjölmiðlar Hefur flokknum tekist að slá ryki í augu kjósenda með aðstoð fjölmiðla? Það er alkunna að stjórn spænska ríkissjónvarpsins leggst ávallt á sveif með ríkisstjórninni svo flokkurinn kom ávallt vel út í kvöldfréttunum. Starfsfólk hefur meira að segja mótmælt því sem það kallaði „yfirtöku“ Lýðflokksins á starfsvettvangi þeirra. Allir sjónvarpsfréttamenn hennar, nema reyndar einn, tóku sig til og mættu svartklæddir í útsendingu í apríllok til að láta í ljós vanþóknun sína. Lýðflokkurinn hefur einnig á sínum snærum aðrar sjónvarpsstöðvar, útvarpsstöðvar og dagblöð sem tala þeirra máli. Það er kannski þess vegna sem formaður flokksins er nær aldrei spurður út í spillingarmál flokksins nema þá þegar erlendir blaðamenn gerast svo óforskammaðir. En ekkert af þessu ætti þó að duga til að afmá spillingarmálin úr vitund kjósenda. Eru þjófar traustsins verðir? Það gæti því verið að spænski blaðamaðurinn Iker Armentia hafi rétt fyrir sér þegar hann heldur því fram að fylgjendur Lýðflokksins séu ekki illa upplýstir heldur hreinlega til í að sjá í gegnum fingur sér þegar kemur að spillingu. Það kann að hljóma undarlega því samkvæmt könnun Félagsfræðistofnunar Spánar (CIS) er spillingin það fyrirbæri sem landsmenn hafa mestar áhyggjur af næst á eftir atvinnuleysinu. Iker Armentia heldur því fram að aðrir þættir vegi hins vegar þyngra eins og til dæmis efnahagsstaða – efnamönnum finnst nefnilega auðveldara að ávaxta sitt pund undir stjórn Lýðflokksins – trúarsannfæring, en kirkjan er í hávegum hjá flokknum, og þjóðerniskennd því fáir vilja ganga jafn hart fram gegn „sundurliðunum“ í Katalóníu. Eftir mikil átök hafa réttarkerfið og þingið gefið þau skilaboð að svikamylla sem þessi verði ekki liðin. En þeir sem veittu Pedro Sanchez stuðning við vantrauststillöguna fara fram á kosningar fljótlega og þá kemur í ljós hvað kjósendur hafa um málið að segja. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sósíalistar taka við völdum á Spáni eftir vantraust á Rajoy Spænska þingið hefur samþykkt vantrauststillögu á forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy. Pedro formaður spænska Sósíalistaflokksins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar mun taka við forsætisráðherrastólnum. 1. júní 2018 10:24 Verðlauna jákvæða umfjöllun um Spán Spænska utanríkisráðuneytið hefur tilkynnt um ný verðlaun sem verða veitt þeim erlenda blaðamanni sem gerir mest til þess að bæta orðspor Spánar út á við. 31. maí 2018 06:00 Spillingarmál skekur stjórnarflokkinn á Spáni Lýðflokkur Mariano Rajoy var dæmdur í stóru spillingarmáli í síðustu viku. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir vantrausti og talar um nýjar kosningar. 27. maí 2018 19:33 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Sjá meira
Caso Gurtel eða Gyrðismálið afhjúpaði svikamyllu Lýðflokksins sem með mútum, fjársvikum og rupli úr almannasjóðum hafði um 120 milljarða króna upp úr krafsinu. Rannsóknin hófst árið 2007 en það er fyrst nú sem flokkurinn er látinn gjalda fyrir afglöp sín. Hví er svona erfitt að uppræta spillingu sem liggur ljós fyrir? Jú, það eru mörg ljón í veginum.Réttarkerfið Þremur árum eftir að Baltasar Garzón hóf rannsóknina var hann sviptur lögmannsréttindum á Spáni fyrir að taka upp samræður sakborninga í máli sem sneri að glæpum í stjórnartíð Francos einræðisherra. Þessi hentuga útlegð Baltasars er ekki eini grunurinn um inngrip stjórnmálamanna í málið. Til dæmis hefur forseti réttarins, Ángel Hurtado, þótt ákaflega liðlegur við sakborninga. Hann var mótfallinn því að Mariano Rajoy forsætisráðherra yrði dreginn fyrir rétt og ávítaði dómara margsinnis fyrir að ganga hart að honum í yfirheyrslu og tryggði Rajoy þannig þægilega silkihanskameðferð. Hann komst upp með að svara með markleysu þegar hann var spurður út í skilaboðin sem hann sendi Barcenas, fjárhirði flokksins, þegar búið var að taka hann fastan. Í skilaboðunum sagði Rajoy: „Við gerum allt hvað við getum,“ og stappaði í hann stálinu. Það kom ekki á óvart að Ángel Hurtado skilaði séráliti þar sem hann sá ekkert saknæmt við störf Lýðflokksins. Þingið Þetta hefur einnig verið þrautin þyngri í þinginu. Podemos, sem er nýr vinstriflokkur, lagði fram vantrauststillögu fyrir um ári. Ekki fékkst nægilegur stuðningur við hana, reyndar var það niðurlægjandi fyrir Podemos hversu lítinn stuðning og hljómgrunn flokkurinn fékk. Það var því ekki á vísan að róa hjá Pedro Sanchez, formanni Sósíalistaflokksins, þegar hann endurtók leikinn nú í síðasta mánuði. Áður hafði hann þurft að segja af sér sem formaður fyrir að óhlýðnast elítu Sósíalistaflokksins þegar hann harðneitaði að veita Lýðflokknum brautargengi við að mynda minnihlutastjórn. Þrátt fyrir þá niðurlægingu bauð hann sig fram á nýjan leik og vann formannsslaginn. Borgaraflokkurinn, sem er nýr hægriflokkur, veitti honum ekki stuðning við vantrauststillöguna en það gerðu hins vegar Baskar og sjálfsstæðissinnar í Katalóníu. Þykir mörgum glæfralegt að taka þeim liðsstuðningi því eitthvað munu þeir vilja fyrir sinn snúð og öll eftirlátssemi við þjóðernissinnaða Katalóníumenn er eitur í beinum flestra kjósenda.En með þessum stuðningi tókst að fella stjórn Lýðflokksins og koma á laggirnar femínískri jafnaðarstjórn þar sem konur verma ellefu af sautján ráðherrastólum. En þetta verður ekki rósum stráður vegur. Nú strax hefur einn ráðherra sagt af sér út af gömlu skattalagabroti. Stjórnin verður líka að hafa hraðar hendur því henni er uppálagt að boða fljótlega til kosninga.Kjósendur En hvernig má það vera að Lýðflokkurinn, sem síðasta áratug hefur verið viðriðinn stórvægileg spillingarmál, hefur unnið síðustu þrennar þingkosningar? Náði hann að sannfæra kjósendur um að þarna væru á ferðinni einstök og aðskilin mál sem nokkrir svartir sauðir hafi vélað um á laun? Nei, því umfang málanna er svo mikið að það nálgast árs útgjöld spænska ríkisins til eftirlauna. Það liggur því í augum uppi að þetta var ekkert pukur heldur skipulögð starfsemi. Náði flokkurinn kannski að sannfæra kjósendur um að allir stjórnmálamenn væru spilltir, sama hvaða flokk þeir fylla? Hann gat jú bent á Sósíalistaflokkinn en sumir frammámenn hans hafa verið ákærðir fyrir spillingarmál. Þar á meðal er hið ofurvaxna ERE-mál þar sem 150 milljarðar króna, sem áttu að fara til að mæta samdrætti og atvinnuleysi, villtust af leið. Það er reyndar enginn skortur á spilltum stjórnmálamönnum. Á vefsíðunni casos-aislados.es, sem hópurinn Del pueblo y para el pueblo heldur úti, hafa 388 spillingarmál verið til rannsóknar síðustu árin og rúmlega sex þúsund manns viðriðin þau. En þegar umfang þeirra er mælt í peningaupphæðum er Lýðflokkurinn lang fyrirferðarmestur með yfir 90 prósent fjárins. Þar við má bæta að nýir flokkar hafa komist til valda til dæmis í Madríd og Barcelona og þrátt fyrir að leita logandi ljósi að misferli í þeirra stjórnarfari hefur Lýðflokksmönnum enn ekki tekist að finna maðk í mysu þeirra. Fjölmiðlar Hefur flokknum tekist að slá ryki í augu kjósenda með aðstoð fjölmiðla? Það er alkunna að stjórn spænska ríkissjónvarpsins leggst ávallt á sveif með ríkisstjórninni svo flokkurinn kom ávallt vel út í kvöldfréttunum. Starfsfólk hefur meira að segja mótmælt því sem það kallaði „yfirtöku“ Lýðflokksins á starfsvettvangi þeirra. Allir sjónvarpsfréttamenn hennar, nema reyndar einn, tóku sig til og mættu svartklæddir í útsendingu í apríllok til að láta í ljós vanþóknun sína. Lýðflokkurinn hefur einnig á sínum snærum aðrar sjónvarpsstöðvar, útvarpsstöðvar og dagblöð sem tala þeirra máli. Það er kannski þess vegna sem formaður flokksins er nær aldrei spurður út í spillingarmál flokksins nema þá þegar erlendir blaðamenn gerast svo óforskammaðir. En ekkert af þessu ætti þó að duga til að afmá spillingarmálin úr vitund kjósenda. Eru þjófar traustsins verðir? Það gæti því verið að spænski blaðamaðurinn Iker Armentia hafi rétt fyrir sér þegar hann heldur því fram að fylgjendur Lýðflokksins séu ekki illa upplýstir heldur hreinlega til í að sjá í gegnum fingur sér þegar kemur að spillingu. Það kann að hljóma undarlega því samkvæmt könnun Félagsfræðistofnunar Spánar (CIS) er spillingin það fyrirbæri sem landsmenn hafa mestar áhyggjur af næst á eftir atvinnuleysinu. Iker Armentia heldur því fram að aðrir þættir vegi hins vegar þyngra eins og til dæmis efnahagsstaða – efnamönnum finnst nefnilega auðveldara að ávaxta sitt pund undir stjórn Lýðflokksins – trúarsannfæring, en kirkjan er í hávegum hjá flokknum, og þjóðerniskennd því fáir vilja ganga jafn hart fram gegn „sundurliðunum“ í Katalóníu. Eftir mikil átök hafa réttarkerfið og þingið gefið þau skilaboð að svikamylla sem þessi verði ekki liðin. En þeir sem veittu Pedro Sanchez stuðning við vantrauststillöguna fara fram á kosningar fljótlega og þá kemur í ljós hvað kjósendur hafa um málið að segja.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sósíalistar taka við völdum á Spáni eftir vantraust á Rajoy Spænska þingið hefur samþykkt vantrauststillögu á forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy. Pedro formaður spænska Sósíalistaflokksins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar mun taka við forsætisráðherrastólnum. 1. júní 2018 10:24 Verðlauna jákvæða umfjöllun um Spán Spænska utanríkisráðuneytið hefur tilkynnt um ný verðlaun sem verða veitt þeim erlenda blaðamanni sem gerir mest til þess að bæta orðspor Spánar út á við. 31. maí 2018 06:00 Spillingarmál skekur stjórnarflokkinn á Spáni Lýðflokkur Mariano Rajoy var dæmdur í stóru spillingarmáli í síðustu viku. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir vantrausti og talar um nýjar kosningar. 27. maí 2018 19:33 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Sjá meira
Sósíalistar taka við völdum á Spáni eftir vantraust á Rajoy Spænska þingið hefur samþykkt vantrauststillögu á forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy. Pedro formaður spænska Sósíalistaflokksins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar mun taka við forsætisráðherrastólnum. 1. júní 2018 10:24
Verðlauna jákvæða umfjöllun um Spán Spænska utanríkisráðuneytið hefur tilkynnt um ný verðlaun sem verða veitt þeim erlenda blaðamanni sem gerir mest til þess að bæta orðspor Spánar út á við. 31. maí 2018 06:00
Spillingarmál skekur stjórnarflokkinn á Spáni Lýðflokkur Mariano Rajoy var dæmdur í stóru spillingarmáli í síðustu viku. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir vantrausti og talar um nýjar kosningar. 27. maí 2018 19:33