Brynjar: Allar líkur á að ég verði áfram í Vesturbænum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. apríl 2018 22:56 Brynjar og Darri Hilmarsson lyfta bikarnum eftirsótta vísir/bára „Tilfinningin er frábær. Við erum ótrúlega stoltir af þessum árangri, baráttunni og karakternum í þessum hóp. Þrátt fyrir mikla erfiðleika þá sýndum við það í kvöld að við getum barist ennþá þó við séum hægir og þreyttir,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, eftir að liðið tryggði sér fimmta Íslandsmeistaratitilinn í röð með sigri á Tindastól 89-73 á heimavelli í kvöld. Brynjar átti góðan leik fyrir KR í kvöld og gerði það sem hann gerir best, negldi niður fullkomnum þristum hverjum á eftir öðrum. „Mér líður vel hérna í KR-heimilinu, sérstaklega þegar það eru svona leikir, og þá vill maður alltaf gefa áhorfendunum eitthvað til þess að fagna. Það er bara þannig að mér líður eins og ég, Jón, Darri og Pavel séu lykilmenn í þessum hóp í því að setja tóninn og mér fannst við gera það mjög vel í fyrri hálfleik og koma hinum af stað.“ KR sýndi það í kvöld að liðið er það besta á Íslandi með þessu ótrúlega afreki eftir að hafa verið langt frá því sannfærandi í vetur. „Síðasta mánuðinn eða tvær vikurnar höfum við verið bestir. Það er stutt þarna á milli og við vorum næstum því búnir að klúðra þessu á móti Haukum á sínum tíma og ef það hefði gerst hefðu Haukar kannski verið Ísalndsmeistarar en við erum mjög ánægðir með þetta.“ Brynjar er með þeim eldri í liðinu og hefur gefið það út að hann sé hættur að spila með íslenska landsliðinu. Ætlar hann að leggja KR-búninginn á hilluna líka? „Það á eftir að koma í ljós. Það er erfitt, maður er bundinn fjölskylduböndum inn í þennan klúbb og öll fjölskyldan eru KR-ingar. Við verðum að sjá til en allar líkur eru á því að ég verði í Vesturbænum,“ sagði Brynjar Þór Björnsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Tindastóll 89-73 │KR-ingar eru fimmfaldir Íslandsmeistarar KR er fimmfaldur Íslandsmeistari eftir öruggan sigur á Tindastól í fjórða leik úrslitarimmunnar í Domino's deild karla. KR vann einvígið samanlagt 3-1. 28. apríl 2018 23:15 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Samspil Elvars og Tryggva eitt af tilþrifum ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Sjá meira
„Tilfinningin er frábær. Við erum ótrúlega stoltir af þessum árangri, baráttunni og karakternum í þessum hóp. Þrátt fyrir mikla erfiðleika þá sýndum við það í kvöld að við getum barist ennþá þó við séum hægir og þreyttir,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, eftir að liðið tryggði sér fimmta Íslandsmeistaratitilinn í röð með sigri á Tindastól 89-73 á heimavelli í kvöld. Brynjar átti góðan leik fyrir KR í kvöld og gerði það sem hann gerir best, negldi niður fullkomnum þristum hverjum á eftir öðrum. „Mér líður vel hérna í KR-heimilinu, sérstaklega þegar það eru svona leikir, og þá vill maður alltaf gefa áhorfendunum eitthvað til þess að fagna. Það er bara þannig að mér líður eins og ég, Jón, Darri og Pavel séu lykilmenn í þessum hóp í því að setja tóninn og mér fannst við gera það mjög vel í fyrri hálfleik og koma hinum af stað.“ KR sýndi það í kvöld að liðið er það besta á Íslandi með þessu ótrúlega afreki eftir að hafa verið langt frá því sannfærandi í vetur. „Síðasta mánuðinn eða tvær vikurnar höfum við verið bestir. Það er stutt þarna á milli og við vorum næstum því búnir að klúðra þessu á móti Haukum á sínum tíma og ef það hefði gerst hefðu Haukar kannski verið Ísalndsmeistarar en við erum mjög ánægðir með þetta.“ Brynjar er með þeim eldri í liðinu og hefur gefið það út að hann sé hættur að spila með íslenska landsliðinu. Ætlar hann að leggja KR-búninginn á hilluna líka? „Það á eftir að koma í ljós. Það er erfitt, maður er bundinn fjölskylduböndum inn í þennan klúbb og öll fjölskyldan eru KR-ingar. Við verðum að sjá til en allar líkur eru á því að ég verði í Vesturbænum,“ sagði Brynjar Þór Björnsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Tindastóll 89-73 │KR-ingar eru fimmfaldir Íslandsmeistarar KR er fimmfaldur Íslandsmeistari eftir öruggan sigur á Tindastól í fjórða leik úrslitarimmunnar í Domino's deild karla. KR vann einvígið samanlagt 3-1. 28. apríl 2018 23:15 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Samspil Elvars og Tryggva eitt af tilþrifum ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Sjá meira
Umfjöllun: KR - Tindastóll 89-73 │KR-ingar eru fimmfaldir Íslandsmeistarar KR er fimmfaldur Íslandsmeistari eftir öruggan sigur á Tindastól í fjórða leik úrslitarimmunnar í Domino's deild karla. KR vann einvígið samanlagt 3-1. 28. apríl 2018 23:15
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum