Íslenski boltinn

Ágúst: Með ólíkindum að við náum ekki að skora

Einar Kárason skrifar
Ágúst var svekktur í leikslok.
Ágúst var svekktur í leikslok. vísir/ernir
Ágúst Gylfason, þjálfari Blika, var verulega ósáttur að fara ekki með þrjú stigin frá Vestmannaeyjum en Breiðablik gerði markalaust jafntefli við ÍBV í Pepsi-deildinni í dag.

„Alvöru 0-0 jafntefli. Það er með ólíkindum að það hafi ekki komið mark í þennan leik," sagði Ágúst í samtali við Vísi í leikslok.

,„Við stóðum vaktina ágætlega varnarlega en að hafa ekki skorað í þessum leik er með ólíkindum. Við fáum víti í lokin sem við náum ekki að skora úr sem er virkilega súrt."

Blikar sóttu ívið meira en heimamenn í dag en markmenn liðanna stálu senunni. 

„Halldór átti frábæran leik. Hann varði hvað eftir annað frá okkur.”

Gunnleifur Gunnleifsson hefur verið að spila vel fyrir Blika og hann átti góðan leik í dag. Ágúst segir að það sé bara eins og hver annar dagur á skrifstofunni hjá Gulla.

„Gulli spilaði sinn leik og hann er alltaf góður. Við héldum núllinu sem var ánægjulegt en að taka ekki öll stigin hérna í dag er fúlt,” en er þetta stig unnið eða tvö töpuð?

„Þetta eru 2 stig töpuð."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×