Sturla og Gissur Óttar Guðmundsson skrifar 7. júlí 2018 10:00 Við Guðni Ágústsson stóðum fyrir fjölmennri skemmti- og sögugöngu um Þingvelli á dögunum. Umræðuefni kvöldsins voru foringjar Sturlungaaldar og átök þeirra. Guðni ræddi hlýlega og af mikilli aðdáun um frænda sinn Gissur jarl Þorvaldsson bæði á Hakinu og í Almannagjá. Jörmundur Ingi fyrrverandi allsherjargoði blessaði þingheim. Við kirkjuna sleit ég þessum viðburði með pólitískri ræðu um ágæti Sturlunga og bar blak af frænda mínum, ættarlauknum Sturlu Sighvatssyni. Karlakór Kjalnesinga söng. Guðni lét hrópa húrra fyrir jarlinum í gjánni og tóku aðdáendur Gissurar hraustlega undir. Við fylgismenn Sturlunga þögðum þunnu hljóði með ólundarsvip. Það var athyglisvert að flokkadrættir Sturlungaaldar voru enn að valda mönnum geðshræringu. Sturla og Gissur áttu sér dygga fylgismenn í hópnum þótt tæp 800 ár séu liðin frá blóðugum átökum þeirra. En hver hefðu orðið örlög þessara glæstu höfðingja á okkar tímum? Sveimhuginn Sturla Sighvatsson hefði áttað sig fljótlega á því að hann átti ekkert erindi í pólitík sakir ákvarðanafælni. Hann hefði fetað í fótspor Snorra frænda síns og orðið rithöfundur og síðan forstjóri hugbúnaðarfyrirtækis. Glæsileiki og mikil kvenhylli hefðu fleytt honum langt í heimi viðskipta og lista. Gissur hefði orðið óumdeildur leiðtogi þjóðarinnar enda vel til þess fallinn að vera nútímapólitíkus. Hann var miskunnarlaus og ófyrirleitinn, sór eiða sem hann rauf jafnharðan og hikaði ekki við að beita sögulegum fölsunum í tækifærisræðum. Gissur kom Íslandi undir Noregskonung enda var hann fyrsti raunverulegi Evrópusinninn. Jarlinn hefði leitt Ísland farsællega inn í Evrópusambandið og náð langt sem einn af leiðtogum sameinaðrar Evrópu. Hann hefði látið sig engu skipta hvort frændum hans í Framsóknarflokknum líkaði það betur eða verr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við Guðni Ágústsson stóðum fyrir fjölmennri skemmti- og sögugöngu um Þingvelli á dögunum. Umræðuefni kvöldsins voru foringjar Sturlungaaldar og átök þeirra. Guðni ræddi hlýlega og af mikilli aðdáun um frænda sinn Gissur jarl Þorvaldsson bæði á Hakinu og í Almannagjá. Jörmundur Ingi fyrrverandi allsherjargoði blessaði þingheim. Við kirkjuna sleit ég þessum viðburði með pólitískri ræðu um ágæti Sturlunga og bar blak af frænda mínum, ættarlauknum Sturlu Sighvatssyni. Karlakór Kjalnesinga söng. Guðni lét hrópa húrra fyrir jarlinum í gjánni og tóku aðdáendur Gissurar hraustlega undir. Við fylgismenn Sturlunga þögðum þunnu hljóði með ólundarsvip. Það var athyglisvert að flokkadrættir Sturlungaaldar voru enn að valda mönnum geðshræringu. Sturla og Gissur áttu sér dygga fylgismenn í hópnum þótt tæp 800 ár séu liðin frá blóðugum átökum þeirra. En hver hefðu orðið örlög þessara glæstu höfðingja á okkar tímum? Sveimhuginn Sturla Sighvatsson hefði áttað sig fljótlega á því að hann átti ekkert erindi í pólitík sakir ákvarðanafælni. Hann hefði fetað í fótspor Snorra frænda síns og orðið rithöfundur og síðan forstjóri hugbúnaðarfyrirtækis. Glæsileiki og mikil kvenhylli hefðu fleytt honum langt í heimi viðskipta og lista. Gissur hefði orðið óumdeildur leiðtogi þjóðarinnar enda vel til þess fallinn að vera nútímapólitíkus. Hann var miskunnarlaus og ófyrirleitinn, sór eiða sem hann rauf jafnharðan og hikaði ekki við að beita sögulegum fölsunum í tækifærisræðum. Gissur kom Íslandi undir Noregskonung enda var hann fyrsti raunverulegi Evrópusinninn. Jarlinn hefði leitt Ísland farsællega inn í Evrópusambandið og náð langt sem einn af leiðtogum sameinaðrar Evrópu. Hann hefði látið sig engu skipta hvort frændum hans í Framsóknarflokknum líkaði það betur eða verr.
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar