Formlegar meirihlutaviðræður í borginni hefjast líklega á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2018 18:33 Óformlegar þreifingar um myndun nýs meirihluta í borginni eru þegar hafnar en reiknað er með að formlegar viðræður hefjist á morgun. Sjálfstæðisflokkurinn er í mun þrengri stöðu en Samfylkingin í Reykjavík varðandi möguleika á þátttöku í myndun nýs meirihluta þótt flokkurinn sé ótvíræður sigurvegari kosninganna í gær. Sveitarstjórnarkosningarnar eru að baki og í dag var verið að rífa kjörklefana niður. Kosninganóttin var mjög spennandi í Reykjavík. Allt frá fyrstu tölum var Sjálfstæðisflokkurinn í forystu og um tíma leit út fyrir að hann fengi níu borgarfulltrúa. En þegar upp verður staðið gæti farið svo að flokkurinn hafi unnið orrustuna en tapað stríðinu. Úrslitin í Reykjavík eru þau bestu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið í tólf ár eða frá kosningunum árið 2006, fékk 30,8 prósent atkvæða og átta fulltrúa. En það er annar sigurvegari sem mun ráða för við myndun nýs meirihluta í borginni og það er Viðreisn með tvo borgarfulltrúa.Í grundvallaratriðum lítur staðan svona út: Gömlu meirihlutaflokkarnir sem við getum kallað vinstri-miðflokka eru með tíu borgarfulltrúa og hægri-miðflokkarnir með Sjálfstæðisflokkinn í farabroddi eru með tíu en tólf fulltrúa þarf til myndunar meirihluta. Og þá koma tveir mikilvægir borgarfulltrúar Viðreisnar til sögunnar. Flokkurinn getur tryggt báðum blokkum meirihluta í borgarstjórn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar ítrekaði eins og borgarfulltrúar flokksins í kosningavöku Stöðvar 2 í gærkvöldi að málefnin myndu ráða för að hálfu flokksins í meirihlutaviðræðum. „En við munum selja okkur dýrt,” sagði Þorgerður Katrín. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir sagði í dag að oddvitar flokkanna hefðu í raun eytt meiri tíma saman en með sínu samflokksfólki. Nú er ég að fara að tala við mitt folk. Þannig að við erum öll búin að vera að tala saman. „Við oddvitarnir erum búin að vera meira og minna saman síðan klukkan tíu í gær. Ég er í raun búin að vera meira með oddvitum hinna flokkanna en í raun með mínu eigin fólki. En það eru ekki búin að vera nein „klukka” í gangi ennþá,” sagði Þórdís Lóa skömmu fyrir hádegi í dag. Fræðilega séð mætti stækka meirihlutan vinstra megin í þrettán fulltrúa með þátttöku Sósíalistaflokksins og jafnvel upp í 14 með fulltrúa Flokks fólksins. En samkvæmt heimildum fréttastofunnar væri ekki mikill áhugi á því hjá Viðreisn, þar sem menn telja kjósendur ekki hafa verið að kalla eftir flokkum lengst til hægri og vinstri. Þá gætu Vinstri græn í ljósi stjórnarsamstarfsins farið í samstarf með Sjálfstæðisflokknum en flestir telja að það yrði endanlegt pólitískt sjálfsmorð að hálfu flokksins í borginni. Samkvæmt heimildum fréttastofu hófust óformlegar þreifingar milli leiðtoga helstu flokka strax á kosninganótt og hafa þær haldið áfram í dag. Hins vegar er ekki reiknað með að formlega meirihlutaviðræður hefjist fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Kosninganóttin í borginni gerð upp í myndum Rakel Ósk Sigurðardóttir og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndarar Vísis, voru á ferðinni í nótt. 27. maí 2018 12:07 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Óformlegar þreifingar um myndun nýs meirihluta í borginni eru þegar hafnar en reiknað er með að formlegar viðræður hefjist á morgun. Sjálfstæðisflokkurinn er í mun þrengri stöðu en Samfylkingin í Reykjavík varðandi möguleika á þátttöku í myndun nýs meirihluta þótt flokkurinn sé ótvíræður sigurvegari kosninganna í gær. Sveitarstjórnarkosningarnar eru að baki og í dag var verið að rífa kjörklefana niður. Kosninganóttin var mjög spennandi í Reykjavík. Allt frá fyrstu tölum var Sjálfstæðisflokkurinn í forystu og um tíma leit út fyrir að hann fengi níu borgarfulltrúa. En þegar upp verður staðið gæti farið svo að flokkurinn hafi unnið orrustuna en tapað stríðinu. Úrslitin í Reykjavík eru þau bestu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið í tólf ár eða frá kosningunum árið 2006, fékk 30,8 prósent atkvæða og átta fulltrúa. En það er annar sigurvegari sem mun ráða för við myndun nýs meirihluta í borginni og það er Viðreisn með tvo borgarfulltrúa.Í grundvallaratriðum lítur staðan svona út: Gömlu meirihlutaflokkarnir sem við getum kallað vinstri-miðflokka eru með tíu borgarfulltrúa og hægri-miðflokkarnir með Sjálfstæðisflokkinn í farabroddi eru með tíu en tólf fulltrúa þarf til myndunar meirihluta. Og þá koma tveir mikilvægir borgarfulltrúar Viðreisnar til sögunnar. Flokkurinn getur tryggt báðum blokkum meirihluta í borgarstjórn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar ítrekaði eins og borgarfulltrúar flokksins í kosningavöku Stöðvar 2 í gærkvöldi að málefnin myndu ráða för að hálfu flokksins í meirihlutaviðræðum. „En við munum selja okkur dýrt,” sagði Þorgerður Katrín. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir sagði í dag að oddvitar flokkanna hefðu í raun eytt meiri tíma saman en með sínu samflokksfólki. Nú er ég að fara að tala við mitt folk. Þannig að við erum öll búin að vera að tala saman. „Við oddvitarnir erum búin að vera meira og minna saman síðan klukkan tíu í gær. Ég er í raun búin að vera meira með oddvitum hinna flokkanna en í raun með mínu eigin fólki. En það eru ekki búin að vera nein „klukka” í gangi ennþá,” sagði Þórdís Lóa skömmu fyrir hádegi í dag. Fræðilega séð mætti stækka meirihlutan vinstra megin í þrettán fulltrúa með þátttöku Sósíalistaflokksins og jafnvel upp í 14 með fulltrúa Flokks fólksins. En samkvæmt heimildum fréttastofunnar væri ekki mikill áhugi á því hjá Viðreisn, þar sem menn telja kjósendur ekki hafa verið að kalla eftir flokkum lengst til hægri og vinstri. Þá gætu Vinstri græn í ljósi stjórnarsamstarfsins farið í samstarf með Sjálfstæðisflokknum en flestir telja að það yrði endanlegt pólitískt sjálfsmorð að hálfu flokksins í borginni. Samkvæmt heimildum fréttastofu hófust óformlegar þreifingar milli leiðtoga helstu flokka strax á kosninganótt og hafa þær haldið áfram í dag. Hins vegar er ekki reiknað með að formlega meirihlutaviðræður hefjist fyrr en í fyrsta lagi á morgun.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Kosninganóttin í borginni gerð upp í myndum Rakel Ósk Sigurðardóttir og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndarar Vísis, voru á ferðinni í nótt. 27. maí 2018 12:07 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46
Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22
Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44
Kosninganóttin í borginni gerð upp í myndum Rakel Ósk Sigurðardóttir og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndarar Vísis, voru á ferðinni í nótt. 27. maí 2018 12:07