Erlent

Theresa May óskar Írum til hamingju

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Frá talningu atkvæða.
Frá talningu atkvæða. Vísir/AP
Theresa May forsætisráðherra Bretlands fagnaði úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslu um bann við fóstureyðingum á Írlandi. May sagði að atkvæðagreiðslan væri glæsileg leið til þess að sýna hvernig lýðræðið virkar með skýrum og ótvíræðum niðurstöðum.

Í yfirlýsingu May kom hún ekkert inn á Norður-Írland en þar er áfram bann við fóstureyðingum. Úrslit þessarar atkvæðagreiðslu gæti þó sett pressu á Norður Írland að gera eins.

Kaþólikkar eru vonsviknir með úrslitin og segja þetta veikja stöðu kirkjunnar


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×