Talið sannað að James Levine hafi beitt unga tónlistarmenn kynferðisofbeldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2018 23:15 James Levine, fyrrverandi tónlistarstjóri Metropolitan-óperunnar. Vísir/Getty Metropolitan-óperan í New York hefur slitið öllu samstarfi við fyrrverandi tónlistarstjóra óperunnar, James Levine, vegna ásakana á hendur honum um kynferðisbrot. Þetta kemur fram í tilkynningu frá óperunni.Levine, sem var á eftirlaunum sem tónlistarstjóri óperunnar (e. Music Director Emeritus), var vikið tímabundið úr starfi í desember síðastliðnum eftir að New York Times birti ásakanir fjögurra karlmanna á hendur honum. Í kjölfar ásakananna var hrint af stað rannsókn innan Metropolitan-óperunnar sem leiddi til þess að Levine var rekinn í kvöld, bæði sem tónlistarstjóri og listrænn stjórnandi sérstakrar deildar fyrir unga tónlistarmenn. Áreitti varnarlausa listamenn Í tilkynningu segir enn fremur að nú teljist sannað að Levine hafi „áreitt varnarlausa listamenn“ og beitt þá kynferðisofbeldi, á meðan hann starfaði sem tónlistarstjóri hjá óperunni og áður en hann var ráðinn til starfans. Þá þykir einnig sannað að hann hafi sýnt af sér sambærilega hegðun í árdaga ferils síns þegar hann vann náið með ungum tónlistarnemum. Rætt var við 70 einstaklinga vegna málsins. „Í ljósi þessara upplýsinga ályktar Metropolitan-óperan að áframhaldandi samstarf Levine við óperuna væri bæði óviðeigandi og ómögulegt,“ segir í tilkynningu. Levine, sem er 74 ára, á glæstan feril að baki sem tónlistarstjóri og starfaði hjá Metropolitan-óperunni í 40 ár þangað til hann fór á eftirlaun árið 2016. Þvertaka fyrir að hafa þaggað málið niður Í desember í fyrra stigu fjórir menn fram og sökuðu Levine um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi en ásakanirnar spönnuðu þriggja áratuga tímabil. Þrír mannanna voru undir lögaldri þegar Levine misnotaði þá en hann er sagður hafa nýtt sér yfirburðarstöðu sína sem tónlistarstjóri við skóla og tónlistarhátíðir til að nálgast mennina. Þá voru forsvarsmenn Metropolitan-óperunnar gagnrýndir fyrir að hafa verið meðvitaðir um ásakanirnar í a.m.k. einu tilviki. Í tilkynningu þvertekur óperan þó fyrir að hafa vitað af málinu og reynt að þagga það niður. Þá neitar Levine ásökunum mannanna. Orðrómur um kynferðisbrot Levine hafði lengi verið á kreiki áður en mennirnir stigu fram og báru ásakanir á hendur honum. Johanna Fiedler, fyrrum upplýsingafulltrúi Metropolitan-óperunnar, greindi frá sögusögnum þess efnis í bók sinni Molto Agitato: The Mayhem Behind the Music at the Metropolitan Opera en bókin kom út árið 2001. MeToo Bandaríkin Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Metropolitan-óperan í New York hefur slitið öllu samstarfi við fyrrverandi tónlistarstjóra óperunnar, James Levine, vegna ásakana á hendur honum um kynferðisbrot. Þetta kemur fram í tilkynningu frá óperunni.Levine, sem var á eftirlaunum sem tónlistarstjóri óperunnar (e. Music Director Emeritus), var vikið tímabundið úr starfi í desember síðastliðnum eftir að New York Times birti ásakanir fjögurra karlmanna á hendur honum. Í kjölfar ásakananna var hrint af stað rannsókn innan Metropolitan-óperunnar sem leiddi til þess að Levine var rekinn í kvöld, bæði sem tónlistarstjóri og listrænn stjórnandi sérstakrar deildar fyrir unga tónlistarmenn. Áreitti varnarlausa listamenn Í tilkynningu segir enn fremur að nú teljist sannað að Levine hafi „áreitt varnarlausa listamenn“ og beitt þá kynferðisofbeldi, á meðan hann starfaði sem tónlistarstjóri hjá óperunni og áður en hann var ráðinn til starfans. Þá þykir einnig sannað að hann hafi sýnt af sér sambærilega hegðun í árdaga ferils síns þegar hann vann náið með ungum tónlistarnemum. Rætt var við 70 einstaklinga vegna málsins. „Í ljósi þessara upplýsinga ályktar Metropolitan-óperan að áframhaldandi samstarf Levine við óperuna væri bæði óviðeigandi og ómögulegt,“ segir í tilkynningu. Levine, sem er 74 ára, á glæstan feril að baki sem tónlistarstjóri og starfaði hjá Metropolitan-óperunni í 40 ár þangað til hann fór á eftirlaun árið 2016. Þvertaka fyrir að hafa þaggað málið niður Í desember í fyrra stigu fjórir menn fram og sökuðu Levine um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi en ásakanirnar spönnuðu þriggja áratuga tímabil. Þrír mannanna voru undir lögaldri þegar Levine misnotaði þá en hann er sagður hafa nýtt sér yfirburðarstöðu sína sem tónlistarstjóri við skóla og tónlistarhátíðir til að nálgast mennina. Þá voru forsvarsmenn Metropolitan-óperunnar gagnrýndir fyrir að hafa verið meðvitaðir um ásakanirnar í a.m.k. einu tilviki. Í tilkynningu þvertekur óperan þó fyrir að hafa vitað af málinu og reynt að þagga það niður. Þá neitar Levine ásökunum mannanna. Orðrómur um kynferðisbrot Levine hafði lengi verið á kreiki áður en mennirnir stigu fram og báru ásakanir á hendur honum. Johanna Fiedler, fyrrum upplýsingafulltrúi Metropolitan-óperunnar, greindi frá sögusögnum þess efnis í bók sinni Molto Agitato: The Mayhem Behind the Music at the Metropolitan Opera en bókin kom út árið 2001.
MeToo Bandaríkin Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira