Erlent

Refsiaðgerðir ESB gegn Rússlandi framlengdar

Kjartan Kjartansson skrifar
Vladimír Pútín Rússlandsforseti skálar líklega ekki fyrir ákvörðun leiðtogaráðs ESB um að framlengja refsiaðgerðirnar.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti skálar líklega ekki fyrir ákvörðun leiðtogaráðs ESB um að framlengja refsiaðgerðirnar. Vísir/AFP
Evrópusambandið (ESB) framlengdi refsiaðgerðir gegn Rússland vegna innlimunar Krímskaga og  stuðnings við uppreisnarmenn í Austur-Úkraínu um sex mánuði í dag. Leiðtogaráð ESB telur að aðstæður réttlæti ekki breytingar á refsiaðgerðunum.

Aðgerðirnar beinast að 150 einstaklingum og 38 fyrirtækjum. Eignir þeirra hafa verið frystar og möguleikar þeirra á að ferðast takmarkaðir, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.

Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 og hafa neitað að skila Úkraínu svæðinu síðan. Fulltrúar ESB og annarra vestrænna ríkja hafa einnig sakað rússnesk stjórnvöld um að styðja aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Tíu þúsund manns hafa fallið í átökum þar frá árinu 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×