Fundu aðra grunsamlega sendingu í Flórída sem stíluð var á Demókrata Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2018 13:17 Pakkarnir sem hafa verið stílaðir á þekkta andstæðinga Bandaríkjaforseta hafa litið svona út. EPA/FBI Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að grunsamlegur pakki, sem stílaður var á Cory Booker, öldungadeildarþingmann Demókrata, hafi fundist í Flórídaríki. Á sama tíma hefur annar grunsamlegur pakki hafi fundist á pósthúsi á Manhattan í New York. Sá var stílaður á James Clapper, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustustofnana í Bandaríkjunum. Síðustu daga hafa fundist á annan tug bréfasprengja í pökkum sem hafa verið stílaðir á þekkta pólitíska andstæðinga Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Greint var frá því í gær að lögregla í Bandaríkjunum hafi beint sjónum sínum að pósthúsi í Opa-locka í Miami í rannsókn sinni á bréfsprengjunum. Er talið að nokkrar sprengjur hið minnsta hafi verið sendar þaðan. Meðal þeirra sem hafa fengið sendan pakka eru forsetahjónin fyrrverandi Bill og Hillary Clinton, Barack og Michelle Obama, varaforsetinn fyrrverandi Joe Biden, milljarðamæringurinn George Soros, og leikarinn Robert de Niro. Engin sprengjanna hefur sprungið til þessa og er enn verið að rannsaka hvort að pakkarnir séu í raun útbúnir sprengibúnaði, en búnaðurinn sem fundist hefur í pökkunum líkist rörasprengjum. Umbúðir og merkingar á pökkunum þykja benda til þess að sami sendandinn sé að baki sendingunum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ýmislegt bendir til þess að sprengjurnar komi frá Flórída Lögregla í Bandaríkjunum beinir nú sjónum sínum að suðurhluta-Flórídaríkis í rannsókn þess á sprengjum sem hafa verið sendar nokkrum þekktum demókrötum og gagnrýnendum Donalds Trump forseta undanfarna daga. 25. október 2018 23:30 Leita logandi ljósi að sökudólgi FBI stýrir rannsókn á sprengjusendingum til áhrifamanna innan bandaríska vinstrisins. Ekki víst að sprengjunum hafi verið ætlað að springa. Forsetinn kennir fjölmiðlum um hatursfulla orðræðu en eitt fórnarlamba skýtur til baka á forsetann og segir æsimennsku hans og hótanir til háborinnar skammar. 26. október 2018 07:30 Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að grunsamlegur pakki, sem stílaður var á Cory Booker, öldungadeildarþingmann Demókrata, hafi fundist í Flórídaríki. Á sama tíma hefur annar grunsamlegur pakki hafi fundist á pósthúsi á Manhattan í New York. Sá var stílaður á James Clapper, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustustofnana í Bandaríkjunum. Síðustu daga hafa fundist á annan tug bréfasprengja í pökkum sem hafa verið stílaðir á þekkta pólitíska andstæðinga Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Greint var frá því í gær að lögregla í Bandaríkjunum hafi beint sjónum sínum að pósthúsi í Opa-locka í Miami í rannsókn sinni á bréfsprengjunum. Er talið að nokkrar sprengjur hið minnsta hafi verið sendar þaðan. Meðal þeirra sem hafa fengið sendan pakka eru forsetahjónin fyrrverandi Bill og Hillary Clinton, Barack og Michelle Obama, varaforsetinn fyrrverandi Joe Biden, milljarðamæringurinn George Soros, og leikarinn Robert de Niro. Engin sprengjanna hefur sprungið til þessa og er enn verið að rannsaka hvort að pakkarnir séu í raun útbúnir sprengibúnaði, en búnaðurinn sem fundist hefur í pökkunum líkist rörasprengjum. Umbúðir og merkingar á pökkunum þykja benda til þess að sami sendandinn sé að baki sendingunum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ýmislegt bendir til þess að sprengjurnar komi frá Flórída Lögregla í Bandaríkjunum beinir nú sjónum sínum að suðurhluta-Flórídaríkis í rannsókn þess á sprengjum sem hafa verið sendar nokkrum þekktum demókrötum og gagnrýnendum Donalds Trump forseta undanfarna daga. 25. október 2018 23:30 Leita logandi ljósi að sökudólgi FBI stýrir rannsókn á sprengjusendingum til áhrifamanna innan bandaríska vinstrisins. Ekki víst að sprengjunum hafi verið ætlað að springa. Forsetinn kennir fjölmiðlum um hatursfulla orðræðu en eitt fórnarlamba skýtur til baka á forsetann og segir æsimennsku hans og hótanir til háborinnar skammar. 26. október 2018 07:30 Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Ýmislegt bendir til þess að sprengjurnar komi frá Flórída Lögregla í Bandaríkjunum beinir nú sjónum sínum að suðurhluta-Flórídaríkis í rannsókn þess á sprengjum sem hafa verið sendar nokkrum þekktum demókrötum og gagnrýnendum Donalds Trump forseta undanfarna daga. 25. október 2018 23:30
Leita logandi ljósi að sökudólgi FBI stýrir rannsókn á sprengjusendingum til áhrifamanna innan bandaríska vinstrisins. Ekki víst að sprengjunum hafi verið ætlað að springa. Forsetinn kennir fjölmiðlum um hatursfulla orðræðu en eitt fórnarlamba skýtur til baka á forsetann og segir æsimennsku hans og hótanir til háborinnar skammar. 26. október 2018 07:30
Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00