Viðskipti innlent

Helga Hlín og Jón segja sig úr stjórn VÍS eftir deilur

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Í byrjun sumars steig Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, formaður stjórnar, tímabundið til hliðar vegna persónulegra mála.
Í byrjun sumars steig Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, formaður stjórnar, tímabundið til hliðar vegna persónulegra mála. VÍSIR/ANTON
Helga Hlín Hákonardóttir og Jón Sigurðsson ákváðu í gær að segja sig úr stjórn VÍS eftir að deilur komu upp um verkaskiptingu innan stjórnarinnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórnarformanni VÍS.

Helga Hlín Hákonardóttir.
Í byrjun sumars steig Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, formaður stjórnar, tímabundið til hliðar vegna persónulegra mála og tók Helga Hlín, þá varaformaður, tímabundið við sem formaður.

„Eftir umræður stjórnar í dag varð ljóst að Svanhildur hugðist ekki stíga aftur inn sem formaður og því þótti rétt að stjórn skipti með sér verkum að nýju.  Skiptar skoðanir voru um þetta á meðal stjórnarmanna en niðurstaða meirihluta stjórnar var kjósa formann og varaformann að nýju. Það eru mikil vonbrigði að Helga Hlín Hákonardóttir og Jón Sigurðsson skyldu ákveða að segja sig úr stjórn vegna þessa og harma ég það mjög,“ segir í tilkynningu, sem undirrituð er af Valdimari Svavarssyni, núverandi stjórnarformanni.

Ítrekað er að ekki var um að ræða deilur um stefnu, rekstur eða meiriháttar ákvarðanir heldur eingöngu um verkaskiptingu innan stjórnar VÍS.

Stjórn VÍS skipa nú Valdi­mar Svavars­son formaður, Gest­ur Breiðfjörð vara­formaður og Svan­hild­ur Nanna Vig­fús­dótt­ir. Vara­menn í stjórn eru Ólöf Hild­ur Páls­dótt­ir og Sveinn Friðrik Sveins­son. 


Tengdar fréttir

Félag Svanhildar hagnast um 464 milljónir

Félag Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur fjárfestis skilaði ríflega 464 milljóna króna hagnaði í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins, K2B fjárfestinga ehf






Fleiri fréttir

Sjá meira


×