Leita logandi ljósi að sökudólgi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. október 2018 07:30 Öll skotmörkin hafa gagnrýnt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega í fortíðinni. Getty/Chip Somodevilla Umfangsmikil leit að sprengjuvargi stendur nú yfir í Bandaríkjunum eftir að fjöldi áhrifamanna innan bandaríska Demókrataflokksins fékk sendar sprengjur í pósti. Í gær kom í ljós að tvær sprengjur hefðu verið sendar Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, og ein leikaranum Robert De Niro. Áður hafði verið greint frá sprengjusendingum til Baracks Obama, Clinton-hjóna, George Soros, CNN og fyrrverandi leyniþjónustustjórans Johns Brennan, þingkonunnar Maxine Waters og fyrrverandi dómsmálaráðherrans Erics Holder. Síðastnefndi pakkinn var þó endursendur til Debbie Wasserman Schultz, fyrrverandi formanns miðstjórnar Demókrataflokksins, en heimilisfang hennar var að sögn heimildarmanna bandarískra fjölmiðla að finna á fleiri pökkum. Sprengjurnar sem ætlaðar voru Biden og De Niro, en komust aldrei í hendur þeirra, voru áþekkar sprengjunum sem áður hafði verið fjallað um og þær því taldar hluti af þessu sama máli. Um rörasprengjur er að ræða. Sprengjupúður og glerbrot sett inn í plaströr sem var svo þakið svörtu límbandi. Á sprengjunni sem send var Brennan og CNN mátti einnig finna stafræna klukku og ef til vill á öðrum sprengjum líka. Sprengjan sem ætluð var De Niro var send á Tribeca Grill, veitingastað í hans eigu í New York-borg. Framleiðslufyrirtæki hans, TriBeCa Films, er í sama húsi. Samkvæmt fréttastofu NBC var enginn inni á staðnum þegar sprengjan uppgötvaðist. Öryggisvörður á staðnum hafði verið heima hjá sér að fylgjast með fréttum af þessu máli þegar hann mundi eftir því að hafa séð álíka pakka í póstherbergi byggingarinnar. Hann hringdi svo í lögreglu sem fór á staðinn og fjarlægði pakkann. Sprengjurnar sem ætlaðar voru Joe Biden fundust hins vegar sín á hvorri póstflokkunarstöðinni í heimaríki hans, Delaware. Önnur í Wilmington og hin í New Castle. Ekki er enn vitað hvort sprengjurnar hefðu í raun og veru getað sprungið og ber sérfræðingum og heimildarmönnum bandarískra fjölmiðla ekki saman um það. Viðmælendur The New York Times drógu það til að mynda í efa á meðan viðmælendur CNN sögðu sprengjurnar „illa gerðar en nothæfar“. Öll skotmörkin hafa gagnrýnt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega í fortíðinni og Trump skotið afar fast til baka. Til að mynda kallað Hillary Clinton spillta og Maxine Waters greindarskerta. Forsetanum hefur í gær og fyrradag verið kennt um að skapa sundrað og hatursfullt pólitískt andrúmsloft í Bandaríkjunum og því haldið fram að það hafi leitt til þessa voðaverks. Trump sagði í gær að stór hluti þeirrar reiði sem greina mætti í bandarísku samfélaginu væri tilkominn vegna „falskrar og rangrar“ umfjöllunar meginstraumsfjölmiðla. „Þetta er orðið svo slæmt og hatursfullt að það er varla hægt að lýsa því lengur. Meginstraumsfjölmiðlar þurfa að taka sig saman í andlitinu Í SNATRI,“ tísti forseti. Brennan, eitt skotmarkanna, svaraði um hæl á sama miðli: „Hættu að kenna öðrum um og líttu í spegil. Æsimennska þín, móðganir, lygar og hvatningar til líkamlegs ofbeldis eru til háborinnar skammar. Takt þú þig saman í andlitinu. Reyndu að haga þér eins og forseti.“ Samkvæmt CNN rannsaka yfirvöld málið sem innanríkishryðjuverk og liggja alþjóðleg hryðjuverkasamtök ekki undir grun. Verið er að reyna að rekja sendingarnar til baka til sendanda og stýrir hryðjuverkadeild alríkislögreglunnar FBI rannsókninni. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Ýmislegt bendir til þess að sprengjurnar komi frá Flórída Lögregla í Bandaríkjunum beinir nú sjónum sínum að suðurhluta-Flórídaríkis í rannsókn þess á sprengjum sem hafa verið sendar nokkrum þekktum demókrötum og gagnrýnendum Donalds Trump forseta undanfarna daga. 25. október 2018 23:30 Trump-liðar sjá forsetann sem fórnarlamb sprengjusendinga Síðustu daga hafa sprengjur verið sendar á þó nokkra gagnrýnendur og andstæðinga Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. október 2018 21:00 Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent Fleiri fréttir Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi Sjá meira
Umfangsmikil leit að sprengjuvargi stendur nú yfir í Bandaríkjunum eftir að fjöldi áhrifamanna innan bandaríska Demókrataflokksins fékk sendar sprengjur í pósti. Í gær kom í ljós að tvær sprengjur hefðu verið sendar Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, og ein leikaranum Robert De Niro. Áður hafði verið greint frá sprengjusendingum til Baracks Obama, Clinton-hjóna, George Soros, CNN og fyrrverandi leyniþjónustustjórans Johns Brennan, þingkonunnar Maxine Waters og fyrrverandi dómsmálaráðherrans Erics Holder. Síðastnefndi pakkinn var þó endursendur til Debbie Wasserman Schultz, fyrrverandi formanns miðstjórnar Demókrataflokksins, en heimilisfang hennar var að sögn heimildarmanna bandarískra fjölmiðla að finna á fleiri pökkum. Sprengjurnar sem ætlaðar voru Biden og De Niro, en komust aldrei í hendur þeirra, voru áþekkar sprengjunum sem áður hafði verið fjallað um og þær því taldar hluti af þessu sama máli. Um rörasprengjur er að ræða. Sprengjupúður og glerbrot sett inn í plaströr sem var svo þakið svörtu límbandi. Á sprengjunni sem send var Brennan og CNN mátti einnig finna stafræna klukku og ef til vill á öðrum sprengjum líka. Sprengjan sem ætluð var De Niro var send á Tribeca Grill, veitingastað í hans eigu í New York-borg. Framleiðslufyrirtæki hans, TriBeCa Films, er í sama húsi. Samkvæmt fréttastofu NBC var enginn inni á staðnum þegar sprengjan uppgötvaðist. Öryggisvörður á staðnum hafði verið heima hjá sér að fylgjast með fréttum af þessu máli þegar hann mundi eftir því að hafa séð álíka pakka í póstherbergi byggingarinnar. Hann hringdi svo í lögreglu sem fór á staðinn og fjarlægði pakkann. Sprengjurnar sem ætlaðar voru Joe Biden fundust hins vegar sín á hvorri póstflokkunarstöðinni í heimaríki hans, Delaware. Önnur í Wilmington og hin í New Castle. Ekki er enn vitað hvort sprengjurnar hefðu í raun og veru getað sprungið og ber sérfræðingum og heimildarmönnum bandarískra fjölmiðla ekki saman um það. Viðmælendur The New York Times drógu það til að mynda í efa á meðan viðmælendur CNN sögðu sprengjurnar „illa gerðar en nothæfar“. Öll skotmörkin hafa gagnrýnt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega í fortíðinni og Trump skotið afar fast til baka. Til að mynda kallað Hillary Clinton spillta og Maxine Waters greindarskerta. Forsetanum hefur í gær og fyrradag verið kennt um að skapa sundrað og hatursfullt pólitískt andrúmsloft í Bandaríkjunum og því haldið fram að það hafi leitt til þessa voðaverks. Trump sagði í gær að stór hluti þeirrar reiði sem greina mætti í bandarísku samfélaginu væri tilkominn vegna „falskrar og rangrar“ umfjöllunar meginstraumsfjölmiðla. „Þetta er orðið svo slæmt og hatursfullt að það er varla hægt að lýsa því lengur. Meginstraumsfjölmiðlar þurfa að taka sig saman í andlitinu Í SNATRI,“ tísti forseti. Brennan, eitt skotmarkanna, svaraði um hæl á sama miðli: „Hættu að kenna öðrum um og líttu í spegil. Æsimennska þín, móðganir, lygar og hvatningar til líkamlegs ofbeldis eru til háborinnar skammar. Takt þú þig saman í andlitinu. Reyndu að haga þér eins og forseti.“ Samkvæmt CNN rannsaka yfirvöld málið sem innanríkishryðjuverk og liggja alþjóðleg hryðjuverkasamtök ekki undir grun. Verið er að reyna að rekja sendingarnar til baka til sendanda og stýrir hryðjuverkadeild alríkislögreglunnar FBI rannsókninni.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Ýmislegt bendir til þess að sprengjurnar komi frá Flórída Lögregla í Bandaríkjunum beinir nú sjónum sínum að suðurhluta-Flórídaríkis í rannsókn þess á sprengjum sem hafa verið sendar nokkrum þekktum demókrötum og gagnrýnendum Donalds Trump forseta undanfarna daga. 25. október 2018 23:30 Trump-liðar sjá forsetann sem fórnarlamb sprengjusendinga Síðustu daga hafa sprengjur verið sendar á þó nokkra gagnrýnendur og andstæðinga Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. október 2018 21:00 Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent Fleiri fréttir Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi Sjá meira
Ýmislegt bendir til þess að sprengjurnar komi frá Flórída Lögregla í Bandaríkjunum beinir nú sjónum sínum að suðurhluta-Flórídaríkis í rannsókn þess á sprengjum sem hafa verið sendar nokkrum þekktum demókrötum og gagnrýnendum Donalds Trump forseta undanfarna daga. 25. október 2018 23:30
Trump-liðar sjá forsetann sem fórnarlamb sprengjusendinga Síðustu daga hafa sprengjur verið sendar á þó nokkra gagnrýnendur og andstæðinga Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. október 2018 21:00
Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00