Coca-Cola sagt vilja framleiða kannabisdrykki Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. september 2018 15:51 Coca-Cola gæti notað Cannabidiol í vörur sínar í framtíðinni. vísir/getty Gosdrykkjarisinn Coca-Cola er sagður eiga í viðræðum við kanadískan kannbisræktanda. Markmiðið með viðræðunum, að sögn miðilisins BNN Bloomberg, er að þróa gosdrykki sem munu innihalda Cannabidiol, eitt af innihaldsefnum kannabis. Markmiðið sé þó ekki að nota efnið sem vímugjafa heldur til að slá á verki. Coca-Cola hefur ekki viljað tjá sig um viðræðurnar en segir þó að fyrirtækið fylgist náið með framvindu kannabisdrykkjarmarkaðarins. Coca-Cola segist því vera í sambærilegum hugleiðingum og aðrir drykkjarvöruframleiðendur, sem íhuga að nota cannabidiol í vörur sínar í framtíðinni. Cannabidiol er sagt geta slegið á bólgur, verki og krampa en hefur þó engin ofskynjunaráhrif. Viðræður Coca-Cola og kanadíska kannabisframleiðandans Aurora Cannabis eru sagðar á vef breska ríkisútvarpsins vera afsprengi nýrrar vímuefnalöggjafar í Kanada. Frá og með 17. október næstkomandi geta Kanadamenn keypt sér kannabis löglega, en áður hafði notkun efnisins aðeins verið lögleg í læknisfræðilegum tilgangi. Fyrr á þessu ári var greint frá samstarfi bjórrisans Molson Coors Brewing og Hydropothecary, sem framleiðir margvíslegar vörur úr kannabis. Þá fjárfesti Costellation Brands, sem er hvað þekktast fyrir bjórinn Corona, í kannabisframleiðandanum Canopy Grotwh fyrir um fjóra milljarða dala. Verði af samstarfi Coca-Cola og Aurora væri um að ræða fyrstu tilraun gosdrykkjaframleiðanda til að fóta sig á kannabisdrykkjamarkaðnum. Tengdar fréttir Kannabis lögleitt í Kanada Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gærkvöld að lögheimila alfarið vímuefnið kannabis í landinu. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gosdrykkjarisinn Coca-Cola er sagður eiga í viðræðum við kanadískan kannbisræktanda. Markmiðið með viðræðunum, að sögn miðilisins BNN Bloomberg, er að þróa gosdrykki sem munu innihalda Cannabidiol, eitt af innihaldsefnum kannabis. Markmiðið sé þó ekki að nota efnið sem vímugjafa heldur til að slá á verki. Coca-Cola hefur ekki viljað tjá sig um viðræðurnar en segir þó að fyrirtækið fylgist náið með framvindu kannabisdrykkjarmarkaðarins. Coca-Cola segist því vera í sambærilegum hugleiðingum og aðrir drykkjarvöruframleiðendur, sem íhuga að nota cannabidiol í vörur sínar í framtíðinni. Cannabidiol er sagt geta slegið á bólgur, verki og krampa en hefur þó engin ofskynjunaráhrif. Viðræður Coca-Cola og kanadíska kannabisframleiðandans Aurora Cannabis eru sagðar á vef breska ríkisútvarpsins vera afsprengi nýrrar vímuefnalöggjafar í Kanada. Frá og með 17. október næstkomandi geta Kanadamenn keypt sér kannabis löglega, en áður hafði notkun efnisins aðeins verið lögleg í læknisfræðilegum tilgangi. Fyrr á þessu ári var greint frá samstarfi bjórrisans Molson Coors Brewing og Hydropothecary, sem framleiðir margvíslegar vörur úr kannabis. Þá fjárfesti Costellation Brands, sem er hvað þekktast fyrir bjórinn Corona, í kannabisframleiðandanum Canopy Grotwh fyrir um fjóra milljarða dala. Verði af samstarfi Coca-Cola og Aurora væri um að ræða fyrstu tilraun gosdrykkjaframleiðanda til að fóta sig á kannabisdrykkjamarkaðnum.
Tengdar fréttir Kannabis lögleitt í Kanada Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gærkvöld að lögheimila alfarið vímuefnið kannabis í landinu. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Kannabis lögleitt í Kanada Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gærkvöld að lögheimila alfarið vímuefnið kannabis í landinu. 20. júní 2018 06:00