Áætla að vélmenni búi til fleiri störf en þau ryðja úr vegi Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. september 2018 12:07 Mikil tilfærsla mun eiga sér stað á vinnumarkaði á komandi árum. vísir/getty Sjálfvirkni mun leiða af sér fleiri störf í framtíðinni heldur en munu glatast vegna vélvæðingarinnar, ef marka má nýja skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). Áætlað er að fram til ársins 2022 munu 75 milljón störf verða sjálfvirkni að bráð en að á sama tímabili verði til 133 milljón ný störf vegna þeirra - sem gerir fjölgun upp á 58 milljón störf. Alþjóðaefnahagsráðið segir að með tilkomu aukinnar vélvæðingar verði hægt að færa mikið vinnuafl úr einhæfum, ókrefjandi störfum og nýta þannig betur hæfi- og eiginleika fólks. Sérfræðingar hafa þó sett spurningarmerki við þessa þróun og bent á að ekkert sé í hendi í þessum efnum. Ómögulegt sé að slá því föstu að fólk sem missir vinnuna vegna vélvæðingar gangi inn í önnur „meira krefjandi“ störf. Alþjóðaefnagsráðið segir að með aukinni sjálfvirkni verði hægt að margfalda afköst og framleiðni þeirra starfa sem nú þegar eru til - auk þess sem að sjálfvirkni muni leiða til fjölda nýrra starfa. Til að mynda muni hverskyns gagnasérfræðingum, forriturum og samfélagsmiðlagreinendum fjölga mikið, rétt eins og störfum sem hvíla á „mannlegum sérkennum.“ Í því samhengi er talað um hvers kyns þjónustu-, ráðgjafa og kennslustörf.Styðji við endurmenntun Engu að síður muni sjálfvirkni valda mikilli röskun á vinnumarkaði eftir því sem fleiri störf verða óþörf, sem í nýsköpunarfræðunum er kölluð „skapandi eyðilegging.“ Vélmenni munu að öllum líkindum hirða störf af starfmönnum bókhaldsfyrirtækja, verksmiðja og póstburðarþjónusta, auk þess sem ritarar og gjaldkerar verða með öllu óþarfir þegar fram líða stundir. Meðfram þessum breytingum segir Alþjóðaefnahagsráðið að nauðsynlegt sé að vinnuafl auki hæfni sína og bæti við sig þekkingu á sviðum sem staðið geti af sér áhlaup tækninnar. Í skýrslunni eru stjórnvöld heimsins jafnframt hvött til að koma sér upp öryggisnetum fyrir fólk sem glatar störfum sínum í hendur sjálfvirkninnar. Það megi til að mynda gera með því að styðja fólk til endurmenntunar. Skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins má nálgast hér. Nýsköpun Tækni Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sjálfvirkni mun leiða af sér fleiri störf í framtíðinni heldur en munu glatast vegna vélvæðingarinnar, ef marka má nýja skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). Áætlað er að fram til ársins 2022 munu 75 milljón störf verða sjálfvirkni að bráð en að á sama tímabili verði til 133 milljón ný störf vegna þeirra - sem gerir fjölgun upp á 58 milljón störf. Alþjóðaefnahagsráðið segir að með tilkomu aukinnar vélvæðingar verði hægt að færa mikið vinnuafl úr einhæfum, ókrefjandi störfum og nýta þannig betur hæfi- og eiginleika fólks. Sérfræðingar hafa þó sett spurningarmerki við þessa þróun og bent á að ekkert sé í hendi í þessum efnum. Ómögulegt sé að slá því föstu að fólk sem missir vinnuna vegna vélvæðingar gangi inn í önnur „meira krefjandi“ störf. Alþjóðaefnagsráðið segir að með aukinni sjálfvirkni verði hægt að margfalda afköst og framleiðni þeirra starfa sem nú þegar eru til - auk þess sem að sjálfvirkni muni leiða til fjölda nýrra starfa. Til að mynda muni hverskyns gagnasérfræðingum, forriturum og samfélagsmiðlagreinendum fjölga mikið, rétt eins og störfum sem hvíla á „mannlegum sérkennum.“ Í því samhengi er talað um hvers kyns þjónustu-, ráðgjafa og kennslustörf.Styðji við endurmenntun Engu að síður muni sjálfvirkni valda mikilli röskun á vinnumarkaði eftir því sem fleiri störf verða óþörf, sem í nýsköpunarfræðunum er kölluð „skapandi eyðilegging.“ Vélmenni munu að öllum líkindum hirða störf af starfmönnum bókhaldsfyrirtækja, verksmiðja og póstburðarþjónusta, auk þess sem ritarar og gjaldkerar verða með öllu óþarfir þegar fram líða stundir. Meðfram þessum breytingum segir Alþjóðaefnahagsráðið að nauðsynlegt sé að vinnuafl auki hæfni sína og bæti við sig þekkingu á sviðum sem staðið geti af sér áhlaup tækninnar. Í skýrslunni eru stjórnvöld heimsins jafnframt hvött til að koma sér upp öryggisnetum fyrir fólk sem glatar störfum sínum í hendur sjálfvirkninnar. Það megi til að mynda gera með því að styðja fólk til endurmenntunar. Skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins má nálgast hér.
Nýsköpun Tækni Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira