Tollar eru ekki séríslenskt fyrirbæri Halla Signý Kristjánsdóttir og Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 28. nóvember 2019 17:35 Umræða um tolla á matvæli og tolla almennt skýtur reglulega upp kollinum í umræðunni hér á landi en þá stíga gjarnan fram á völlinn valinkunnir talsmenn frjálshyggjunnar og fara frjálslega með staðreyndir. Þá virðist oft gleymast að það eru tvær hliðar á öllum málum en tollar á vörum þekkjast út um allan heim. Þjóðir setja á tolla til að vernda framleiðslu sína, þjóðartekjur og jafna þannig aðstöðumuninn sem snertir framleiðslu. Til að mynda er Evrópusambandið mikið tollabandalag þar sem innri markaðurinn er eitt svæði og lönd utan hans annað. Íslendingar hafa ákveðna innflutningstolla inn á ESB-svæðið fyrir skyr, lambakjöt og unninn lax. Þeir tollar eru settir af ESB til að verja eigin framleiðslu og hagkerfi og tryggja að bændur og úrvinnslugeirinn á þessu svæði hafi ákveðið öryggi fyrir sína framleiðslu. Tekjur þjóða vegna mjólkurframleiðslu, eins og t.d. í Hollandi skipta þessar þjóðir máli.Aðstöðumunur Ísland setur tolla á ákveðnar vörur sem og önnur lönd. Af hverju er það gert? Jú, eins og áður hefur verið komi inn á er það gert til að vernda íslenska framleiðslu og hagkerfið. Í hinum fullkomna heimi væri jafndýrt að framleiða kjöt á Spáni og í Barðastrandarsýslu. Svo er hins vegar ekki. Veðurfar, löggjöf um aðbúnað og hirðingu, húsakostur og aðstæður til ræktunar eru ekki sambærilegar. Ísland er í fremstu röð þegar kemur að hirðingu og aðbúnaði, veðurfar hér er gjörólíkt vegna staðsetningar landsins á jarðarkringlunni og því þarf húsakostur að vera betri og veglegri. Það hefur kostnað í för með sér fyrir framleiðsluna. Þarna er síðan ótalinn einn stærsti þátturinn sem er launakostnaður. Við Íslendingar eru heppnir að því leiti að hér ríkir velmegun í samfélaginu. Launastig er hátt og langt frá því að vera nálægt því sem gengur og gerist í landbúnaðargeiranum erlendis. Víða er treyst á ódýrt, aðflutt vinnuafl sem fær einungis brot af þeim launum sem gengur og gerist fyrir sambærileg störf hér á landi. Við viljum hafa matvælaframleiðslu hér á landi. Við viljum hafa hana til þess að við getum keypt hágæðavöru sem framleidd er við bestu mögulegu aðstæður og skapa á sama tíma vinnu fyrir fólkið í landinu. Það gleymist nefnilega oft að það eru þúsundir sem vinna við matvælaframleiðslu hér á landi. Þetta fólk borgar hér skatta og skyldur sem og fyrirtækin sem stunda sína framleiðslu. Það gera verkamennirnir sem vinna á svínabúunum á Spáni ekki. Erlend fyrirtæki borga ekki skatta og skyldur hér á landi og þau skapa ekki störf fyrir fólkið á Húsavík eða Hvammstanga.Tollar um allan heim Oft er látið að því liggja í umfjöllun þeirra sem virðast þjást af einskærri þrá og löngun til að leggja af tolla, að tollar séu séríslenskt fyrirbæri eins og Grýla og Leppalúði. Skal það sérstaklega undirstrikað að undirrituð eru ekki að bugast af slíkri löngun. Tollar eru og verða til staðar á meðan við lifum ekki í hinum fullkomna heimi frjálsra viðskipta. Sá tími mun seint koma því að samkeppnishæfni þjóða og hlutfallslegir yfirburðir þeirra eru mjög ólík. Þjóðir munu áfram vernda framleiðslu sína og störf íbúanna. Það verður líka gert á Íslandi á meðan við höfum ákveðna framleiðslu áfram hér á landi fyrir fólkið í landinu. Það er margt fólk sem starfar við greinar sem njóta tollverndar hér á landi og það fólk er líka íbúar sem á rétt á því að stjórnvöld standi vörð um störf þess.Höfundar eru þingmenn Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Halla Signý Kristjánsdóttir Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Sjá meira
Umræða um tolla á matvæli og tolla almennt skýtur reglulega upp kollinum í umræðunni hér á landi en þá stíga gjarnan fram á völlinn valinkunnir talsmenn frjálshyggjunnar og fara frjálslega með staðreyndir. Þá virðist oft gleymast að það eru tvær hliðar á öllum málum en tollar á vörum þekkjast út um allan heim. Þjóðir setja á tolla til að vernda framleiðslu sína, þjóðartekjur og jafna þannig aðstöðumuninn sem snertir framleiðslu. Til að mynda er Evrópusambandið mikið tollabandalag þar sem innri markaðurinn er eitt svæði og lönd utan hans annað. Íslendingar hafa ákveðna innflutningstolla inn á ESB-svæðið fyrir skyr, lambakjöt og unninn lax. Þeir tollar eru settir af ESB til að verja eigin framleiðslu og hagkerfi og tryggja að bændur og úrvinnslugeirinn á þessu svæði hafi ákveðið öryggi fyrir sína framleiðslu. Tekjur þjóða vegna mjólkurframleiðslu, eins og t.d. í Hollandi skipta þessar þjóðir máli.Aðstöðumunur Ísland setur tolla á ákveðnar vörur sem og önnur lönd. Af hverju er það gert? Jú, eins og áður hefur verið komi inn á er það gert til að vernda íslenska framleiðslu og hagkerfið. Í hinum fullkomna heimi væri jafndýrt að framleiða kjöt á Spáni og í Barðastrandarsýslu. Svo er hins vegar ekki. Veðurfar, löggjöf um aðbúnað og hirðingu, húsakostur og aðstæður til ræktunar eru ekki sambærilegar. Ísland er í fremstu röð þegar kemur að hirðingu og aðbúnaði, veðurfar hér er gjörólíkt vegna staðsetningar landsins á jarðarkringlunni og því þarf húsakostur að vera betri og veglegri. Það hefur kostnað í för með sér fyrir framleiðsluna. Þarna er síðan ótalinn einn stærsti þátturinn sem er launakostnaður. Við Íslendingar eru heppnir að því leiti að hér ríkir velmegun í samfélaginu. Launastig er hátt og langt frá því að vera nálægt því sem gengur og gerist í landbúnaðargeiranum erlendis. Víða er treyst á ódýrt, aðflutt vinnuafl sem fær einungis brot af þeim launum sem gengur og gerist fyrir sambærileg störf hér á landi. Við viljum hafa matvælaframleiðslu hér á landi. Við viljum hafa hana til þess að við getum keypt hágæðavöru sem framleidd er við bestu mögulegu aðstæður og skapa á sama tíma vinnu fyrir fólkið í landinu. Það gleymist nefnilega oft að það eru þúsundir sem vinna við matvælaframleiðslu hér á landi. Þetta fólk borgar hér skatta og skyldur sem og fyrirtækin sem stunda sína framleiðslu. Það gera verkamennirnir sem vinna á svínabúunum á Spáni ekki. Erlend fyrirtæki borga ekki skatta og skyldur hér á landi og þau skapa ekki störf fyrir fólkið á Húsavík eða Hvammstanga.Tollar um allan heim Oft er látið að því liggja í umfjöllun þeirra sem virðast þjást af einskærri þrá og löngun til að leggja af tolla, að tollar séu séríslenskt fyrirbæri eins og Grýla og Leppalúði. Skal það sérstaklega undirstrikað að undirrituð eru ekki að bugast af slíkri löngun. Tollar eru og verða til staðar á meðan við lifum ekki í hinum fullkomna heimi frjálsra viðskipta. Sá tími mun seint koma því að samkeppnishæfni þjóða og hlutfallslegir yfirburðir þeirra eru mjög ólík. Þjóðir munu áfram vernda framleiðslu sína og störf íbúanna. Það verður líka gert á Íslandi á meðan við höfum ákveðna framleiðslu áfram hér á landi fyrir fólkið í landinu. Það er margt fólk sem starfar við greinar sem njóta tollverndar hér á landi og það fólk er líka íbúar sem á rétt á því að stjórnvöld standi vörð um störf þess.Höfundar eru þingmenn Framsóknarflokksins.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun