Innlent

Á­fram létt­skýjað, kalt og breyti­leg átt

Atli Ísleifsson skrifar
Frost verður á bilinu 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands, en frostlaust við vesturströndina yfir daginn.
Frost verður á bilinu 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands, en frostlaust við vesturströndina yfir daginn. vísir/vilhelm
Veðurstofan spáir vestlægri eða breytilegri átt, víða þrír til átta metrar á sekúndu, og yfirleitt léttskýjað. Reikna má með að það þykkni upp um landið vestanvert með stöku éljum eftir hádegi.

Frost verður á bilinu 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands, en frostlaust við vesturströndina yfir daginn.

„Á morgun verður að mestu skýjað og dálítil él norðan og vestantil, en léttskýjað suðaustanlands. Það hlýnar um helgina með úrkomu um norðan- og vestanvert landið, fyrst éljum og síðar rigningu. Svo er útlit fyrir suðlægar áttir með vætu og mildu veðri eftir helgi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur næstu daga

Á föstudag: Vestan 3-8 m/s og lítilsháttar él V-lands og með N-ströndinni, annars skýjað að mestu. Frost víða 0 til 8 stig, mildast vestast.

Á laugardag: Vestan 5-13 m/s og él um landið N- og V-vert, en slydduél V-til um kvöldið. Þurrt að kalla annars staðar. Hlýnandi veður.

Á sunnudag: Vaxandi suðlæg átt og rigning, en úrkomulítið A-lands. Hiti frá frostmarki NA-til upp í 7 stig með S- og V-ströndinni.

Á mánudag og þriðjudag: Suðvestanátt með rigningu, einkum S- og V-til. Milt í veðri.

Á miðvikudag: Útlit fyrir suðvestanátt með éljum um landið V-vert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×