Hverfandi hvel Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 28. nóvember 2019 11:00 Steinunn Sigurðardóttir (f. 1950) á fimmtíu ára skáldaafmæli um þessar mundir og Dimmumót er hennar tíunda ljóðabók. Stjörnur: **** Dimmumót Steinunn Sigurðardóttir Fjöldi síðna: 92 Útgefandi: Mál og menning / Forlagið Jöklunum blæðir út „eins og hverju öðru helsærðu dýri“ segir í bókinni Dimmumót sem er nýjasta ljóðabók Steinunnar Sigurðardóttur. Er þar dregin upp heldur dökk mynd af því sem bíður, vegna þess að „í því glæra blóði mun hálfur heimurinn hrekkjast og drekkjast“ (60). Ljóð bókarinnar eru sem sagt helguð hörfandi jöklum landsins og hamfarahlýnun jarðar.Hvítagullfjallið ofaröllu ljós landsins.Það fer og skuggarnir verða. (26) Steinunn Sigurðardóttir (f. 1950) á fimmtíu ára skáldaafmæli um þessar mundir og Dimmumót er hennar tíunda ljóðabók. Steinunn var aðeins 19 ára gömul þegar hennar fyrsta bók, Sífellur, kom út en frá þeim tíma hefur hún jöfnum höndum gefið út ljóðmæli og skáldsögur og hlotið margvíslegar viðurkenningar og verðlaun fyrir ritstörf sín, svo sem verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og íslensku bókmenntaverðlaunin. Hún hefur lengi látið sig varða náttúru landsins og umhverfismál á ýmsum vettvangi. Þessi ljóðabók er þó sú afdráttarlausasta sem frá henni hefur komið um þau efni. Inn í lýsingar á hopandi jöklum, saman við hughrif og tilfinningar sem sú þróun vekur, tvinnast uppvaxtarsaga telpukorns sem svipar sterklega til Steinunnar sjálfrar. Ber þar nýrra við, því hingað til hefur Steinunn haldið sjálfri sér utan við eigin skáldverk. Hér hins vegar byggir hún á bernskuupplifunum þegar hún varði hluta æsku sinnar í návist jökla, einkum í Fljótshlíð, eins og fram hefur komið í nýlegu viðtali. Þannig fær „stelpan“ í ljóðabókinni að kynnast sveitinni þar sem jökullinn gnæfir mikill og bjartur við himin, táknmynd varanleikans sem þó er á hverfanda hveli. Jökullinn, svo sterkur og máttugur sem hann virðist, er bara vatn í fjötrum þegar allt kemur til alls, ofurseldur umhverfi sínu og loftslagi. Vatn sem leysist og rennur burt. Þannig verður Vatnajökull að tvíræðu tákni hugar og heims. Vonir og draumar hverfa á braut, varanleg gildi sömuleiðis. Allt er breytingum undirorpið og nafn jökulsins felur í sér dystópískan spádóm um um afdrif þiðnandi vatna-jökla. Myndmál ljóðanna er opið og orðfærið afdráttarlaust. Mennirnir eru „móðurmorðingjar“ (80) sem hirða ekki um jörðina heldur drepa hana hægt og örugglega með aðgerðum sínum og aðgerðaleysi.Hafið súrnar og plastvæðist.Garmurinn fiskur étur plastið og við étum garminn.Frýs í æðum plastblóð andskotans. (77) Titill bókarinnar Dimmumót geymir myrkan grun. Nafnið mun vera skaftfellska og merkja ljósaskipti. Lítill vafi leikur á því að ljósaskiptin boða nótt en ekki dag. Þann skilning staðfestir röðun ljóðanna í nokkra bálka, sá fyrsti nefnist „Það kemur í ljós“ en sá síðasti „Það hverfur“. Eins og jafnan áður í ljóðabókum Steinunnar getur hér víða að líta tilvísanir í bókmenntahefðina, jafnt Ritninguna sem verk íslenskra skálda. Í anda Jónasar Hallgrímssonar skartar textinn nýyrðum og nýgervingum sem auðga ljóðmálið og votta öruggt vald höfundar síns á íslensku máli: Fagurkalt haf, dulareyjan ósnertanlega, ísfiðrildislíf, eilífðarfjall, harmsól og hávaðableik kvöldsól eru aðeins nokkur dæmi þar um, valin af handahófi.NIÐURSTAÐA: Kraftmikil og myndræn tjáning á heimsins bráðasta samtímavanda. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Stjörnur: **** Dimmumót Steinunn Sigurðardóttir Fjöldi síðna: 92 Útgefandi: Mál og menning / Forlagið Jöklunum blæðir út „eins og hverju öðru helsærðu dýri“ segir í bókinni Dimmumót sem er nýjasta ljóðabók Steinunnar Sigurðardóttur. Er þar dregin upp heldur dökk mynd af því sem bíður, vegna þess að „í því glæra blóði mun hálfur heimurinn hrekkjast og drekkjast“ (60). Ljóð bókarinnar eru sem sagt helguð hörfandi jöklum landsins og hamfarahlýnun jarðar.Hvítagullfjallið ofaröllu ljós landsins.Það fer og skuggarnir verða. (26) Steinunn Sigurðardóttir (f. 1950) á fimmtíu ára skáldaafmæli um þessar mundir og Dimmumót er hennar tíunda ljóðabók. Steinunn var aðeins 19 ára gömul þegar hennar fyrsta bók, Sífellur, kom út en frá þeim tíma hefur hún jöfnum höndum gefið út ljóðmæli og skáldsögur og hlotið margvíslegar viðurkenningar og verðlaun fyrir ritstörf sín, svo sem verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og íslensku bókmenntaverðlaunin. Hún hefur lengi látið sig varða náttúru landsins og umhverfismál á ýmsum vettvangi. Þessi ljóðabók er þó sú afdráttarlausasta sem frá henni hefur komið um þau efni. Inn í lýsingar á hopandi jöklum, saman við hughrif og tilfinningar sem sú þróun vekur, tvinnast uppvaxtarsaga telpukorns sem svipar sterklega til Steinunnar sjálfrar. Ber þar nýrra við, því hingað til hefur Steinunn haldið sjálfri sér utan við eigin skáldverk. Hér hins vegar byggir hún á bernskuupplifunum þegar hún varði hluta æsku sinnar í návist jökla, einkum í Fljótshlíð, eins og fram hefur komið í nýlegu viðtali. Þannig fær „stelpan“ í ljóðabókinni að kynnast sveitinni þar sem jökullinn gnæfir mikill og bjartur við himin, táknmynd varanleikans sem þó er á hverfanda hveli. Jökullinn, svo sterkur og máttugur sem hann virðist, er bara vatn í fjötrum þegar allt kemur til alls, ofurseldur umhverfi sínu og loftslagi. Vatn sem leysist og rennur burt. Þannig verður Vatnajökull að tvíræðu tákni hugar og heims. Vonir og draumar hverfa á braut, varanleg gildi sömuleiðis. Allt er breytingum undirorpið og nafn jökulsins felur í sér dystópískan spádóm um um afdrif þiðnandi vatna-jökla. Myndmál ljóðanna er opið og orðfærið afdráttarlaust. Mennirnir eru „móðurmorðingjar“ (80) sem hirða ekki um jörðina heldur drepa hana hægt og örugglega með aðgerðum sínum og aðgerðaleysi.Hafið súrnar og plastvæðist.Garmurinn fiskur étur plastið og við étum garminn.Frýs í æðum plastblóð andskotans. (77) Titill bókarinnar Dimmumót geymir myrkan grun. Nafnið mun vera skaftfellska og merkja ljósaskipti. Lítill vafi leikur á því að ljósaskiptin boða nótt en ekki dag. Þann skilning staðfestir röðun ljóðanna í nokkra bálka, sá fyrsti nefnist „Það kemur í ljós“ en sá síðasti „Það hverfur“. Eins og jafnan áður í ljóðabókum Steinunnar getur hér víða að líta tilvísanir í bókmenntahefðina, jafnt Ritninguna sem verk íslenskra skálda. Í anda Jónasar Hallgrímssonar skartar textinn nýyrðum og nýgervingum sem auðga ljóðmálið og votta öruggt vald höfundar síns á íslensku máli: Fagurkalt haf, dulareyjan ósnertanlega, ísfiðrildislíf, eilífðarfjall, harmsól og hávaðableik kvöldsól eru aðeins nokkur dæmi þar um, valin af handahófi.NIÐURSTAÐA: Kraftmikil og myndræn tjáning á heimsins bráðasta samtímavanda.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira