Stríðið í streyminu harðnar EKB skrifar 28. nóvember 2019 07:15 Offramboðið á sjónvarpsefni er orðið svo yfirþyrmandi og svo virðist sem fréttir af nýjum efnisveitum berist vikulega. Netflix náði ákveðnum yfirburðum í byrjun en ákafir nýliðar þrengja stöðugt að risanum í harðri samkeppni um tíma okkar og peninga. Disney+ og Apple TV+ eru meðal þeirra nýjustu en framleiðsla gæðaþátta hjá Hulu og Amazon Prime hefur einnig stóreflst undanfarið og tilnefningar til virtustu verðlaunanna í bransanum hafa ratað til þeirra. Nokkrar aðrar streymisveitur eru væntanlegar í hasarinn, meðal annarra Peacock, sem er á vegum NBC sjónvarpsstöðvarinnar og Universal kvikmyndaversins, og HBO Max sem mun sýna efni kapalstöðvarinnar ásamt efni frá Warner Bros kvikmyndaverinu. Streymisveiturnar keppst við að fá skærustu stjörnurnar í skemmtanabransanum til liðs við sig og vissulega má greina vandlætingartón hjá þekktum leikurum og leikstjórum sem gefa lítið fyrir hugmyndafræði og áherslur stóru framleiðslufyrirtækjanna í Hollywood dagsins í dag. Áherslan virðist mest á ofurhetju- og hasarmyndir á borð við það sem streymir frá myndasögurisanum Marvel, auk harðhausamynda í anda The Fast and the Furious. Markhópurinn er ungt fólk sem er líklegast til þess að fara í bíó á meðan plássið fyrir myndir sem keyra á öðru en sprengingum og ofurhetjum minnkar jafnt og þétt. Martin Scorsese er einn þeirra sem hafa gagnrýnt stefnu framleiðslufyrirtækja og hefur hann nú gert kvikmyndina The Irishman fyrir Netflix. The Irishman varð aðgengileg á streymisveitunni í gær eftir að hafa verið sýnt í kvikmyndahúsum í stuttan tíma. Scorsese virðist kunna vel við sig í Netflix-umhverfinu og þeir eru margir kvikmyndarýnarnir sem spá þessu nýjasta stórvirki hans vænum slatta af tilnefningum til Óskarsverðlauna.Netflix virðist með þessu vera að reyna að skilja sig frá streymishjörðinni með áherslu á framleiðslu á kvikmyndir eftir leiðandi leikstjóra með virtum leikurum og greindi nýlega frá áformum um að taka yfir gamalt kvikmyndahús í New York til þess að sýna þar myndir sínar á breiðtjaldi. Skemmst er frá því að segja að Óskarsverðlaunaakademían gerir kröfur um að kvikmynd verði að hafa verið til sýningar í kvikmyndahúsum í ákveðinn tíma til að eiga möguleika á tilnefningu. Þannig að það eru engar tilviljanir í stríði streymisveitanna. Netflix á svo sannarlega undir högg að sækja vegna þessa fjölda streymisveita sem virðast hafa dúkkað upp á einni nóttu. Fjárhagslegt tap Netflix hefur verið mikið á síðustu misserum. Ekki eingöngu vegna fækkunar áskrifenda og gífurlegs fjármagns sem fer í að framleiða kvikmyndir í Óskarsverðlaunaklassa heldur hafa margir sett út á að Netflix hafi tilhneigingu til að hætta framleiðslu efnis eftir fáar og jafnvel eina þáttaröð. Verði þáttaröð ekki vinsæl undir eins er hún sett á hilluna. Vart þarf að minna á að upphaflega hugmyndin að baki streymisveitum var meðal annars að sporna gegn ólöglegu niðurhali og hafa vinsælasta sjónvarpsefnið tiltækt á einum stað og aðgengilegt hvenær sem okkur þóknaðist. Einnig þótti það ódýrara að kaupa aðgang að þeim en að vera áskrifandi að sjónvarpsstöðvum sem verður svo sannarlega ekki raunin ef keypt er áskrift að öllum þeim nýju sem í boði eru. Spurningin er hvort áhorfandinn fari aftur að kaupa sér DVD diska og hala niður myndum með ólöglegum hætti í stað þess að borga mánaðargjald fyrir allar þessar streymisveitur sem allar hafa svo mikið efni að maður verður ringlaður. Apple Birtist í Fréttablaðinu Disney Netflix Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Offramboðið á sjónvarpsefni er orðið svo yfirþyrmandi og svo virðist sem fréttir af nýjum efnisveitum berist vikulega. Netflix náði ákveðnum yfirburðum í byrjun en ákafir nýliðar þrengja stöðugt að risanum í harðri samkeppni um tíma okkar og peninga. Disney+ og Apple TV+ eru meðal þeirra nýjustu en framleiðsla gæðaþátta hjá Hulu og Amazon Prime hefur einnig stóreflst undanfarið og tilnefningar til virtustu verðlaunanna í bransanum hafa ratað til þeirra. Nokkrar aðrar streymisveitur eru væntanlegar í hasarinn, meðal annarra Peacock, sem er á vegum NBC sjónvarpsstöðvarinnar og Universal kvikmyndaversins, og HBO Max sem mun sýna efni kapalstöðvarinnar ásamt efni frá Warner Bros kvikmyndaverinu. Streymisveiturnar keppst við að fá skærustu stjörnurnar í skemmtanabransanum til liðs við sig og vissulega má greina vandlætingartón hjá þekktum leikurum og leikstjórum sem gefa lítið fyrir hugmyndafræði og áherslur stóru framleiðslufyrirtækjanna í Hollywood dagsins í dag. Áherslan virðist mest á ofurhetju- og hasarmyndir á borð við það sem streymir frá myndasögurisanum Marvel, auk harðhausamynda í anda The Fast and the Furious. Markhópurinn er ungt fólk sem er líklegast til þess að fara í bíó á meðan plássið fyrir myndir sem keyra á öðru en sprengingum og ofurhetjum minnkar jafnt og þétt. Martin Scorsese er einn þeirra sem hafa gagnrýnt stefnu framleiðslufyrirtækja og hefur hann nú gert kvikmyndina The Irishman fyrir Netflix. The Irishman varð aðgengileg á streymisveitunni í gær eftir að hafa verið sýnt í kvikmyndahúsum í stuttan tíma. Scorsese virðist kunna vel við sig í Netflix-umhverfinu og þeir eru margir kvikmyndarýnarnir sem spá þessu nýjasta stórvirki hans vænum slatta af tilnefningum til Óskarsverðlauna.Netflix virðist með þessu vera að reyna að skilja sig frá streymishjörðinni með áherslu á framleiðslu á kvikmyndir eftir leiðandi leikstjóra með virtum leikurum og greindi nýlega frá áformum um að taka yfir gamalt kvikmyndahús í New York til þess að sýna þar myndir sínar á breiðtjaldi. Skemmst er frá því að segja að Óskarsverðlaunaakademían gerir kröfur um að kvikmynd verði að hafa verið til sýningar í kvikmyndahúsum í ákveðinn tíma til að eiga möguleika á tilnefningu. Þannig að það eru engar tilviljanir í stríði streymisveitanna. Netflix á svo sannarlega undir högg að sækja vegna þessa fjölda streymisveita sem virðast hafa dúkkað upp á einni nóttu. Fjárhagslegt tap Netflix hefur verið mikið á síðustu misserum. Ekki eingöngu vegna fækkunar áskrifenda og gífurlegs fjármagns sem fer í að framleiða kvikmyndir í Óskarsverðlaunaklassa heldur hafa margir sett út á að Netflix hafi tilhneigingu til að hætta framleiðslu efnis eftir fáar og jafnvel eina þáttaröð. Verði þáttaröð ekki vinsæl undir eins er hún sett á hilluna. Vart þarf að minna á að upphaflega hugmyndin að baki streymisveitum var meðal annars að sporna gegn ólöglegu niðurhali og hafa vinsælasta sjónvarpsefnið tiltækt á einum stað og aðgengilegt hvenær sem okkur þóknaðist. Einnig þótti það ódýrara að kaupa aðgang að þeim en að vera áskrifandi að sjónvarpsstöðvum sem verður svo sannarlega ekki raunin ef keypt er áskrift að öllum þeim nýju sem í boði eru. Spurningin er hvort áhorfandinn fari aftur að kaupa sér DVD diska og hala niður myndum með ólöglegum hætti í stað þess að borga mánaðargjald fyrir allar þessar streymisveitur sem allar hafa svo mikið efni að maður verður ringlaður.
Apple Birtist í Fréttablaðinu Disney Netflix Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira