Apple

Fréttamynd

Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone

Innan veggja Apple er unnið að umfangsmiklum breytingum á helstu vörum fyrirtækisins. Til stendur að gefa út þynnri og ódýrari síma og tvær týpur af samanbrjótanlegum tækjum og það mögulega á næsta ári. Markmiðið er að auka sölu tækja, sem þykir hafa vaxið hægt á undanförnum árum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Apple kynnir nýjustu græjurnar

Forsvarsmenn Apple kynna í dag nýjustu græjur fyrirtækisins á viðburði í Kaliforníu. Búist er við því að sýndir verði nýjustu símar fyrirtækisins, snjallúr og önnur tæki. Þá er einnig búist við því að gervigreind muni spila stóra rullu í kynningunni, sem ber titilinn: „It‘s glowtime“.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

ChatGPT og endur­bætt Siri væntan­legar nýjungar Apple

Tæknirisinn Apple hefur kynnt til leiks nýja gervigreindartækni sem verður aðgengileg í tækjum framleiðandans, að nafni Apple Intelligence. Tæknin felur meðal annars í sér talsverða yfirhalningu á talgervlinum Siri og greiðan aðgang notenda að gervigreindartækninni ChatGPT. 

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tekjur Apple drógust saman enn eina ferðina

Tekjur Apple drógust saman í fimmta sinn á síðustu sex ársfjórðungum. Í heildina voru tekjurnar 90,8 milljarðar dala á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, sem er fjórum prósentum minna en þær voru á sama tíma í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Banda­ríkin höfða mál gegn Apple vegna ein­okunar

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn Apple. Tæknirisinn er sakaður um að beita einokunarstöðu sinni á markaði snjallsíma til að koma í veg fyrir samkeppni. Þá hafi staða fyrirtækisins verði notuð til að halda aftur af samkeppni á hugbúnaðarmarkaði og draga úr notagildi annarra síma í samkeppni við iPhone.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Apple sektað um 270 milljarða af ESB

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað Apple um tvo milljarða dala vegna einokunar. Forsvarsmenn fyrirtækisins eru sagðir hafa beitt mætti þess til að kæfa samkeppni á sviði tónlistarstreymis.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Apple veltir Samsung úr sessi

Bandaríska fyrirtækið Apple velti á síðasta ári tæknirisanum Samsung, frá Suður-Kóreu, úr sessi á toppi snjallsímamarkaðs heimsins. Þar hafði Samsung setið í tólf ár sem fyrirtækið sem seldi flesta snjallsíma í heiminum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Beittu sér gegn Apple eftir við­vörun um njósnir

Margir af þekktustu blaðamönnum Indlands og stjórnmálamenn lýstu því yfir í október að tæknifyrirtækið Apple hefði varað þá við því að tölvuþrjótar á vegum ríkis hefðu gert árás á síma þeirra og tæki. Ríkisstjórn Nardendra Modi, forsætisráðherra Indlands, brást hratt við með því að beina spjótum sínum að Apple.

Erlent
Fréttamynd

Epic Games vinna mikinn sigur á Google

Google hefur misnotað aðstöðu sína til að kreista fé úr framleiðendum og takmarka samkeppni á sviði forrita fyrir snjalltæki sem nota Android-stýrikerfi Google. Þessari niðurstöðu komust kviðdómendur í máli Epic Games gegn Google að í San Francisco í gær en niðurstaðan gæti haft mikil á áhrif á stýrikerfið, sem notað er út um allan heim.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stefn­a á verð­hækk­un hjá Net­flix

Forsvarsmenn streymisveitunnar Netflix stefna á að hækka áskriftaverð á næstunni. Verkfalli handritshöfunda lauk nýverið og stendur til að bíða þar til verkfalli leikara lýkur einnig, áður en verðhækkanirnar verða tilkynntar en verið er að skoða að hækka verðið víða um heim. Fyrst stendur þó til að hækka verðið í Norður-Ameríku.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vivaldi bítur í Eplið

Vafrinn Vivaldi er nú aðgengilegur notendum snjalltækja Apple. Búið er að gera útgáfu af vafranum fyrir iOS stýrikerfið sem hægt er að nálgast í App Store.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kvartað undan of heitum iPhone 15

Margir notendur iPhone 15 síma Apple hafa kvartað yfir því að símarnir hitni mjög mikið. Því hefur verið haldið fram að símar hafi orðið allt að 47 gráður en þetta virðist sérstaklega eiga við öflugri útgáfur iPhone 15.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ó­sáttir við full­yrðingar um iP­hone geislun

App­le hefur heitið því að upp­færa hug­búnað í iP­hone 12 snjallsímum sínum í Frakk­landi eftir að frönsk stjórn­völd felldu vöruna á sér­stöku geislunar­prófi. Fyrir­tækið segist hins­vegar ekki sættast á niður­stöður franskra yfir­valda.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nýir símar, úr og heyrnartól

Forsvarsmenn Apple kynntu í dag nýja kynslóð snjallsíma, heyrnartóla og snjallúra á kynningu í Cupertino í Bandaríkjunum. Nýr iPhone, sem er nú búinn USB-C hleðslutengi, leit dagsins ljós, í fjórum mismunandi útgáfum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gamall iP­hone seldist á tugi milljóna

Fyrsta kynslóðin af iPhone símum kom út árið 2007 og var mjög vinsæl á sínum tíma. Alls seldust um sex milljón eintök af símanum. Einn þessara síma var settur á uppboð sem lauk á dögunum með því að hann seldist á rúmlega 190 þúsund dollara. Það samsvarar um tuttugu og sjö milljónum í íslenskum krónum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Apple kynnir spennandi nýjungar

Lykilræða Apple á WWDC ráðstefnunni í ár hefur sjaldan verið eins gjöful af tækjum og tólum. Apple kynnti nýja MacBook Air með 15” skjá, hraðari Mac Studio tölvur með M2 Max og M2 Ultra flögum og nýja Mac Pro tölvu með sömu flögum.

Samstarf
Fréttamynd

App­le bland­ar ver­u­leik­um

Forsvarsmenn tæknirisans Apple héldu í gær kynningu þar sem nýjar tölvur, nýtt stýrikerfi og fleira var opinberað. Ein vara hefur þó notið mun meiri athygli en aðra en það eru gleraugun Apple Vision Pro.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Flestir þekkja MS og svo Apple

Landsmenn nefna oftast vörumerki MS þegar þeir eru beðnir um að nefna það vörumerki úr sínu daglega lífi sem þeim dettur fyrst í hug. Næst á eftir koma bandarísku merkin Apple og Nike.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fermingargjafir sem endast

Apple leggur áherslu á að lágmarka öll umhverfisáhrif við framleiðslu og í rekstri og framleiðir áreiðanlegar vörur sem endast vel.

Samstarf