Samgönguráðherra efast um að fjármunir fáist í R-leiðina Kristján Már Unnarsson skrifar 21. janúar 2019 20:00 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra efast um að nægir fjármunir fáist í svokallaða R-leið Vestfjarðavegar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hyggst taka ákvörðun um veglínu á morgun. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Samgönguráðherra notaði fyrri hluta dags til að funda um Vestfjarðaveg með helstu hagsmunaaðilum, fulltrúum Vesturbyggðar, Tálknafjarðar og hreppsnefnd Reykhólahrepps, en hún frestaði ákvörðun um leiðarval í síðustu viku til að heyra sjónarmið ráðherrans. Fulltrúar sumarhúsaeigenda á eyðijörðunum Hallsteinsnesi og Gröf, sem Teigsskógur teygir sig um, hittu einnig ráðherra og þeir eru grjótharðir.Gunnlaugur Pétursson er talsmaður sumarbústaðaeigenda sem berjast gegn vegagerð um Teigsskóg.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Ég skil ekki hversvegna Vegagerðin vill eyðileggja Teigsskóg. Þetta er nú talið vera stærsta skóglendi á Vestfjörðum sem ennþá er ósnortið. Og það þarf bara að koma í veg fyrir það einfaldlega,“ segir Gunnlaugur Pétursson, talsmaður sumarhúsaeigenda í Teigsskógi. En hvaða leið vilja sumarbústaðaeigendur? „Að fara þá leið sem er náttúruvænust. Við teljum að það sé jarðgangaleið undir Hjallaháls, til dæmis bara í 110 metra hæð,“ svarar Gunnlaugur. Fulltrúar Reykhólahrepps vildu ekkert tjá sig að loknum fundinum með samgönguráðherra.Fulltrúar Reykhólahrepps í anddyri samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins í morgun.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ráðherrann sér ekki fyrir sér að pólitískur vilji verði til þess að bæta við fjármunum í dýrari R-leið ofan á þá 25 milljarða króna, sem þegar eru markaðir sunnanverðum Vestfjörðum á næstu 7-8 árum. „25 milljarðar til sunnanverðra Vestfjarða, þar af tæpir sjö í Vestfjarðaleiðina, eru miklir fjármunir og mér finnst ólíklegt að það sé hægt að finna þá annarsstaðar. Og ég get ekki séð að það sé hægt að pikka þá upp neinstaðar annarsstaðar öðruvísi en að það komi niður á framkvæmdum í öðrum landshlutum, sem ég held að sé ekki endilega samstaða um,“ segir Sigurður Ingi.Hreppsnefnd Reykhólahrepps hyggst ákveða á morgun hvaða leið verður sett inn á aðalskipulag. Leið I er sýnd með rauðum lit en vestari hluti hennar, yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, er sá sami og ÞH-leiðar.Grafik/Guðmundur Björnsson.Óformlegar þreifingar hafa verið milli Vegagerðarinnar og Reykhólahrepps um hvort þriðja leiðin, kölluð I-leið, gæti verið einhverskonar málamiðlun eða jafnvel varakostur, ef Teigsskógarleiðin stöðvast í málaferlum. Forsendan er sú að hreppurinn gefi út framkvæmdaleyfi fyrir ÞH-leiðinni, hugsanlega tvískipt, þannig að hægt verði að byrja strax á vestari hlutanum með því að brúa Gufufjörð og Djúpafjörð.Hér sést veglínan um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði. I-leið færi um austanverðan fjörðinn með brú á móts við eyðibýlið Laugaland.Grafík/Vegagerðin.Reynist austari hlutinn um Teigsskóg ófær vegna dómsmála verði sveigt í I-leið með brú á nýjum stað yfir Þorskafjörð og með vegi um austanverðan fjörðinn. Þessi lausn er hinsvegar sama marki brennd og R-leiðin; að vera mun dýrari en ÞH-leiðin, 3-4 milljörðum, og óvíst hvort meiri sátt næðist um það umhverfisrask sem henni fylgdi. Veglína yfir Gufufjörð, samkvæmt ÞH-leið og I-leið.Grafík/Vegagerðin.Ráðherrann vill velja þá leið sem stystan tíma tekur. „Sú sem myndi væntanlega stystan tíma taka er sú sem menn hafa hingað til verið mest sammála um að sé öruggur láglendisvegur, og sem er ódýrastur og sem fjármagnið dugar til að framkvæma.“ -Sem er ÞH-leið um Teigsskóg? „Sem er ÞH-leiðin.“ -Og styður þú hana? „Já, ég hef stutt hana,“ svarar Sigurður Ingi Jóhannsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Vesturbyggð Tengdar fréttir Afhentu undirskriftir gegn R-leið um Reykhólahrepp Sveitarstjóra Reykhólahrepps var í morgun afhentur undirskriftalisti 95 einstaklinga þar sem mótmælt er að svokölluð R-leið verði valin fyrir framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. Aðstandendur undirskriftanna telja að meirihluti íbúa hreppsins sé andvígur R-leiðinni. 14. janúar 2019 12:15 Sveitarstjórn frestaði ákvörðun um veglínu Sveitarstjórn Reykhólahrepps frestaði nú síðdegis ákvörðun um leiðarval fyrir framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. Ráðamenn hreppsins vilja funda með samgönguráðherra áður en þetta eldheita mál verður afgreitt. 16. janúar 2019 17:00 Óvissa um fjárveitingu í aðra leið en Teigsskóg Vegamálastjóri segir að Reykhólaleið sé ófjármögnuð. Ákvörðun um hana seinki framkvæmdum við Vestfjarðaveg um tvö til þrjú ár. 10. janúar 2019 22:00 R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45 Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Oddviti segir Vegagerðina hafa fengið rauða spjaldið Oddviti Reykhólahrepps segir Vegagerðina sjálfa falla á umferðaröryggisprófi. Tilefnið er sú niðurstaða Vegagerðarinnar að svokölluð R-leið um Reykhóla standist ekki umferðaröryggismat. 12. janúar 2019 09:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra efast um að nægir fjármunir fáist í svokallaða R-leið Vestfjarðavegar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hyggst taka ákvörðun um veglínu á morgun. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Samgönguráðherra notaði fyrri hluta dags til að funda um Vestfjarðaveg með helstu hagsmunaaðilum, fulltrúum Vesturbyggðar, Tálknafjarðar og hreppsnefnd Reykhólahrepps, en hún frestaði ákvörðun um leiðarval í síðustu viku til að heyra sjónarmið ráðherrans. Fulltrúar sumarhúsaeigenda á eyðijörðunum Hallsteinsnesi og Gröf, sem Teigsskógur teygir sig um, hittu einnig ráðherra og þeir eru grjótharðir.Gunnlaugur Pétursson er talsmaður sumarbústaðaeigenda sem berjast gegn vegagerð um Teigsskóg.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Ég skil ekki hversvegna Vegagerðin vill eyðileggja Teigsskóg. Þetta er nú talið vera stærsta skóglendi á Vestfjörðum sem ennþá er ósnortið. Og það þarf bara að koma í veg fyrir það einfaldlega,“ segir Gunnlaugur Pétursson, talsmaður sumarhúsaeigenda í Teigsskógi. En hvaða leið vilja sumarbústaðaeigendur? „Að fara þá leið sem er náttúruvænust. Við teljum að það sé jarðgangaleið undir Hjallaháls, til dæmis bara í 110 metra hæð,“ svarar Gunnlaugur. Fulltrúar Reykhólahrepps vildu ekkert tjá sig að loknum fundinum með samgönguráðherra.Fulltrúar Reykhólahrepps í anddyri samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins í morgun.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ráðherrann sér ekki fyrir sér að pólitískur vilji verði til þess að bæta við fjármunum í dýrari R-leið ofan á þá 25 milljarða króna, sem þegar eru markaðir sunnanverðum Vestfjörðum á næstu 7-8 árum. „25 milljarðar til sunnanverðra Vestfjarða, þar af tæpir sjö í Vestfjarðaleiðina, eru miklir fjármunir og mér finnst ólíklegt að það sé hægt að finna þá annarsstaðar. Og ég get ekki séð að það sé hægt að pikka þá upp neinstaðar annarsstaðar öðruvísi en að það komi niður á framkvæmdum í öðrum landshlutum, sem ég held að sé ekki endilega samstaða um,“ segir Sigurður Ingi.Hreppsnefnd Reykhólahrepps hyggst ákveða á morgun hvaða leið verður sett inn á aðalskipulag. Leið I er sýnd með rauðum lit en vestari hluti hennar, yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, er sá sami og ÞH-leiðar.Grafik/Guðmundur Björnsson.Óformlegar þreifingar hafa verið milli Vegagerðarinnar og Reykhólahrepps um hvort þriðja leiðin, kölluð I-leið, gæti verið einhverskonar málamiðlun eða jafnvel varakostur, ef Teigsskógarleiðin stöðvast í málaferlum. Forsendan er sú að hreppurinn gefi út framkvæmdaleyfi fyrir ÞH-leiðinni, hugsanlega tvískipt, þannig að hægt verði að byrja strax á vestari hlutanum með því að brúa Gufufjörð og Djúpafjörð.Hér sést veglínan um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði. I-leið færi um austanverðan fjörðinn með brú á móts við eyðibýlið Laugaland.Grafík/Vegagerðin.Reynist austari hlutinn um Teigsskóg ófær vegna dómsmála verði sveigt í I-leið með brú á nýjum stað yfir Þorskafjörð og með vegi um austanverðan fjörðinn. Þessi lausn er hinsvegar sama marki brennd og R-leiðin; að vera mun dýrari en ÞH-leiðin, 3-4 milljörðum, og óvíst hvort meiri sátt næðist um það umhverfisrask sem henni fylgdi. Veglína yfir Gufufjörð, samkvæmt ÞH-leið og I-leið.Grafík/Vegagerðin.Ráðherrann vill velja þá leið sem stystan tíma tekur. „Sú sem myndi væntanlega stystan tíma taka er sú sem menn hafa hingað til verið mest sammála um að sé öruggur láglendisvegur, og sem er ódýrastur og sem fjármagnið dugar til að framkvæma.“ -Sem er ÞH-leið um Teigsskóg? „Sem er ÞH-leiðin.“ -Og styður þú hana? „Já, ég hef stutt hana,“ svarar Sigurður Ingi Jóhannsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Vesturbyggð Tengdar fréttir Afhentu undirskriftir gegn R-leið um Reykhólahrepp Sveitarstjóra Reykhólahrepps var í morgun afhentur undirskriftalisti 95 einstaklinga þar sem mótmælt er að svokölluð R-leið verði valin fyrir framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. Aðstandendur undirskriftanna telja að meirihluti íbúa hreppsins sé andvígur R-leiðinni. 14. janúar 2019 12:15 Sveitarstjórn frestaði ákvörðun um veglínu Sveitarstjórn Reykhólahrepps frestaði nú síðdegis ákvörðun um leiðarval fyrir framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. Ráðamenn hreppsins vilja funda með samgönguráðherra áður en þetta eldheita mál verður afgreitt. 16. janúar 2019 17:00 Óvissa um fjárveitingu í aðra leið en Teigsskóg Vegamálastjóri segir að Reykhólaleið sé ófjármögnuð. Ákvörðun um hana seinki framkvæmdum við Vestfjarðaveg um tvö til þrjú ár. 10. janúar 2019 22:00 R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45 Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Oddviti segir Vegagerðina hafa fengið rauða spjaldið Oddviti Reykhólahrepps segir Vegagerðina sjálfa falla á umferðaröryggisprófi. Tilefnið er sú niðurstaða Vegagerðarinnar að svokölluð R-leið um Reykhóla standist ekki umferðaröryggismat. 12. janúar 2019 09:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Afhentu undirskriftir gegn R-leið um Reykhólahrepp Sveitarstjóra Reykhólahrepps var í morgun afhentur undirskriftalisti 95 einstaklinga þar sem mótmælt er að svokölluð R-leið verði valin fyrir framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. Aðstandendur undirskriftanna telja að meirihluti íbúa hreppsins sé andvígur R-leiðinni. 14. janúar 2019 12:15
Sveitarstjórn frestaði ákvörðun um veglínu Sveitarstjórn Reykhólahrepps frestaði nú síðdegis ákvörðun um leiðarval fyrir framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. Ráðamenn hreppsins vilja funda með samgönguráðherra áður en þetta eldheita mál verður afgreitt. 16. janúar 2019 17:00
Óvissa um fjárveitingu í aðra leið en Teigsskóg Vegamálastjóri segir að Reykhólaleið sé ófjármögnuð. Ákvörðun um hana seinki framkvæmdum við Vestfjarðaveg um tvö til þrjú ár. 10. janúar 2019 22:00
R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45
Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31
Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15
Oddviti segir Vegagerðina hafa fengið rauða spjaldið Oddviti Reykhólahrepps segir Vegagerðina sjálfa falla á umferðaröryggisprófi. Tilefnið er sú niðurstaða Vegagerðarinnar að svokölluð R-leið um Reykhóla standist ekki umferðaröryggismat. 12. janúar 2019 09:45