Þrír menn eru í netöryggissveit Íslands Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. janúar 2019 18:30 Nýtt lagafrumvarp samgönguráðherra á að efla netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar og fjölga verkefnum hennar. Frumvarpið nær hins vegar ekki því markmiði sem að er stefnt með því að mati Póst- og fjarskiptastofnunar. Frumvarpið tryggir sérstakri netöryggissveit ekki aðgang að upplýsingum þannig að sveitin geti sinnt hlutverki sínu samkvæmt frumvarpinu. Póst- og fjarskiptastofnun hefur starfrækt netöryggissveit Íslands frá árinu 2012 en í dag eru þrír einstaklingar í sveitinni. Hlutverk sveitarinnar er annars vegar að fylgjast með og vakta ógnir sem steðja að Íslandi í heild og hins vegar að fyrirbyggja og draga úr hættu á netárásum. Fyrsta umræða um frumvarp samgönguráðherra um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða fór fram á Alþingi í desember síðastliðnum. Frumvarpið mælir meðal annars fyrir um að starfsemi svokallaðrar netöryggissveitar verði efld. Morgunblaðið vakti í dag athygli á umsögn Póst- og fjarskiptastofnunar um frumvarpið. Í umsögninni kemur fram margþætt gagnrýni á efni þess en þar segir meðal annars: „Að mati Póst- og fjarskiptastofnunar tryggir frumvarpið ekki aðgengi netöryggissveitar að upplýsingum sem henni eru nauðsynlegar til að geta uppfyllt hlutverk sitt samkvæmt frumvarpinu.“ Í frumvarpinu er kveðið á um að Póst- og fjarskiptastofnun geti „ ... óskað eftir að komið skuli upp sjálfvirkri upplýsingamiðlun á milli kerfa hlutaðeigandi mikilvœgra innviða og netöryggissveitar. “ Að mati Póst- og fjarskiptastofnunar er þetta ákvæði alltof óljóst. „Hvað felst í því að sveitinni sé heimilt að óska eftir? Er rekstraraðila skylt að verða við slíkri ósk? Ekki er að finna neinar skýringar við ákvæðið í greinargerð frumvarpsins hvað þetta varðar,“ segir í umsögninni. Með frumvarpinu er svokallað netumdæmi öryggsveitarinnar útvíkkað og mun það til dæmis ná yfir bankastarfsemi, heilbrigðisþjónustu og orku-, vatns- og hitaveitur. Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir að almennt sé frumvarpið mikið framfaraskref í netöryggismálum nái það fram að ganga. Hins vegar telji Póst- og fjarskiptastofnun nauðsynlegt að gera á því þær breytingar sem koma fram í umsögn stofnunarinnar. Ein þessara breytinga lýtur að afhendingu upplýsinga. „Eins og mál eru að þróast í sambandi við netógnir þá gerast hlutirnir mjög hratt. Til þess að geta uppfært þessa mynd af ógnum hverju sinni þá þurfum við að geta gert það oft á dag. Til þess að geta gert þetta oft á dag þurfum við að fá upplýsingarnar beint inn til okkar. Við óttumst það að ef það er ekki kveðið skýrar að orði varðandi þetta tiltekna atriði (í frumvarpinu) verði viðbrögð netöryggissveitarinnar fyrst og fremst eftir á en ekki samhliða eða fyrirbyggjandi sem væri ef við fengjum upplýsingarnar nógu snemma,“ segir Hrafnkell. Þrír einstaklingar eru í netöryggissveitinni í dag líkt og að framan greinir. En er sveitin í stakk búin að sinna hlutverki sínu samkvæmt gildandi lögum? „Það má alltaf deila um það. Netöryggissveitin er afskaplega fámenn og það vantar ýmis tæki og tól til að gera þetta svo vel sé. Ef við horfum til hinna Norðurlandaþjóðanna þá eru sambærilegar sveitir þar hundrað sinnum stærri,“ segir Hrafnkell. Tölvuárásir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Nýtt lagafrumvarp samgönguráðherra á að efla netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar og fjölga verkefnum hennar. Frumvarpið nær hins vegar ekki því markmiði sem að er stefnt með því að mati Póst- og fjarskiptastofnunar. Frumvarpið tryggir sérstakri netöryggissveit ekki aðgang að upplýsingum þannig að sveitin geti sinnt hlutverki sínu samkvæmt frumvarpinu. Póst- og fjarskiptastofnun hefur starfrækt netöryggissveit Íslands frá árinu 2012 en í dag eru þrír einstaklingar í sveitinni. Hlutverk sveitarinnar er annars vegar að fylgjast með og vakta ógnir sem steðja að Íslandi í heild og hins vegar að fyrirbyggja og draga úr hættu á netárásum. Fyrsta umræða um frumvarp samgönguráðherra um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða fór fram á Alþingi í desember síðastliðnum. Frumvarpið mælir meðal annars fyrir um að starfsemi svokallaðrar netöryggissveitar verði efld. Morgunblaðið vakti í dag athygli á umsögn Póst- og fjarskiptastofnunar um frumvarpið. Í umsögninni kemur fram margþætt gagnrýni á efni þess en þar segir meðal annars: „Að mati Póst- og fjarskiptastofnunar tryggir frumvarpið ekki aðgengi netöryggissveitar að upplýsingum sem henni eru nauðsynlegar til að geta uppfyllt hlutverk sitt samkvæmt frumvarpinu.“ Í frumvarpinu er kveðið á um að Póst- og fjarskiptastofnun geti „ ... óskað eftir að komið skuli upp sjálfvirkri upplýsingamiðlun á milli kerfa hlutaðeigandi mikilvœgra innviða og netöryggissveitar. “ Að mati Póst- og fjarskiptastofnunar er þetta ákvæði alltof óljóst. „Hvað felst í því að sveitinni sé heimilt að óska eftir? Er rekstraraðila skylt að verða við slíkri ósk? Ekki er að finna neinar skýringar við ákvæðið í greinargerð frumvarpsins hvað þetta varðar,“ segir í umsögninni. Með frumvarpinu er svokallað netumdæmi öryggsveitarinnar útvíkkað og mun það til dæmis ná yfir bankastarfsemi, heilbrigðisþjónustu og orku-, vatns- og hitaveitur. Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir að almennt sé frumvarpið mikið framfaraskref í netöryggismálum nái það fram að ganga. Hins vegar telji Póst- og fjarskiptastofnun nauðsynlegt að gera á því þær breytingar sem koma fram í umsögn stofnunarinnar. Ein þessara breytinga lýtur að afhendingu upplýsinga. „Eins og mál eru að þróast í sambandi við netógnir þá gerast hlutirnir mjög hratt. Til þess að geta uppfært þessa mynd af ógnum hverju sinni þá þurfum við að geta gert það oft á dag. Til þess að geta gert þetta oft á dag þurfum við að fá upplýsingarnar beint inn til okkar. Við óttumst það að ef það er ekki kveðið skýrar að orði varðandi þetta tiltekna atriði (í frumvarpinu) verði viðbrögð netöryggissveitarinnar fyrst og fremst eftir á en ekki samhliða eða fyrirbyggjandi sem væri ef við fengjum upplýsingarnar nógu snemma,“ segir Hrafnkell. Þrír einstaklingar eru í netöryggissveitinni í dag líkt og að framan greinir. En er sveitin í stakk búin að sinna hlutverki sínu samkvæmt gildandi lögum? „Það má alltaf deila um það. Netöryggissveitin er afskaplega fámenn og það vantar ýmis tæki og tól til að gera þetta svo vel sé. Ef við horfum til hinna Norðurlandaþjóðanna þá eru sambærilegar sveitir þar hundrað sinnum stærri,“ segir Hrafnkell.
Tölvuárásir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira