Grindvíkingar hækka lægstu laun einhliða Sveinn Arnarsson skrifar 21. janúar 2019 06:15 Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Grindavíkurbæjar og var sviðsstjóra falið að vinna málið áfram. Grindavíkurbær ætlar sér að hækka laun þeirra starfshópa í bæjarfélaginu sem eru með hvað lægstu launin. Bæjarfulltrúar telja lægst launuðu starfsmenn sveitarfélagsins hafa of lág laun og vilja bæta þau. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Grindavíkurbæjar og var sviðsstjóra falið að vinna málið áfram. „Við teljum þá lægst launaða sem eru starfsmenn í íþróttahúsi Grindavíkur og starfsmenn leikskóla,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs. „Þetta er gert í samvinnu allra stjórnmálaflokka í bænum og er í stefnuyfirlýsingu meirihlutans að bæta kjör þessa fólks.“ Hjálmar segir að misræmi hafi verið milli lægstu launa í grunnskólum og leikskólum og þetta sé liður í að halda í starfsfólk. Ekki sé ljóst hversu margir fái þessa kjarabót. „Þegar sviðsstjóri kemur með gögnin fyrir næsta fund bæjarráðs þá sjáum við betur hversu margir einstaklingar munu hækka í launum og hver kostnaður sveitarfélagsins er áætlaður.“ Samband íslenskra sveitarfélaga hefur umboð sveitarfélaga til að semja um kaup og kjör starfsmanna sveitarfélagsins. Mörg sveitarfélög hafa bent á þá stöðu þegar krafist er hækkunar í einstaka sveitarfélögum að sveitarfélögin sjálf fari ekki með umboð til að semja um launin og því geti þau ekki hækkað þau. Hjálmar segir það vissulega rétt en vonast eftir lausn á því máli. „Samband sveitarfélaga semur fyrir hönd sveitarfélagsins og því þurfum við líklega að fá umsögn frá þeim en við erum með ákveðnar kröfur sem við leggjum á móti þó þær séu nú litlar, þannig að allir vinna,“ segir Hjálmar að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Grindavík Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Grindavíkurbær ætlar sér að hækka laun þeirra starfshópa í bæjarfélaginu sem eru með hvað lægstu launin. Bæjarfulltrúar telja lægst launuðu starfsmenn sveitarfélagsins hafa of lág laun og vilja bæta þau. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Grindavíkurbæjar og var sviðsstjóra falið að vinna málið áfram. „Við teljum þá lægst launaða sem eru starfsmenn í íþróttahúsi Grindavíkur og starfsmenn leikskóla,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs. „Þetta er gert í samvinnu allra stjórnmálaflokka í bænum og er í stefnuyfirlýsingu meirihlutans að bæta kjör þessa fólks.“ Hjálmar segir að misræmi hafi verið milli lægstu launa í grunnskólum og leikskólum og þetta sé liður í að halda í starfsfólk. Ekki sé ljóst hversu margir fái þessa kjarabót. „Þegar sviðsstjóri kemur með gögnin fyrir næsta fund bæjarráðs þá sjáum við betur hversu margir einstaklingar munu hækka í launum og hver kostnaður sveitarfélagsins er áætlaður.“ Samband íslenskra sveitarfélaga hefur umboð sveitarfélaga til að semja um kaup og kjör starfsmanna sveitarfélagsins. Mörg sveitarfélög hafa bent á þá stöðu þegar krafist er hækkunar í einstaka sveitarfélögum að sveitarfélögin sjálf fari ekki með umboð til að semja um launin og því geti þau ekki hækkað þau. Hjálmar segir það vissulega rétt en vonast eftir lausn á því máli. „Samband sveitarfélaga semur fyrir hönd sveitarfélagsins og því þurfum við líklega að fá umsögn frá þeim en við erum með ákveðnar kröfur sem við leggjum á móti þó þær séu nú litlar, þannig að allir vinna,“ segir Hjálmar að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Grindavík Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira