Að vera einn, án annarra Guðmundur Steingrímsson skrifar 21. janúar 2019 07:15 Ég þekki enga manneskju sem hefur sérstaka ánægju af því að vera sem mest ein. Sem vill frekar, ef hún getur, vera alveg ein. Sem oftast. Án annarra. Allt sitt líf. Ég hef heyrt af þannig fólki, en ekki kynnst því, kannski vegna þess að það kynnist ekki mörgum. Allt fólk sem ég veit um hefur einhverja djúpa þörf fyrir aðra og þrífst illa án þess að eiga einhvers konar samneyti við aðra. Fólk þarfnast fólks. Ég veit þó um fólk sem er mikið eitt, en ekki vegna þess að það vill það endilega. Til er urmull af fólki sem leitar að öðru fólki, en finnur ekki. Þráin eftir innilegum samskiptum við aðra er sjáanleg í augum þess og vitnisburðurinn um löngunina kemur fljótt upp á yfirborðið í hversdagstali. Er ekki einhver fyrir mig þarna úti? Það getur verið skemmtilegt fyrir manneskju í hjónabandi að fara með góðum einmana vini eða vinkonu inn á Tinder sem ráðgjafi í kvöldstund eða svo, en mikið guðslifandi þakkar maður svo fyrir það eftir slíka syrpu, að maður skuli vera í sambandi. Að maður skuli ekki vera einn. Maður er ekki baun einn. Er þetta ekki frumþörf? Vantar ekki grunninn að öllu hinu, ef innilegra samskipta nýtur ekki við annað fólk, hvort sem er í ástarsambandi eða í góðri vináttu? Ég held það. Manneskjan er samskiptavera. Hún er einhvers konar sam-vera. Svo rammt kveður að þessu að nánast helmingur alls fólks á jörðu er núna tengdur hver öðrum í lófanum á sér og getur eiginlega ekki lifað án þess.Þjóð í vanda Stundum finnst mér eins og í stjórnmálum sé lenska sumra að líta algerlega fram hjá því hvernig Homo sapiens virkar. Það er eins og það sé enginn skilningur á grunnþörfunum. Mér finnst blasa við að í stjórnmálum hljóti að gilda það sama og í lífinu. Þú ert ósköp máttlaus einn. Þú verður að vinna með öðrum, treysta öðrum, tala við aðra, eiga í sambandi. Hér er ég, eins og svo margir aðrir undanfarna daga, að tala um Brexit. Ég bjó einu sinni í London. Það var ótrúlega skemmtilegur tími. Bresk menning er stórkostleg. Ég át í mig dagblöðin, sem voru uppfull af skemmtilegu efni. Ég horfði á fréttaskýringarþættina og dáðist að þessum upplýstu rökræðum sem áttu sér stað. Annað en í bælda og málefnasnauða skætingnum heima. Ég fór í leikhúsin, á tónleikana og myndlistargalleríin. Og jú, jú. Ég datt líka í það og fór í fullt af partíum. Lykilatriðið er, að eftir kynni mín af Bretum — og ég held að margir Íslendingar hafi sömu sögu að segja — finnst manni svo ótrúlega ömurlegt að horfa upp á vandræðin sem elsku bestu Bretar hafa komið sér í.Að hanna tálsýn Bretar eru ekki að fara eitthvað annað, í annað samband. Þeir ætla bara að vera einir. Það er ótrúlegt. Vissulega er til fólk í góðum samböndum sem fær þá flugu í höfuðið að það sé betra að vera einn. Fara upp í sveit og láta sig hverfa. Að lifa meðal spóa. Það kann að vera rétt um stundarsakir, en yfirleitt liggur leiðin aftur á Tinder eða á næsta bar eða á spilakvöld hjá kvenfélaginu. Manneskja þarf manneskju. Þjóð þarf þjóðir. Einhver laug að breskum kjósendum að það væri betra að vera einn. Rétt innan við helmingur trúði því ekki. Hinn trúði því. Núna eru stjórnmálamenn að streða við það, jafnvel gegn sínum vilja, að hanna einhvers konar leið þar sem Bretar standa einir en eru samt ekki einir. Flestir vilja auðvitað áfram njóta allra góðu kosta samvinnunnar, sem sjálfstæð ríki Evrópu hafa þróað saman, jafnvel líka þeir sem vilja samt yfirgefa samvinnuna. Skipulega þarf því að hanna einhvers konar tálsýn, abstrakt hliðarveruleika þar sem bæði er hægt að halda því fram að Bretar séu einir en samt ekki.Gæðin sem gleymdust Stundum missir fólk sjónar á gæðum sínum. Að fá að ferðast frjálst um lönd heillar álfu, vinna frjálst hvar sem er, njóta fjarskipta með sama kostnaði alls staðar, að þurfa ekki að óttast landamæri, að geta menntað sig hvar sem er, stundað viðskipti hvar sem er, notið heilbrigðisþjónustu hvar sem er og komið sér upp heimili hvar sem er innan heillar álfu sem áður logaði í styrjöldum. Allt þetta eru gæði sem greinilega helmingur þjóðar gat gleymt, og vill núna láta sig hverfa. Bretar munu fljótt uppgötva að það er ekkert fengið með því að yfirgefa farsælt samstarf Evrópuríkja, sem hefur fært þegnunum ótrúleg lífsgæði. Þeir verða mættir aftur á Tinder áður en við vitum af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Skoðun Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég þekki enga manneskju sem hefur sérstaka ánægju af því að vera sem mest ein. Sem vill frekar, ef hún getur, vera alveg ein. Sem oftast. Án annarra. Allt sitt líf. Ég hef heyrt af þannig fólki, en ekki kynnst því, kannski vegna þess að það kynnist ekki mörgum. Allt fólk sem ég veit um hefur einhverja djúpa þörf fyrir aðra og þrífst illa án þess að eiga einhvers konar samneyti við aðra. Fólk þarfnast fólks. Ég veit þó um fólk sem er mikið eitt, en ekki vegna þess að það vill það endilega. Til er urmull af fólki sem leitar að öðru fólki, en finnur ekki. Þráin eftir innilegum samskiptum við aðra er sjáanleg í augum þess og vitnisburðurinn um löngunina kemur fljótt upp á yfirborðið í hversdagstali. Er ekki einhver fyrir mig þarna úti? Það getur verið skemmtilegt fyrir manneskju í hjónabandi að fara með góðum einmana vini eða vinkonu inn á Tinder sem ráðgjafi í kvöldstund eða svo, en mikið guðslifandi þakkar maður svo fyrir það eftir slíka syrpu, að maður skuli vera í sambandi. Að maður skuli ekki vera einn. Maður er ekki baun einn. Er þetta ekki frumþörf? Vantar ekki grunninn að öllu hinu, ef innilegra samskipta nýtur ekki við annað fólk, hvort sem er í ástarsambandi eða í góðri vináttu? Ég held það. Manneskjan er samskiptavera. Hún er einhvers konar sam-vera. Svo rammt kveður að þessu að nánast helmingur alls fólks á jörðu er núna tengdur hver öðrum í lófanum á sér og getur eiginlega ekki lifað án þess.Þjóð í vanda Stundum finnst mér eins og í stjórnmálum sé lenska sumra að líta algerlega fram hjá því hvernig Homo sapiens virkar. Það er eins og það sé enginn skilningur á grunnþörfunum. Mér finnst blasa við að í stjórnmálum hljóti að gilda það sama og í lífinu. Þú ert ósköp máttlaus einn. Þú verður að vinna með öðrum, treysta öðrum, tala við aðra, eiga í sambandi. Hér er ég, eins og svo margir aðrir undanfarna daga, að tala um Brexit. Ég bjó einu sinni í London. Það var ótrúlega skemmtilegur tími. Bresk menning er stórkostleg. Ég át í mig dagblöðin, sem voru uppfull af skemmtilegu efni. Ég horfði á fréttaskýringarþættina og dáðist að þessum upplýstu rökræðum sem áttu sér stað. Annað en í bælda og málefnasnauða skætingnum heima. Ég fór í leikhúsin, á tónleikana og myndlistargalleríin. Og jú, jú. Ég datt líka í það og fór í fullt af partíum. Lykilatriðið er, að eftir kynni mín af Bretum — og ég held að margir Íslendingar hafi sömu sögu að segja — finnst manni svo ótrúlega ömurlegt að horfa upp á vandræðin sem elsku bestu Bretar hafa komið sér í.Að hanna tálsýn Bretar eru ekki að fara eitthvað annað, í annað samband. Þeir ætla bara að vera einir. Það er ótrúlegt. Vissulega er til fólk í góðum samböndum sem fær þá flugu í höfuðið að það sé betra að vera einn. Fara upp í sveit og láta sig hverfa. Að lifa meðal spóa. Það kann að vera rétt um stundarsakir, en yfirleitt liggur leiðin aftur á Tinder eða á næsta bar eða á spilakvöld hjá kvenfélaginu. Manneskja þarf manneskju. Þjóð þarf þjóðir. Einhver laug að breskum kjósendum að það væri betra að vera einn. Rétt innan við helmingur trúði því ekki. Hinn trúði því. Núna eru stjórnmálamenn að streða við það, jafnvel gegn sínum vilja, að hanna einhvers konar leið þar sem Bretar standa einir en eru samt ekki einir. Flestir vilja auðvitað áfram njóta allra góðu kosta samvinnunnar, sem sjálfstæð ríki Evrópu hafa þróað saman, jafnvel líka þeir sem vilja samt yfirgefa samvinnuna. Skipulega þarf því að hanna einhvers konar tálsýn, abstrakt hliðarveruleika þar sem bæði er hægt að halda því fram að Bretar séu einir en samt ekki.Gæðin sem gleymdust Stundum missir fólk sjónar á gæðum sínum. Að fá að ferðast frjálst um lönd heillar álfu, vinna frjálst hvar sem er, njóta fjarskipta með sama kostnaði alls staðar, að þurfa ekki að óttast landamæri, að geta menntað sig hvar sem er, stundað viðskipti hvar sem er, notið heilbrigðisþjónustu hvar sem er og komið sér upp heimili hvar sem er innan heillar álfu sem áður logaði í styrjöldum. Allt þetta eru gæði sem greinilega helmingur þjóðar gat gleymt, og vill núna láta sig hverfa. Bretar munu fljótt uppgötva að það er ekkert fengið með því að yfirgefa farsælt samstarf Evrópuríkja, sem hefur fært þegnunum ótrúleg lífsgæði. Þeir verða mættir aftur á Tinder áður en við vitum af.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar