Razzie-verðlaunin: Trump og McCarthy valin verstu leikarar ársins Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 19:17 Melissa McCarthy og Donald Trump. Mynd/Samsett Donald Trump Bandaríkjaforseti var valinn versti leikari ársins á Razzie-verðlaunahátíðinni í dag. Þá var Óskarsverðlaunaleikkonan Melissa McCarthy valin versta leikkonan og kvikmyndin Holmes & Watson valin sú versta í sínum flokki. Allt það versta á kvikmyndaárinu er heiðrað á Razzie-hátíðinni sem haldin er ár hvert. Áðurnefnd Holmes & Watson, sem skartar Will Ferrell og John C. Reily í aðalhlutverkum, hlaut flest verðlaunin eða fern. Þá hlaut Trump verðlaunin fyrir „leik“ sinn í kvikmyndunum Death of a Nation og Farenheit 11/9 en hann kom fram í myndunum sem hann sjálfur. Melissa McCarthy var valin versta leikkona ársins fyrir kvikmyndirnar The Happytime Murders og Life of the Party. McCarthy hlaut þó einnig svokölluð „redeemer“-verðlaun, sem veitt eru þeim sem bætir fyrir laka frammistöðu sína, fyrir leik sinn í kvikmyndinni Can You Ever Forgive Me? en hún er einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt. Razzie-verðlaunahátíðin er iðulega haldin daginn fyrir Óskarsverðlaunahátíðina, sem fer einmitt fram í Los Angeles annað kvöld. Bíó og sjónvarp Razzie Mest lesið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti var valinn versti leikari ársins á Razzie-verðlaunahátíðinni í dag. Þá var Óskarsverðlaunaleikkonan Melissa McCarthy valin versta leikkonan og kvikmyndin Holmes & Watson valin sú versta í sínum flokki. Allt það versta á kvikmyndaárinu er heiðrað á Razzie-hátíðinni sem haldin er ár hvert. Áðurnefnd Holmes & Watson, sem skartar Will Ferrell og John C. Reily í aðalhlutverkum, hlaut flest verðlaunin eða fern. Þá hlaut Trump verðlaunin fyrir „leik“ sinn í kvikmyndunum Death of a Nation og Farenheit 11/9 en hann kom fram í myndunum sem hann sjálfur. Melissa McCarthy var valin versta leikkona ársins fyrir kvikmyndirnar The Happytime Murders og Life of the Party. McCarthy hlaut þó einnig svokölluð „redeemer“-verðlaun, sem veitt eru þeim sem bætir fyrir laka frammistöðu sína, fyrir leik sinn í kvikmyndinni Can You Ever Forgive Me? en hún er einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt. Razzie-verðlaunahátíðin er iðulega haldin daginn fyrir Óskarsverðlaunahátíðina, sem fer einmitt fram í Los Angeles annað kvöld.
Bíó og sjónvarp Razzie Mest lesið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein