Starfsmenn Microsoft vilja losna við samning við herinn vegna HoloLens Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2019 10:42 Í opnu bréfi til stjórnenda Microsoft, sem er titlað: „HoloLens til góðs, ekki til stríðs“, segjast starfsmenn fyrirtækisins ekki fengið vinnu hjá tæknirisanum til að framleiða vopn. AP/Swayne B. Hall Starfsmenn Microsoft eru reiðir yfir því að fyrirtækið hafi gert 480 milljóna dala samning við bandaríska herinn vegna viðbótarraunveruleikagleraugnanna HoloLens. Í opnu bréfi til stjórnenda Microsoft, sem er titlað: „HoloLens til góðs, ekki til stríðs“, segjast starfsmenn fyrirtækisins ekki fengið vinnu hjá tæknirisanum til að framleiða vopn. Þeir krefjast þess að fyrirtækið láti af allri þróun vopnatækni. Ekki liggur fyrir hve margir hafa skrifað undir bréfið en á Twitter-síðu sem hópurinn stofnaði segir að þeir séu minnst hundrað.On behalf of workers at Microsoft, we're releasing an open letter to Brad Smith and Satya Nadella, demanding for the cancelation of the IVAS contract with a call for stricter ethical guidelines. If you're a Microsoft employee you can sign at: https://t.co/958AhvIHO5pic.twitter.com/uUZ5P4FJ7X — Microsoft Workers 4 Good (@MsWorkers4) February 22, 2019Samkvæmt Reuters snýr umræddur samningur að því að Microsoft ætli að útvega hernum minnst 2.500 frumgerðir af gleraugum sem byggja á tækni HoloLens. Herinn hefur sagt að gleraugun yrðu notuð á vígvellinum og við þjálfun til að auka skilvirkni hermanna, hreyfanleika og yfirsýn þeirra.Í tilkynningu frá Microsoft segir að fyrirtækið hafi ávallt metið skoðanir starfsmanna þess. Þá vísaði fyrirtækið til yfirlýsingar Brad Smith, forseta þess, í nóvember þar sem hann sagði forsvarsmenn Microsoft staðráðna í að starfa með hernum og á sama tíma kalla eftir lögum um ábyrga notkun tækni.Starfsmenn tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum hafa að undanförnu gagnrýnt þau harðlega vegna notkunar tækni sem þeir hafa þróað fyrir fyrirtækin. AP fréttaveitan vísar til mótmæla starfsmanna Google í fyrra þegar þeir kröfðust þess að fyrirtækið hætti að þróa gervigreind fyrir herinn. Það leiddi til þess að Google hætti sinni aðkomu að verkefninu.Þá gagnrýndu starfsmenn Microsoft fyrirtækið í fyrra fyrir að starfa með yfirvöldum í tengslum við málefni innflytjenda. Bandaríkin Microsoft Tækni Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Starfsmenn Microsoft eru reiðir yfir því að fyrirtækið hafi gert 480 milljóna dala samning við bandaríska herinn vegna viðbótarraunveruleikagleraugnanna HoloLens. Í opnu bréfi til stjórnenda Microsoft, sem er titlað: „HoloLens til góðs, ekki til stríðs“, segjast starfsmenn fyrirtækisins ekki fengið vinnu hjá tæknirisanum til að framleiða vopn. Þeir krefjast þess að fyrirtækið láti af allri þróun vopnatækni. Ekki liggur fyrir hve margir hafa skrifað undir bréfið en á Twitter-síðu sem hópurinn stofnaði segir að þeir séu minnst hundrað.On behalf of workers at Microsoft, we're releasing an open letter to Brad Smith and Satya Nadella, demanding for the cancelation of the IVAS contract with a call for stricter ethical guidelines. If you're a Microsoft employee you can sign at: https://t.co/958AhvIHO5pic.twitter.com/uUZ5P4FJ7X — Microsoft Workers 4 Good (@MsWorkers4) February 22, 2019Samkvæmt Reuters snýr umræddur samningur að því að Microsoft ætli að útvega hernum minnst 2.500 frumgerðir af gleraugum sem byggja á tækni HoloLens. Herinn hefur sagt að gleraugun yrðu notuð á vígvellinum og við þjálfun til að auka skilvirkni hermanna, hreyfanleika og yfirsýn þeirra.Í tilkynningu frá Microsoft segir að fyrirtækið hafi ávallt metið skoðanir starfsmanna þess. Þá vísaði fyrirtækið til yfirlýsingar Brad Smith, forseta þess, í nóvember þar sem hann sagði forsvarsmenn Microsoft staðráðna í að starfa með hernum og á sama tíma kalla eftir lögum um ábyrga notkun tækni.Starfsmenn tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum hafa að undanförnu gagnrýnt þau harðlega vegna notkunar tækni sem þeir hafa þróað fyrir fyrirtækin. AP fréttaveitan vísar til mótmæla starfsmanna Google í fyrra þegar þeir kröfðust þess að fyrirtækið hætti að þróa gervigreind fyrir herinn. Það leiddi til þess að Google hætti sinni aðkomu að verkefninu.Þá gagnrýndu starfsmenn Microsoft fyrirtækið í fyrra fyrir að starfa með yfirvöldum í tengslum við málefni innflytjenda.
Bandaríkin Microsoft Tækni Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira