Þjóðarsportið í hættu vegna Kasmírdeilu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. febrúar 2019 08:45 Ríkin hafa lengi deilt um yfirráð yfir Kasmírhéraði og átt í kjarnorkuvígbúnaðarkapphlaupi frá því á áttunda áratugnum. AP/Channi Anand Harðnandi deila kjarnorkuveldanna Indlands og Pakistans náði í gær inn á svið íþrótta. Ríkin hafa lengi deilt um yfirráð yfir Kasmírhéraði og átt í kjarnorkuvígbúnaðarkapphlaupi frá því á áttunda áratugnum. Hiti færðist í leikinn þegar fjörutíu herþjálfaðir Indverjar voru myrtir í Pulwama í indverska hluta Kasmír. Pakistönsk hryðjuverkasamtök, JeM, lýstu yfir ábyrgð á árásinni en stjórnvöld á Indlandi áfellast stjórnvöld í Pakistan fyrir að leyfa starfsemi JeM að grassera þar í landi. Pakistanar neita allri ábyrgð á árásinni. Krikketsamband Indlands, BCCI, tilkynnti í gær að vegna árásarinnar ætti Alþjóðakrikketsambandið (ICC) að reka aðildarsambönd frá ríkjum þar sem hryðjuverkastarfsemi viðgengst. Áttu greinilega við Pakistan. Annars myndu Indverjar neita að taka þátt í heimsmeistaramótinu sem fer fram í Englandi og Wales í sumar. Krikket er langvinsælasta íþróttin í bæði Indlandi og Pakistan og krikketstjörnur geta haft umtalsverð áhrif. Sachin Tendulkar, indversk krikketgoðsögn, sagði á Twitter að hann myndi styðja sniðgöngu gegn Pakistan. Þá er vert að taka fram að Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, er af mörgum álitinn einn besti krikketmaður allra tíma. Löndin eiga að etja kappi þann 16. júní á Old Trafford í Manchester. Samkvæmt skýranda BBC er afar ólíklegt að sá leikur fari fram, nema einhver kúvending verði í indverskum stjórnmálum eftir kosningar í maí. Fjarri íþróttaleikvöngum deila stjórnmálamenn ríkjanna. Nitin Gadkari, samgönguráðherra Indlands, sagði frá því á Twitter á fimmtudag að ríkisstjórnin hefði ákveðið að hætta að deila vatni með Pakistönum. Indverjar hafa hingað til leyft vatni að renna með ám sínum til hins nokkuð þurra Pakistans en munu nú beina því til Indverja í Kasmír og Púnjab. Samkvæmt skýrendum sem The New York Times ræddi við er þetta alvarlegasta aðgerð sem Indverjar hafa ráðist í frá árásinni í Pulwama. Eiginlegt vatnsstríð sem þetta gæti valdið þeim hundruðum milljóna Pakistana og Indverja sem reiða sig á ár til að fá vatn miklum þjáningum. Ekki liggur fyrir hvenær eða hvernig Indverjar ætla að koma í veg fyrir að vatn renni til Pakistans. Pakistanar eru ekki aðgerðarlausir heldur. Pakistanski miðillinn Express Tribune sagði frá því í gær og hafði eftir stjórnvöldum í pakistanska ríkinu Púnjab að hermenn væru búnir að taka yfir höfuðstöðvar JeM. Þá hafði miðillinn einnig eftir Asif Ghafoor, upplýsingafulltrúa pakistanska hersins, að þótt Pakistanar vildu ekki fara í stríð væri herinn tilbúinn og Indverjar gætu aldrei komið Pakistönum á óvart. Birtist í Fréttablaðinu Indland Krikket Pakistan Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Harðnandi deila kjarnorkuveldanna Indlands og Pakistans náði í gær inn á svið íþrótta. Ríkin hafa lengi deilt um yfirráð yfir Kasmírhéraði og átt í kjarnorkuvígbúnaðarkapphlaupi frá því á áttunda áratugnum. Hiti færðist í leikinn þegar fjörutíu herþjálfaðir Indverjar voru myrtir í Pulwama í indverska hluta Kasmír. Pakistönsk hryðjuverkasamtök, JeM, lýstu yfir ábyrgð á árásinni en stjórnvöld á Indlandi áfellast stjórnvöld í Pakistan fyrir að leyfa starfsemi JeM að grassera þar í landi. Pakistanar neita allri ábyrgð á árásinni. Krikketsamband Indlands, BCCI, tilkynnti í gær að vegna árásarinnar ætti Alþjóðakrikketsambandið (ICC) að reka aðildarsambönd frá ríkjum þar sem hryðjuverkastarfsemi viðgengst. Áttu greinilega við Pakistan. Annars myndu Indverjar neita að taka þátt í heimsmeistaramótinu sem fer fram í Englandi og Wales í sumar. Krikket er langvinsælasta íþróttin í bæði Indlandi og Pakistan og krikketstjörnur geta haft umtalsverð áhrif. Sachin Tendulkar, indversk krikketgoðsögn, sagði á Twitter að hann myndi styðja sniðgöngu gegn Pakistan. Þá er vert að taka fram að Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, er af mörgum álitinn einn besti krikketmaður allra tíma. Löndin eiga að etja kappi þann 16. júní á Old Trafford í Manchester. Samkvæmt skýranda BBC er afar ólíklegt að sá leikur fari fram, nema einhver kúvending verði í indverskum stjórnmálum eftir kosningar í maí. Fjarri íþróttaleikvöngum deila stjórnmálamenn ríkjanna. Nitin Gadkari, samgönguráðherra Indlands, sagði frá því á Twitter á fimmtudag að ríkisstjórnin hefði ákveðið að hætta að deila vatni með Pakistönum. Indverjar hafa hingað til leyft vatni að renna með ám sínum til hins nokkuð þurra Pakistans en munu nú beina því til Indverja í Kasmír og Púnjab. Samkvæmt skýrendum sem The New York Times ræddi við er þetta alvarlegasta aðgerð sem Indverjar hafa ráðist í frá árásinni í Pulwama. Eiginlegt vatnsstríð sem þetta gæti valdið þeim hundruðum milljóna Pakistana og Indverja sem reiða sig á ár til að fá vatn miklum þjáningum. Ekki liggur fyrir hvenær eða hvernig Indverjar ætla að koma í veg fyrir að vatn renni til Pakistans. Pakistanar eru ekki aðgerðarlausir heldur. Pakistanski miðillinn Express Tribune sagði frá því í gær og hafði eftir stjórnvöldum í pakistanska ríkinu Púnjab að hermenn væru búnir að taka yfir höfuðstöðvar JeM. Þá hafði miðillinn einnig eftir Asif Ghafoor, upplýsingafulltrúa pakistanska hersins, að þótt Pakistanar vildu ekki fara í stríð væri herinn tilbúinn og Indverjar gætu aldrei komið Pakistönum á óvart.
Birtist í Fréttablaðinu Indland Krikket Pakistan Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira