Katrín greindi May frá umræðu um orkumál á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2019 19:45 Theresa May og Katrín Jakobsdóttir fyrir utan Downingstræti 10 í Lundúnum. EPA Forsætisráðherra segir mikilvægt að eiga milliliðalaus samskipti við stjórnmálaleiðtoga annarra ríkja um helstu alþjóðamál eins og aðgerðir í loftlagsmálum. Hún gerði meðal annars grein fyrir umræðunni um orkumál hér á landi á fundi sínum með forsætisráðherra Bretlands í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur hitt Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, nokkrum sinnum áður en kom í bústaða breska forsætisráðherrans í Downingstræti 10 í fyrsta sinn í dag. Hún segir hana og Therseu May aðallega hafa rætt loftlagsmál sem nú séu ofarlega á baugi, en breska þingið samþykkti í gær tillögu formanns Verkamannaflokksins um að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum. „Svo ræddum við kynjajafnréttismál og ekki hvað síst mansalsmál. En hún hefur sjálf beitt sér mjög mikið í þeim málum og staðið framarlega í þeirri baráttu hér. Í þriðja lagi var svo rætt um málið sem alltaf er rætt, það er að segja Brexit og svo auðvitað samskipti Íslands og Bretlands í kring um það,“ segir Katrín. Hún hafi hins vegar ekki hafa rætt mögulega lagningu raforkustrengs til Bretlands í framtíðinni í ljósi heitrar umræðu hér á landi um þriðja orkupakkann. „Nei, ég gerði það ekki en ég upplýsti hana auðvitað um þá umræðu sem stæði yfir á Íslandi um mikilvægi þess, sem ég tel nú að mikill meirihluti Íslendinga sé sammála um; að það sé mjög mikilvægt að tryggja yfirráð yfir orkuauðlindinni. Að hún sé sameign þjóðarinnar og að það sé mikilvægt að það stýri okkar gjörðum íþessu. Þannig að ég lýsti aðeins umræðunni um orkumálin á Íslandi,“ segir forsætisráðherra. Hún hafi líka lagt áherslu á að Ísland og Bretlandi væru ekki einungis viðskiptaþjóðir heldur einnig vinaþjóðir með sameiginlega sögu. En þriggja daga heimsók forsætisráðherra til Bretlands lauk í dag. „Það skiptir líka máli að eiga þessi beinu og milliliðalausu samskipti við fólk um stóru málin á alþjóðasviðinu. Ef við tökum loftlagsmálin sem dæmi þá verða þau ekki leyst nema með samvinnu þjóða. Að við getum öll lagt okkar lóð á vogarskálar. Það skiptir líka málið að þjóðir heims vinni saman að þessu,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Forsætisráðherra segir mikilvægt að eiga milliliðalaus samskipti við stjórnmálaleiðtoga annarra ríkja um helstu alþjóðamál eins og aðgerðir í loftlagsmálum. Hún gerði meðal annars grein fyrir umræðunni um orkumál hér á landi á fundi sínum með forsætisráðherra Bretlands í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur hitt Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, nokkrum sinnum áður en kom í bústaða breska forsætisráðherrans í Downingstræti 10 í fyrsta sinn í dag. Hún segir hana og Therseu May aðallega hafa rætt loftlagsmál sem nú séu ofarlega á baugi, en breska þingið samþykkti í gær tillögu formanns Verkamannaflokksins um að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum. „Svo ræddum við kynjajafnréttismál og ekki hvað síst mansalsmál. En hún hefur sjálf beitt sér mjög mikið í þeim málum og staðið framarlega í þeirri baráttu hér. Í þriðja lagi var svo rætt um málið sem alltaf er rætt, það er að segja Brexit og svo auðvitað samskipti Íslands og Bretlands í kring um það,“ segir Katrín. Hún hafi hins vegar ekki hafa rætt mögulega lagningu raforkustrengs til Bretlands í framtíðinni í ljósi heitrar umræðu hér á landi um þriðja orkupakkann. „Nei, ég gerði það ekki en ég upplýsti hana auðvitað um þá umræðu sem stæði yfir á Íslandi um mikilvægi þess, sem ég tel nú að mikill meirihluti Íslendinga sé sammála um; að það sé mjög mikilvægt að tryggja yfirráð yfir orkuauðlindinni. Að hún sé sameign þjóðarinnar og að það sé mikilvægt að það stýri okkar gjörðum íþessu. Þannig að ég lýsti aðeins umræðunni um orkumálin á Íslandi,“ segir forsætisráðherra. Hún hafi líka lagt áherslu á að Ísland og Bretlandi væru ekki einungis viðskiptaþjóðir heldur einnig vinaþjóðir með sameiginlega sögu. En þriggja daga heimsók forsætisráðherra til Bretlands lauk í dag. „Það skiptir líka máli að eiga þessi beinu og milliliðalausu samskipti við fólk um stóru málin á alþjóðasviðinu. Ef við tökum loftlagsmálin sem dæmi þá verða þau ekki leyst nema með samvinnu þjóða. Að við getum öll lagt okkar lóð á vogarskálar. Það skiptir líka málið að þjóðir heims vinni saman að þessu,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira