Lífið

Sólveig Arnarsdóttir einnig ráðin til Volksbühne

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sólveig hefur gert frábæra hluti í leiklistarsenunni hér á landi.
Sólveig hefur gert frábæra hluti í leiklistarsenunni hér á landi. mynd/sigtryggur
Sólveig Arnarsdóttir leikkona hefur verið ráðin á fastan samning við Volksbühne í Berlín sem er eitt þekktasta og virtasta leikhús Þýskalands og hefur löngum þótt stefnumarkandi í fjölbreyttum leikhúsheimi Berlínar.

Hún mun hefja störf þar strax í vor og leika í opnunarsýningunni Ódysseifskviðu Hómers sem frumsýnd verður um miðjan september. Fyrr í dag var tilkynnt um að Þorleifur Örn Arnarsson hefði einnig verið ráðin til leikhússins sem listrænn stjórnandi (Schauspiel Director). Hann tekur við stöðunni við upphaf næsta leikárs en þau tvö eru systkini.

Sólveig lærði leiklist við leiklistarháskóla Berlínarborgar, Ernst Busch, og hefur síðan námi lauk starfað bæði hérlendis og í Þýskalandi.

Í Þýskalandi hefur hún leikið í á fimmta tug sjónvarps- og kvikmynda. Auk þess var hún fastráðin leikkona við Borgarleikhúsið í Wiesbaden í 3 ár þar sem hún lék 14 aðalhlutverk á þeim tíma.

Á Íslandi hefur Sólveig starfað við Þjóðleikhúsið auk þess að leika í fjölda kvikmynda og sjónvarpsmynda, nú síðast í Ófærð 2, sem sýnt var á RÚV, og kvikmyndinni Lof mér að falla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.