Föstudagsplaylisti Snorra Helgasonar Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 12. apríl 2019 14:30 Snorri saumaði saman sumarlegan föstudagslagalista. Vísir/Vilhelm Snorri Helgason hefur síðustu 15 ár eða svo hægt og bítandi unnið hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar, hvort sem það er með spili, söng eða hlaðvarpsspjalli. Tónlistarferill hans hófst í Sprengjuhöllinni, sem sveif nokkuð hátt á tiltölulega stuttum líftíma. Eftir að sveitin leið undir lok tók við sólóferill hjá Snorra sem telur nú fimm breiðskífur. Þar að auki spjallar Snorri vikulega við Berg Ebba um eitt tiltekið lag í hlaðvarpinu Fílalag. Tvöhundruðasti þáttur seríunnar var birtur 15. mars, en fimm ár eru frá því að fyrsti þátturinn fór í loftið. Síðasta plata hans, Margt býr í myrkrinu, var dimm og þjóðlagaskotin og fékk afar góðar viðtökur. Snorri sagði í samtali við Grapevine á síðasta ári að fyrir næsta verkefni myndi hann venda kvæði sínu í kross og gera léttúðuga barnaplötu. Snorri samdi nýverið lag fyrir leiksýninguna Club Romantica, en síðasta sýning hennar er nú um helgina. Lagið nefnist Við strendur Mæjorka og má horfa á myndband fyrir það hér. Það er klárt sumar í lista Snorra, en hann segist ekki hafa haft neitt sérstakt þema í huga við listagerðina, þetta væri bara stemning. Föstudagsplaylistinn Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Snorri Helgason hefur síðustu 15 ár eða svo hægt og bítandi unnið hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar, hvort sem það er með spili, söng eða hlaðvarpsspjalli. Tónlistarferill hans hófst í Sprengjuhöllinni, sem sveif nokkuð hátt á tiltölulega stuttum líftíma. Eftir að sveitin leið undir lok tók við sólóferill hjá Snorra sem telur nú fimm breiðskífur. Þar að auki spjallar Snorri vikulega við Berg Ebba um eitt tiltekið lag í hlaðvarpinu Fílalag. Tvöhundruðasti þáttur seríunnar var birtur 15. mars, en fimm ár eru frá því að fyrsti þátturinn fór í loftið. Síðasta plata hans, Margt býr í myrkrinu, var dimm og þjóðlagaskotin og fékk afar góðar viðtökur. Snorri sagði í samtali við Grapevine á síðasta ári að fyrir næsta verkefni myndi hann venda kvæði sínu í kross og gera léttúðuga barnaplötu. Snorri samdi nýverið lag fyrir leiksýninguna Club Romantica, en síðasta sýning hennar er nú um helgina. Lagið nefnist Við strendur Mæjorka og má horfa á myndband fyrir það hér. Það er klárt sumar í lista Snorra, en hann segist ekki hafa haft neitt sérstakt þema í huga við listagerðina, þetta væri bara stemning.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira