Ísland er ekki eina landsliðið sem tapaði sínum fyrsta leik eftir HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku og er þar raunar í hópi með mörgum af sterkustu þjóðum heims.
Heims- og Ólympíumeistarar Danmerkur, Evrópumeistarar Spánar og ógnarsterkt lið Frakklands töpuðu öllum leikjum sínum á dögunum, rétt eins og strákarnir okkar sem máttu þola einkar svekkjandi tap fyrir Norður-Makedóníu í Laugardalshöll.
Danir og Frakkar töpuðu mjög svo óvænt fyrir andstæðingum sínum í undankeppni EM 2020. Danmörk tapaði fyrir Svartfjallalandi á útivelli, 32-31, í fyrsta leiknum eftir að nýr samningur var gerður við landsliðsþjálfarann Nicolaj Jacobsen. Frakkar lentu þá í miklum vandræðum með Portúgal og töpuðu með sex marka mun á útivelli, 33-27.
Spánn keppir ásamt Noregi, Svíþjóð og Austurríki í Eurocup, keppni liða sem þurfa ekki að vinna sér inn þátttökurétt í EM 2020. Spánverjar töpuðu þar óvænt fyrir Austurríki, 29-28, en það var fyrsti leikur síðarnefndu þjóðarinnar með nýjan landsliðsþjálfara en Patrekur Jóhannesson lét nýverið af störfum með austurríska liðið.
Ísland mætir Norður-Makedóníu ytra á sunnudag og mun með sigri koma sér góða stöðu í baráttunni um sæti á EM 2020.
Ísland í hópi sterkra liða sem töpuðu fyrsta landsleiknum eftir HM
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn